Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2002, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 15.06.2002, Blaðsíða 22
FRÆÐIGREINAR / RISTILKRABBAMEIN Þetta er staðfest í okkar rannsókn með beitingu sömu aðferðar varðandi krabbamein í ristli. Það er mikil- vægt að brjóta Jass-flokka niður í þá sjálfstæðu þætti sem flokkunin er byggð á svipað og við gerðum í fjöl- þáttagreiningunni. Þættirnir fjórir sem saman mynda Jass-flokka reyndust allir marktækir áhættuþættir í einþáttagreiningu. í fjölþáttagreiningunni reyndust þrír af þessum þáttum hafa marktækt spágildi, það er eitilfrumuíferð í umhverfi æxlis, vaxtarháttur æxlis- jaðars og meinvörp í eitlum. Hins vegar hafði þáttur- inn að æxli var bundið við ristilvegg ekki marktækt spágildi í fjölþáttagreiningu. Síðasttaldi þátturinn kemur einnig inn sem atriði í Dukes-flokkun æxlanna og á þann hátt einnig inn í fjölþáttagreininguna. Ýmsir hafa rannsakað einstaka þætti sem mynda Jass-flokka, svipað og við, svo sem um vöxt innan eða út fyrir garnarvegg (11,13), eitlameinvörp (13), vaxt- arhátt æxlisjaðars, það er ýtandi eða ísmjúgandi (12, 14, 25) og talið flokkana hafa forspárgildi um lifun. Einn rannsakandi taldi eitilfrumuíferð við æxli ekki hafa forspárgildi (14). Æxli með tilliti til hliðarbrúnar sýnis: Þessi þáttur reyndist hafa sjálfstætt marktækt forspárgildi í rann- sókn okkar og kemur það ekki á óvart. Aðeins rúm 7% æxlanna töldust vera í hliðarbrún sýnis. Höfund- ar gera sér vel grein fyrir galla í aðferðafræði rann- sóknarinnar hvað þennan þátt varðar, þar sem ekki er unnt í niðurstöðum að aðgreina sérstaklega þau æxli sem aðeins voru vaxin út á lífhimnuyfirborð frá þeim æxlum sem skorið hafði verið í gegnum í aðgerð eða frá þeim sem hvort tveggja á við um. Fjöldi til- fella í hverjum slíkum hóp yrði þó fremur lítill. Kaplan-Meier lifunarlínurit: Lifunarlínuritin sem sett eru fram í þessari grein sýna glögglega fram á þann mun sem sannarlega er á lifun einstaklinga þegar meinafræðilegir þættir hvers æxlis eru teknir til athugunar. Ekki kemur þó fram mikill munur á lifun þeirra einstaklinga sem flokkuðust með Dukes A æxli borið saman við þá sem flokkuðust með Dukes B æxli og er það óvanalegt. Við höfum ekki ákveðnar skýringar á þessu en einhver hluti skýringar getur leynst í því að erfitt getur reynst í afturvirkri könnun að meta slík æxli nákvæmlega með tilliti til Dukes A eða B, einkum á mjög gömlum sýnum þar sem ná- kvæmlega staðlaðar vinnuaðferðir við vinnslu vefja- sýna hafa ekki verið notaðar. Innan við 10% æxlanna í okkar rannsókn flokkuðust sem Dukes A æxli. Hins vegar er hlutfall æxla á hveiju Dukes-stiga í okkar rannsókn sambærilegt við það sem gjaman hefur ver- ið birt, og styður það áreiðanleika rannsóknar okkar hvað þetta varðar. Þessi rannsókn var takmörkuð við tímabilið 1955- 1989, sem og fyrri grein höfunda um ristilkrabbamein (3), en til stendur að athuga síðar tímabilið eftir 1989 og þá sérstaklega með tilliti til breytinga sem orðið hafa á ýmsum meinafræðilegum þáttum frá fyrri tíma. Boðskapur: Niðurstöður okkar um marga meina- fræðilega þætti sem athugaðir hafa verið á mjög sam- ræmdan hátt varðandi æxli hjá heilli þjóð