Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2002, Blaðsíða 50

Læknablaðið - 15.06.2002, Blaðsíða 50
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SIÐFRÆÐI FÓSTURGREININGAR Læknír á að veita konunni hlutlausa ráðgjöf en hún ákveður - Rætt við Frank A. Chervenak prófessor og sérfræðing í siðfræði fósturgreiningar Frank A. Chevrenak prófessor hélt erindi í húsakynnum Lœknafélags íslands. Þröstur Haraldsson Eins OG lesendum Læknablaðsins er vel kunnugt hafa orðið miklar og á tíðum háværar umræður um siðfræði fósturgreiningar síðustu misserin. Ástæðan er vitaskuld sú að ný tækni hefur komið til skjalanna og aukið möguleikana á því að greina fyrr en áður var frávik í vexti og þroska fósturs. Með aðferðum á borð við ómskoðun og mælingu lífefnavísa má sjá hvort vísbendingar eru um frávik og hvort ástæða sé til að gera inngrip, svo sem legvatnsástungu eða töku fylgju- vefssýna, til greiningar á litningafrávikum. Pau siðfræðilegu álitamál sem fylgja tækniþróun- inni brenna að sjálfsögðu heitast á þeim stéttum sem næstar eru vettvangi: fæðingar- og kvensjúkdóma- læknum og ljósmæðrum. Það kemur því ekki á óvart að Félag íslenska fæðinga- og kvensjúkdómalækna (FÍK) skuli hafa boðið hingað til lands þekktum starfsbróður og sérfræðingi á þessu sviði. Þann 10. maí síðastliðinn hélt bandaríski prófessorinn Frank A. Chervenak tvo fræðslufundi. Annar fundurinn var opinn og fjallaði um siðfræðileg efni sem tengjast fósturgreiningu og mikilvægi þess að verðandi for- eldrar hafi upplýst val um þær aðferðir sem hægt er að beita við hana. Hinn fundurinn var einskorðaður við félagsmenn í FIK en þar fjallaði Chervenak um siðfræði þess að líta á fóstrið sem sjálfstæðan sjúkling. Spurningarvakna Frank A. Chervenak er prófessor og forstöðulæknir kvennadeildar Cornell háskólans í New York. Hann er þekktur fyrir framlag sitt til fæðingarlæknisfræði en ekki síður fyrir umfjöllun og greinaskrif um sið- fræðileg efni sem tengjast læknisfræði, einkum á sviði fósturgreiningar og fæðingarlæknisfræði. Erindið á fyrra fundinum bar heitið Upplýst samþykki fyrir ómskoðun á meðgöngu: þróun frá öðrum til fyrsta þriðjungs meðgöngu. Eins og titillinn gefur til kynna hafa nýjar og breyttar aðferðir leitt til þess að nú er hægt að greina ýmsa fósturgalla fyrr en áður var hægt. Þar eru það ekki síst mæling lífefnavísa á fyrsta þriðjungi meðgöngu og snemmómskoðun sem kem- ur við sögu. Við þetta breytist siðferðileg ábyrgð þeirra heil- brigðisstarfsmanna sem sinna konum á meðgöngu. Þeir þurfa að svara spurningum eins og þeirri hvort rétt sé að benda konum á þessa nýju möguleika, hvort með því sé ekki verið að ýta þeim út í eitthvað sem annars hefði ekki hvarflað að þeim. Er rétt að benda öllum konum á möguleikann, jafnvel gera snemmómskoðun að föstum lið í fyrstu skoðunum á meðgöngu? Eða á að einskorða slíka skoðun við tak- markaða hópa, svo sem konur sem náð hafa tiltekn- um aldri eða eru úr fjölskyldum þar sem litningafrá- vik eru þekkt? Hvar á að draga mörkin og hver á að gera það? Chervenak lagði ekki fram algild svör við þessum spurningum en benti á ýmsa þætti sem menn þurfa að styðjast við í störfum sínum. Algild svör eru ekki til og þar við bætist að það er alls ekki hlutverk lækna að veita slík svör. Læknar og ljósmæður eiga ekki að taka ákvarðanir heldur konurnar sjálfar. Það er hlut- verk heilbrigðisstarfsmanna að veita verðandi for- eldrum allar þær upplýsingar sem hægt er að veita um 514 Læknablaðið 2002/88
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.