Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.06.2002, Side 27

Læknablaðið - 15.06.2002, Side 27
FRÆÐIGREINAR / MMR-BÓLUSETNING Áhrif Pentavac- og MMR-bólusetningar á þarma ungbarna Bjarni Þjóðleifsson1 Katrín Davíðsdóttir2 Úlfur Agnarsson3 Arndís Theodórs1 Aðalbjörg Gunnarsdóttir1 Elva Möller2 Auður Jónsdóttir3 Guðmundur Sigþórsson1 Matthías Kjeld1 Ingvar Bjarnason1 'Lyflæknisdeild Landspítala Hringbraut, 2Miðstöð heilsu- verndar bama, 3Heilbrigðis- stofnun Suðumesja, Reykja- nesbæ, 4GKT læknaskólanum, London. Fyrirspumir og bréfaskipti: Bjami Þjóðleifsson, Lyflæknisdeild Landspítala Hringbraut, 101 Reykjavík. Sími: 560-1000, bjamit@landspitali.is Lykilorð: þarmabólga, MMR- bólusetning, Pentavac- bólusetning, einhverfa. Ágrip Tilgangur: Að meta hvort MMR-bólusetning (measles, mumps and rubella) valdi þarmabólgu hjá íslenskum börnum. Rannsóknin var ekki hönnuð til að svara spurningunni hvort MMR-bólusetning valdi einhverfu. Aðferðir: Rannsökuð voru 109/20 börn fyrir bólu- setningu og tveim, fjórum og 12-18 vikum eftir bólu- setningu með Pentavac- og MMR-bóluefnum. At- hugað var hvort merki væri um þarmabólgu með því að mæla kalprotectín í hægðasýni. Niðurstöður: Hvorugt bóluefnið var tengt nokk- urri marktækri breytingu á þéttni kalprotectíns í hægðum og kom ekkert fram sem benti til þarma- bólgu. Alyktun: Þar sem þessi rannsókn hefur sýnt að MMR-bólusetningin tengist ekki þarmabólgu þá mælir það gegn tilgátunni um að MMR tengist ein- hverfu í gegnum bólgu í þörmum. Inngangur Gagnsemi bólusetningar ungbarna við mislingum, hettusótt og rauðum hundum (MMR) er hafið yfir allan vafa en hér á landi hefur verið bólusett við þess- um sjúkdómum með samsettu bóluefni (MMR) síð- an 1989. Það er því mikil reynsla komin á þessa fram- kvæmd og aukaverkanir eru fáar og flestar meinlaus- ar. Náttúruleg sýking af þessum farsóttum veldur hins vegar miklum veikindum og oft heilsutjóni og jafnvel dauða. Sérstaklega eru mislingar skæðir. A seinustu árum hafa komið fram tilgátur um að MMR-bólusetning geti leitt til þarmabólgu með leka á þörmum. Skaðleg efni komist þannig út í blóðið og truflað þroska heilann á viðkvæmu stigi og það síðar komið fram sem einhverfa. Það er þekkt að börn með einhverfu hafa mörg hver eitlabólgur í kviðarholi og ristilbólgur. Hefur þetta ástand verið kallað einhverfuþarmabólga og fylgja henni margvísleg einkenni frá meltingarfærum. Rannsóknir á þessum sjúkdómi hafa allar verið gerðar mörgum árum eftir bólusetningu með MMR (1, 2). Orsök og meingerð einhverfuþarmabólgu er hins vegar umdeild (3) og enn fremur er hlutverk þarmanna óljóst í þróun sjúkdóma í taugakerfi sem geta komið fram sem einhverfa eða þroskaraskanir (4,5). Ein tilgátan um meingerð einhverfu þarmabólgu er þannig að bólusetning gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum (MMR) veki ekki mótefnasvar ENGLISH SUMMARY Þjóðleifsson B, Davíðsdóttir K, Agnarsson Ú, Theodórs A, Gunnarsdóttir A, Möller E, Jónsdóttir A, Sigþórsson G, Kjeld M, Bjarnason I Effect of Pentavac and MMR vaccination on the intestine Læknablaðið 2002; 88: 491-4 Objective: The safety of infant vaccination has been questioned in recent years. In particular it has been suggested that the measles, mumps and rubella (MMR) vaccination leads to brain damage manifesting as autism consequent to the development of an „enterocolitis" in the immediate post-vaccination period. Aim: To assess if MMR vaccination is associated with sub- clinical intestinal inflammation which is central to the autistic „enterocolitis“ theory. The study was not designed to test directly the association of autism to MMR vaccination. Material and methods: We studied 109/20 infants, before and two and four weeks after immunization with Pentavac and MMR vaccines, for the presence of intestinal inflammation (faecal calprotectin). Results: Neither vaccination was associated with any significant increase in faecal calprotectin concentrations. Conclusions: The failure of the MMR vaccination to cause an intestinal inflammatory response provides evidence against the proposed gut-brain interaction that is central to the autistic „enterocolitis11 hypothesis. Keywords: Intestinal inflammation, MMR vaccination, Pentavac vaccination, autism. Correspondance: Bjarni Þjóðleifsson, bjarnit@landspitali.is hjá ónæmiskerfinu (3). Vírusinn í mislingabóluefninu nái að setjast að til langframa í eitlavef í þörmum og leiði það til ónæmissvars sem komi fram í hnútum eða stækkun á eitlum í þörmum og þarmabólgu. Þarmabólga leiðir aftur til leka í þörmum sem leyfir frásog á efnum sem eru skaðleg fyrir taugakerfið, sér- staklega á viðkvæmum tíma fyrir þróun heilans í kringum 18 mánuða aldur. Afleiðingin geti verið seinkun eða truflun á þroska sem kemur fram í marg- víslegum einkennum, meðal annars einhverfu (3). Sumt í þessum tilgátum er ekki hægt að rannsaka beint í börnum af augljósum ástæðum. Meginþáttur tilgátunnar er hins vegar sá að þarmabólga komi fram fljótlega eftir bólusetningu með MMR. Þetta er hægt að rannsaka þar sem nú eru til nokkur næm og Læknablaðið 2002/88 491

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.