Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.06.2002, Page 28

Læknablaðið - 15.06.2002, Page 28
FRÆÐIGREINAR / MMR-BÓLUSETNING Tafla I. Gildi og staðtölur fyrir kalprotectín í hægðum mg/ml. Fyrir MMR Fyrir Pentavac 2 vikum eftir Pentavac 4 vikum eftir Pentavac og 18 vikum eftir Pentavac 2 vikum eftir MMR 4 vikum eftir MMR 12 vikum eftir MMR Fjöldi 109 100 88 79 61 56 20 Meðaltal 51,0 52,2 48,8 51,3 51,2 64,0 58,5 SD 41,8 48,0 42,5 53,8 48,7 44,1 62,2 Miðgildi 40,6 40,2 38,1 34,2 41 46,5 35,7 95% efri 133,9 147,4 133,3 158,5 148,7 152,5 188,6 öryggismörk Kalprotectín mg/ml ^nn . p T 1 l L 1 — 0 --------------------,------------------,------------------,---------------- Fyrir Pentavac 2 vikum eftir 4 vikum eftir 18 vikum eftir Pentavac Pentavac Pentavac Mynd 1. Meðalgildi kalprotectíns +95% öryggismörk fyrir og eftir Pentavac. Kalprotectín mg/ml r -1 — ▼ Fyrir MMR 2 vikum 4 vikum 12 vikum eftir MMR eftir MMR eftir MMR Mynd 2. Meðalgildi kalprotectíns +95% öryggismörk fyrir og eftir MMR. sértæk próf til að meta þarmabólgu hjá börnum. Eitt slíkt próf er mæling á kalprotectíni í hægðum sem gefur nákvæma vísbendingu um bólgu í þörmum (6). Bólusetning á íslandi fer fram á heilsugæslustöðvum og er þátttaka nálægt 100%. Pentavac (Pasteur Mérieux) bólusetning (gegn barnaveiki, stífkrampa, kíghósta og mænuveiki ásamt Hemophilus influenza týpu B) er gefin við þriggja, fimm og 12 mánaða aldur og MMR (Priorix, Smithkline Beecham) bólusetning við 18 mánaða aldur. Við könnuðum merki um þarmabólgu með kalprotectínaðferðinni fyrir og eftir Pentavac-bólusetningu og fyrir og eftir MMR-bólu- setningu í hópi barna. Tilgangur: Að meta hvort MMR-bólusetning valdi þarmabólgu hjá íslenskum börnum. Rannsóknin var ekki hönnuð til að svara spurningunni hvort MMR- bólusetning valdi einhverfu sem er mjög fátíð. Til þess þarf mun fleiri þátttakendur og lengra eftirlit en framkvæmt var í þessari rannsókn. Þátttakendur og aöferöir Eitthundrað og níu börn sem komu til bólusetningar á Miðstöð heilsuverndar barna á Barónsstíg eða á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í Reykjanesbæ tóku þátt í rannsókninni. Hópurinn var valinn þannig að haft var samband við foreldra allra barna sem áttu að mæta á ákveðnu tímabili í ungbarnavernd og þeim boðin þátttaka í rannsókninni. Framkvæmd, eðh og tilgangur rannsóknarinnar var skýrður út fyrir for- eldrum. Mikill meirihluti þeirra sem haft var sam- band við var fús að taka þátt í rannsókninni. Útilok- unarskilmerki fyrir þátttöku voru þau sömu og til- greind eru af framleiðendum bóluefnisins (7). Bömin voru rannsökuð með því að fá hægðasýni og var mælt í því kalprotectín (Calprest, Calprotech Ltd., Lond- on, UK) fyrir Pentavac (við 12 mánaða aldur) og fyrir MMR (við 18 mánaða aldur) bólusetningu og tveim, fjórum og 12-18 vikum síðar (8). Aðferðin sem notuð var við kalprotectínmælingu í þessari rannsókn er frábrugðin þeim sem áður hefur verið greint frá (6,9- 11) og skilur þar mest á milli mismunandi aðferða við upplausn og úrdrátt efnanna úr hægðasýninu. Enn fremur er minna hægðasýni notað í okkar rannsókn heldur en í fyrri rannsóknum (200 mg í stað 5 gr). Calprest aðferðin gefur kalprotectíngildi sem eru um það bil fimm sinnum hærri en fyrri aðferð (13) og hefur aukið næmi (14) til að greina þarmabólgu. Kalprotectín er 36 kDa prótein sem bindur kalk og zink og er um 60% af próteinum í frymi hvítfrumna (neutrophyla). Það brotnar ekki niður í meltingar- vegi og þolir vel geymslu við stofuhita. Ef bólga er í þörmum eða þarmavegg þá safnast hvítfrumur á þau svæði, brotna niður og skiljast út í hægðum. Eldri að- ferðir til að greina bólgu í þörmum byggðust á geisla- merkingu hvítfrumna með technesium og síðan var notað skann til að staðsetja hvar frumurnar söfnuð- ust saman. Mæling á kalprotectíni í hægðum er mun nákvæmari og auk þess auðveldari eftir að sýnt var fram á að hægðasöfnun er ekki nauðsynleg heldur dugði eitt 200 gr sýni. Aðferðin er mjög næm til að greina bólgu í þörmum bæði hjá bömum og fullorðn- um en hún er ekki sértæk hvað varðar orsakir bólg- unnar og hún gefur engar upplýsingar um hvar bólg- an er í meltingarvegi (6, 9-11). Rannsóknin var gerð samkvæmt leyfi siðanefndar Landspítala Hringbraut, siðanefndar Miðstöðvar Heilsuvemdar barna við Barónsstíg, siðanefndar Heilbrigðisstofnunar Suður- nesja, Reykjanesbæ, Persónuverndar og Vísindasiða- nefndar. Staðtölulegur munur var prófaður með Wil- coxon’s „ranked sums test“ og pöraðu student t prófi. Niöurstöður Tafla I sýnir helstu gildi og staðtölur fyrir kalpro- tectín í hægðum mg/ml hjá börnunum sem tóku þátt í tilrauninni. Það er enginn staðtölulegur munur á neinum tímapunkti (p>0,25) hvorki fyrir né eftir Pentavac-bólusetningu eða fyrir MMR-bólusetningu og tveimur, fjórum og 12-18 vikum á eftir. Alls bytj- 492 Læknablaðið 2002/88

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.