á 35 ára tímabili renna stoðum undir ýmislegt sem þegar hef- ur verið viðurkennt læknisfræðilega varðandi lifun og hefðbundna rannsakaða meinafræðilega þætti ristil- krabbameina. Nokkrar niðurstöður okkar leiða í ljós mjög afdráttarlaust að ýmsir fleiri þættir skipta máli og svo virðist sem þeir hafi hingað til ekki verið nægi- lega metnir. Þar ber að nefna sérstaklega vaxtarhátt æxlisjaðars, eitilfrumuíferð í umhverfi æxlis og hvort æxlisvöxtur sé í hliðarskurðbrún og/eða á yfirborði lífhimnu sýnisins. Þessi rannsókn okkar sýnir því fram á nauðsyn þess að þessir meinafræðilegu þættir, sem hingað til hefur ekki verið mikill gaumur gefinn, séu sérstaklega og sjálfstætt metnir varðandi hvert ristilkrabbamein og að þessir meinafræðilegu þættir séu tilgreindir sérstaklega í vefjasvörum ristilkrabba- meinssjúklinga. Þakkir Höfundar þakka Þorgeiri Þorgeirssyni fyrrverandi yfirlækni á meinafræðideild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri fyrir aðgang að skriflegum gögnum og vefjasýnum deildarinnar til endurskoðunar. Vísinda- sjóður Krabbameinsfélags íslands og Vísindasjóður Landspítalans fá þakkir fyrir styrkveitingar til rann- sóknarinnar. Heimildir 1. Hakulinen T, Andersen A, Malker B, Pukkala E, Schou G, Tulinius H. Trends in cancer incidence in the Nordic countries. A collaborative study of the five Nordic Cancer Regist- ries.Acta Pathol Microbiol Immunol Scand Suppl. 1986; 288: 1-151. 2. Cancer in the Nordic Countries. Bulletin of the Association of the Nordic Cancer Registries (ANCR). Helsinki: ANCR; 1999: pp 6,14. 3. Jónasson L, Hallgrímsson J, Theodórs Á, Jónsson P, Magn- ússon J, Jónasson JG. Ristilkrabbamein á íslandi 1955-1989. Meinafræöileg athugun. Læknablaðið 2001; 87:111-7. 4. Histological Typing of Intestinal Tumours. 2nd ed. Collabora- tion with pathologists in 9 countries. Intemational Histological Classifícation of Tumours. Springer-Verlag, Berlin, Heidel- berg, New York, London, Paris, Tokyo, Hong Kong: World Health Organization; 1989. 5. Tbrnbull RB jr, Kyle K, Watson FR, Spratt J. Cancer of the colon: the influence of the no-touch isolation technic on survival rates. Ann Surg 1967; 166:420-7. 6. Jass JR, Morson BC. Reporting colorectal cancer. J Clin Pathol 1987; 40:1016-23. 7. Cox DR. Regression models and life tables. J R Stat Soc 1972; 34:187-220. 8. Kaplan EL, Meier P. Non-parametric estimation from incom- plete observations. J Am Stat Assoc 1958; 53:457-81. 9. Gebski V, Leung O, McNeiI D, Lunn D. SPIDA User s manual. Version 6. New South Wales, Australia. Statistical Computing Laboratory, Macquarie University; 1992. 10. Anand SS, Smith AE, Hamilton PW, Anand JS, Hughes JG, Bartels PH. An evaluation of intelligent prognostic systems for colorectal cancer. Artif Intell Med 1999; 15:193-214. 11. Park YJ, Park KJ, Park JG, Lee KU, Choe KJ, Kim JP. Prognostic factors in 2230 Korean colorectal cancer patients: analysis of consecutively operated cases. World J Surg 1999; 23:721-6. 12. Cusack JC, Giacco GG, Cleary K, Scott Davidson B, Izzo F, Skibber J, et al. Survival factors in 186 patients younger than 486 Læknablaðið 2002/88
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.