Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2002, Síða 37

Læknablaðið - 15.06.2002, Síða 37
FRÆÐIGREINAR / SAMBAND SKÓLAGÖNGU OG LÍFSLÍKNA Umræöa I samantekt má segja að niðurstaða þessarar rann- sóknar sé sú að í fyrsta lagi kemur fram afgerandi já- kvætt samband milli lengdar skólagöngu og algengis ástundunar líkamsæfinga. I öðru lagi kemur í ljós að leiðrétting fyrir ástundun líkamsæfinga hefur grein- anleg áhrif í þá átt að draga úr sambandinu milli lengdar skólagöngu og dánartíðni. í þriðja lagi sést að þrátt fyrir allar leiðréttingar stendur enn eftir skýrt samband milli lengdar skólagöngu og dánartíðni. Helsti styrkur þessarar rannsóknar er stærð henn- ar, góð þátttaka og lengd eftirfylgdar (sjá þýði og að- ferðir). Þessir eiginleikar gera það að verkum að nið- urstöður verða að teljast yfirfæranlegar á almenning í sömu aldurshópum á sama landssvæði. Samband lengdar skólagöngu og ástundunar líkamsæfinga: Sambandið sem sýnt var fram á milli lengdar skóla- göngu og ástundunar líkamsæfinga er í samræmi við það sem við mátti búast og við niðurstöður erlendis (8, 16-20). Þó virðist sambandið á milli þessara breytna jafnvel sterkara í niðurstöðum Hjartavernd- ar en annars staðar. Hugsanlegar orsakir fyrir þessu sambandi geta verið margvíslegar. í fýrsta lagi hefur ástundun lík- amsæfinga löngum verið fléttuð inn í nám, að minnsta kosti fyrri stig þess, og því líklegra að fólk haldi því áfram síðar á lífsleiðinni. 1 öðru lagi má vera að lengd skólagöngu og ástundun líkamsæfinga eigi sér sameiginlegan orsakaþátt, það er aðstæður í upp- vexti. í finnskri rannsókn hafa Lynch og fleiri sýnt fram á að félagsleg staða foreldra tengist ástundun líkamsæfinga (19). I nýlegri könnun sem gerð var á úrtaki úr Hjarta- verndarþýðinu kom í ljós að fólk með lengri skóla- göngu að baki var mun líklegra til að vera í persónu- legum tengslum við lækna eða hjúkrunarfræðinga (21). Sterkari félagsleg tengsl þessa hóps við heil- brigðisstéttir kann að ýta undir meðvitund um og ástundun heilbrigðari lifnaðarhátta. í sömu könnun kom einnig í ljós að enginn munur var á skólagöngu- hópum varðandi það hversu mikilvægt fólk taldi að stunda líkamlega hreyfingu reglulega. Þetta bendir til þess að fleiri þættir en vitneskjan um hollustu líkams- æfinga móti ástundun þeirra, svo sem ytri aðstæður og þættir sem koma til fyrr á ævinni. í töflu III er birt samband skólagöngu og ástund- unar sunds og gönguferða. Þetta er gert til að sýna fram á sambandið við almenna hreyfingu sem fólk er líklegt til að stunda fram á efri ár ef til vill frekar en knattleiki og aðrar keppnisíþróttir. Eins og sjá má á töflunni er sambandið þarna að fullu sambærilegt við niðurstöðu úr öðrum liðum. Athyglisvert er að sambandið milli lengdar skóla- göngu og ástundunar lfkamshreyfingar helst fram eftir ævinni, sérstaklega meðal karla. Þannig má segja að samkvæmt okkar niðurstöðum séu þeir sem hafa stundað langskólanám líklegri til að byrja að iðka líkamsæfingar reglulega og það hegðunarmynstur haldi sér svo út ævina, í það minnsta svo langt sem niðurstöður okkar ná. Sambærilegar niðurstöður má sjá í rannsókn Bennetts frá Ástralíu (16). Þetta hefur mikla þýðingu þar sem áframhaldandi ástundun líkamsæfinga út ævina er lykilatriði í því að viðhalda jákvæðum áhrifum hennar (22-24). Sambandið milli lengdar skólagöngu og ástundunar líkamshreyfingar helst ekki eins vel fram eftir ævinni hjá konum en það ber að gæta að því að langskólagengnar konur voru frekar fáar í þeim árgöngum sem kannaðir voru og mun færri en karlar. Samband skólagöngu og dánartíðni: Ljóst er að almenna tilhneigingin var að leiðrétting fyrir ástundun líkamsæfinga hafði áhrif í þá átt að draga úr sambandinu sem er milli skólagöngu og lífs- líkna. Áhugavert er að leiðréttingin fyrir líkamsæf- ingum hafði í mörgum hópum sambærileg áhrif og leiðrétting fyrir öðrum þekktum áhættuþáttum til samans. Því má reikna með að ástundun líkamsæf- inga leiki síst minna hlutverk sem orsakavaldur í mun á dánartíðni eftir skólagöngu en aðrir áhættuþættir, svo sem blóðþrýstingur, reykingar og blóðfitusam- setning. I rannsókn Schrijvers og fleiri sem gerð var á hollenskum almenningi er reynt að greina mismun- andi vægi ýmissa áhættuþátta í að útskýra skóla- göngu tengdan mun á dánartíðni. Þar kemur í ljós að ástundun líkamsæfinga er, ásamt atvinnustöðu (em- ployment status) og tekjum, einn af þeim þáttum sem skýra hvað stærstan hlut af þessum mun (8) og styðja okkar niðurstöður þessa staðhæfingu. Ástundun líkamsæfinga hefur jákvæð áhrif á ýmsa áhættuþætti fyrir hjarta- og æða sjúksjúkdóma, svo sem sykursýki, þyngdarstuðul (BMI), blóðþrýsting og blóðfitu (22,23,25,26). Þrátt fyrir það hverfa áhrif líkamsæfinganna ekki við að reikna þessa áhættu- þætti með. Því má gera ráð fyrir að þær stuðli að bættri heilsu og betri Iífshorfum eftir fleiri leiðum sem ef til vill er erfitt að mæla eða festa fingur á. Ofneysla áfengis hefur sýnt sig standa í neikvæðu sambandi við lengd skólagöngu (8,19) og hefur í för með sér aukna dánaráhættu (8). Þar sem ekki var unnt að leiðrétta fyrir ofneyslu áfengis í þessari rann- sókn er ekki útilokað að hún haldist í hendur við skort á líkamsæfingum og skýri hluta af samspili ástundunar líkamsæfinga og dánaráhættu. Ljóst er að ekki hefur tekist að skýra til fulls þann skólagöngutengda mun á lífslíkum sem sýndur hefur verið í Hóprannsókn Hjartaverndar. Ekki hefur tek- ist að taka inn í greininguna þann þátt sem hefur haft hvað mest að segja þessu tilliti í erlendum rannsókn- um, en það er efnahagslegar aðstæður fólks (8,20). í Hóprannsókn Hjartaverndar var safnað upplýsing- um um íbúðarstærð fólks en sú breyta sýndi ekki Læknablaðið 2002/88 501

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.