Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2002, Blaðsíða 55

Læknablaðið - 15.06.2002, Blaðsíða 55
UMRÆÐA & FRÉTTIR / REKSTUR HEILBRIGÐISÞJÓNUSTU Skráður ungbarnadauði meiri og ævilíkur styttri þar sem einkarekstur er mestur í heílbrigðisþjónustu Samanburður á heilsufari milli þjóða er flókið viðfangsefni. Nákvæmustu upplýsingar varða ung- barnadauða og ævilíkur. í tugi ára hafa alþjóðlegar nefndir á Norðurlöndum og á vegum OECD unnið að þessum samanburði. Telja menn góðan árangur hafa náðst um reglur og aðferðir við þessar skráning- ar á Norðurlöndunum og í OECD-löndum, enda skýrslur birtar árlega. OECD-löndunum er skipt í þrjá flokka eftir því hve hárri upphæð er varið til einkareksturs af heildarfjárhæð eins og fram kemur í þessari grein. í fyrri grein (Læknablaðið 2002; 88: 440) kom fram að heildarrekstur mælist sem hiutfall af vergri landsframleiðslu er hærri í löndum er verja mestum fjárhæðum til einkareksturs en í löndum þar sem samfélagsrekstur vegur þyngra. Heilsufar barna og eldra fólks tekur vissulega mið af fjölbreyttum þáttum, meðal annars næringu, efna- hag, erfðum og fleiru. En þessar upplýsingar koma frá vestrænum lönd- um sem búa við lýðræði, góða heilbrigðisþjónustu, til dæmis á hátæknisviðinu, og veija mestu fjármagni til heilbrigðisþjónustu í veröldinni. Niðurstöður eru að skráður bamadauði er hærri og ævilíkur eru styttri meðal þeirra þjóða er búa við mestan einkarekstur. Líkleg skýring er að þar sem samfélagsþjónustan er viðamest er heilsugæsluþjón- ustan öflugri, meðal annars með samstarfi lækna og hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstétta, og þar af leiðandi er forvörnum og aðstoð við aldraða betur sinnt en í læknastofum í einkarekstri. Kostn- aður er mestur í löndum þar sem einkarekstur vegur þyngst enda er oft krafist verulegra eigin greiðslna fyrir forvarnir. Nefna má sem dæmi að þó að hérlend heilbrigðisþjónusta hafi verið gagnrýnd eiga allir jafnt aðgengi að hverskyns forvörnum og kostnaður er yfirleitt lítill sem enginn. í löndum þar sem einka- rekstur vegur þungt, til dæmis í Bandaríkjunum, búa tæp 20% af börnum og fullorðnu fólki ekki við neinar tryggingar og verða því frekar útundan varðandi ung- barnavernd, mæðravernd og bólusetningar. Ung- barnadauði í „slömm“-hverfum margra stórborga vestrænna ríkja er svipaður og hjá þróunarrikjunum. Áður en menn hækka trommusláttinn fyrir einka- rekstri má huga að þessu. Ólafur Ólafsson OECD-löndum skipt í briá hópa eftir hlutfalli einkareksturs í heilbrigöisbiónustu. Hlutfall einka- reksturs af heildar- kostnaöi viö heilbrigöis- þjónustu meöal þjóöa. (meöaltal) Kostnaöur viö heilbrigöisþjónustu % af VLF* Barnadauöi 5 ára og yngri á 1000 íbúa Ævilíkur karla kvenna A) 14,2% 7,97% 5,7 75,9 81,7 B) 25,3% 8,36% 6,6 74,9 81,3 C) 37,8% 9,31% 8,0 75,2 80,8 A) Danmörk, Island, Lúxemborg, Noregur, Ítalía, Japan, Svlþjóð, Bretland og Andorra. B) Belgía, Finnland, Austurríki, Kanada, Þýskaland, Frakkland, Nýja-Sjáland, írland og Spánn. C) Grikkland, Ástralía, Malta, Holland, Sviss, Portúgal, Bandaríkin, ísrael. Vel marktækur munur er á öllum tölum. (World Health Report 2001 WHO general.) * Verg landsframleiðsla. Höfundur er fyrrverandi landlæknir. Læknablaðið 2002/88 519
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.