Læknablaðið - 15.06.2002, Blaðsíða 52
UMR/EÐA & FRÉTTIR / SIÐFRÆÐI FÓSTURGREININGAR
rétt á að taka þátt í umræðum en endanleg ákvörðun
hlyti óhjákvæmilega að vera konunnar.
Umræðurnar um siðfræði fósturgreiningar taka
stundum á sig nokkuð æsilegt snið og sumir hafa jafn-
vel gengið svo langt að líkja þess konar „frá-
sorteringu" við tilraunir þýskra nasista með ræktun
yfirburðakynstofnsins.
„Vissulega má spyrja hversu langt eigi að ganga í
því að velja frá börn sem haldin eru tilteknum vanda-
málum. Munurinn á því sem við erum að fást við og
það sem nasistarnir voru að gera felst í sjálfsákvörð-
un konunnar. Nasistarnir voru að gera tilraunir sem
áttu að gera þeim kleift að taka ákvarðanir um það
hver ætti rétt á að lifa og hveijir ekki.
Málið snýst ekki um þetta nú á dögum. Við reyn-
um að afla allra upplýsinga sem hægt er um með-
gönguna og fóstrið til þess að konan geti tekið
ákvörðun sína, ekki til þess að stuðla að fleiri fóstur-
eyðingum. Það má hins vegar ekki vefjast fyrir okkur
að margir þeir fósturgallar sem við getum greint eru
mjög alvarlegir, til dæmis Pataus heilkenni (trisomy
13), Downs heilkenni, Edwards heilkenni (trisomy
18) og fleira sem hægt er að sjá á meðgöngunni. Því
heyrist jafnvel fleygt að fordómar samfélagsins gegn
fötluðum fari vaxandi vegna þeirra möguleika sem
nú eru til þess að greina litningafrávik á meðgöngu.
Við því á ég bara það svar að siðvætt samfélag tekur
öllum sínum börnum opnum örrnurn."
Fóstriö verður sjúklingur
í fyrirspurnatíma að loknum fyrirlestri Chervenaks
varpaði Reynir Tómas Geirsson prófessor fram
þeirri fyrirspurn hvort ekki hefði orðið breyting á
aðstöðu heilbrigðiskerfisins til þess að veita konum
nauðsynlega umönnun og aðhlynningu á meðgöngu.
„Við verðum að horfast í augu við það að áður
fyrr átti sér stað töluverð sóun á verðmætum. Nú eru
gerðar miklu strangari kröfur um að vel sé farið með
fé og læknar verða að taka mið af því. Þá var hægt að
senda konur í hverja þá rannsókn sem okkur hug-
kvæmdist. Nú verða læknar að vanda val sitt þegar
þeir ákveða hvaða rannsóknum þeir mæla með við
konurnar. Það er hlutverk lækna að sjá til þess að sem
mestu fjármagni sé varið til heilbrigðismála en jafn-
framt því verða þeir að tryggja að það nýtist sjúkling-
um þeirra sem best.“
Að síðustu spurði ég Chervenak út í kenningar
hans um fóstrið sem sjálfstæðan sjúkling en um þetta
efni hefur hann fjallað ítarlega í tímaritsgreinum.
Hvenær telur hann fóstrið hafa náð þeim þroska að
það teljist sjálfstæður einstaklingur?
„Lykilhugtakið í því að skilgreina fóstrið er lífvæn-
leiki (á ensku viability). Hvenær er fóstrið orðið nógu
þroskað til þess að líklegt geti talist að það lifi áfram?
Að mínu mati gerist þetta að meðaltali þegar konan
er gengin með í 24 vikur.
Þegar þessu stigi er náð breytist staða læknisins
gagnvart hinni verðandi móður og barninu sem hún
gengur með. A fyrstu stigum meðgöngu er fóstrið
hluti af konunni og læknirinn miðar ráðleggingar sín-
ar fyrst og fremst við heilsufar hennar. Hann upplýsir
konuna, ræðir um möguleikana en lætur henni eftir
að taka ákvarðanir. Eftir að fóstrið er orðið að sjúk-
lingi verður læknirinn að hafa hagsmuni þess í huga
og vega þá og meta til jafns við hagsmuni konunnar.
Þegar því stigi er náð eiga bein tilmæli meiri rétt á sér
en áður.
Ég get nefnt sem dæmi að ef læknir telur barninu
hætta búin af því að fæðast með venjulegum hætti þá
er það skylda hans gagnvart því að hvetja konuna til
þess að gangast undir keisaraskurð. Annað dæmi
gæti verið að hvetja konuna til þess að neyta ekki
áfengis eða tóbaks vegna þess að barninu geti stafað
hætta af því,“ sagði Frank A. Chervenak prófessor að
lokum.
516 Læknablaðið 2002/88