Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2002, Síða 7

Læknablaðið - 15.06.2002, Síða 7
RITSTJÓRNARGREINAR Vangaveltur um framtíð Læknablaðsins sem vísindarits í marshefti Læknablaðsins ritar Hannes Petersen læknir athyglisverða ritstjórnar- grein þar sem hann ræðir stöðu Læknablaðsins sem vís- indarits. Hann bendir rétti- lega á að fræðigreinum hafi ekki fjölgað í blaðinu í takt við vaxandi vísindastarfsemi Tómas innan læknisfræði á íslandi. Guðbjartsson Að jafnaði birtast í blaðinu fjórar vísindagreinar og hef- ur sá fjöldi haldist óbreyttur hin síðari ár. Á sama tíma hefur hlutfall annars efnis aukist. Þar sem mér hefur lengi fundist skorta umræðu um Læknablaðið fagna ég mjög frumkvæði Hann- esar. Mörg þeirra atriða sem hann nefnir í grein sinni hef ég hugleitt lengi og ég verð að viðurkenna að ég hef haft nokkrar áhyggjur af framtíð blaðsins sem vísindarits. Mér finnst Læknablaðið þó hafa vaxið og eflst hin síðari ár og sem fréttablað og skoðanavettvangur íslenskra lækna er hlutverk þess ótvírætt. Hlutverk þess sem vísindarits er þó mikilvægast. Öflugt læknablað er forsenda þess að á íslandi sé hægt að birta rannsóknir í læknisfræði á íslenskum efnivið, svo ekki sé minnst á hlutverk blaðsins í kennslu heilbrigðisstétta og fræðslu við almenning. Eg held að flestir geti verið sammála mér í því að niðurstöður rannsókna sem gerðar eru á Islandi, á íslenskum sjúklingum og af íslenskum læknum, eigi heima í íslensku vísindariti sem er lesið af íslenskum læknum og læknanemum. Sú mikla gróska sem verið hefur í rannsóknum á fslandi hin síðari ár hefur varla farið fram hjá neinum. Þar vegur þungt tilkoma líftæknifyrirtækja og rannsóknir tengdar erfðafræði. Rannsóknir Hjartavemdar, Krabbameinsfélags íslands og Land- spítala hafa einnig aukist og styrkjum til rannsókna hefur fjölgað. Læknar á íslandi hafa aldrei verið fleiri en nú og sífellt stærri hluti þeirra sem snúa heim úr sérnámi hefur átt þess kost að stunda rann- sóknir í sérgrein sinni á íslandi. Þegar þetta er haft í huga ættu því fleiri fræði- greinar að skila sér á síður Læknablaðsins en raun ber vitni. En af hverju hefur Læknablaðið ekki not- ið góðs af „vorinu" í íslensku vísindaumhverfi? Ég held að skýringin sé fyrst og fremst sú að íslenskir læknar telja Læknablaðið ekki nógu öflugan miðil samanborið við erlend læknablöð. Þar skiptir mestu sú staðreynd að Læknablaðið er ekki skráð í alþjóðlegum gagnabönkum vísindatímarita, eins og til dæmis Medline. Þetta er að mínu mati veru- legur Akillesarhæll, ekki síst á tímum netvæðingar, og takmarkar verulega útbreiðslu og aðgengi að niðurstöðum blaðsins. Það er því skiljanlegt að ís- lenskir læknar sæki á önnur mið til að fá niðurstöð- ur sínar birtar. Þetta er óæskilegt því að eins og áður sagði eiga margar þessara rannsókna betur heima í Læknablaðinu en á síðum erlendra tíma- rita. En hvað er þá til ráða? Hannes nefnir í grein sinni að íslenskir læknar ættu að vera duglegri við að birta niðurstöður sínar í Læknablaðinu eftir að þær hafi birst í öðrum læknablöðum. Sjálfur er ég efins um að þetta sé lausnin og ósennilegt að slík endurútgáfa, að minnsta kosti í stórum stíl, sé vel séð af fulltrúum erlendu blaðanna, enda eiga þau yfirleitt höfundarréttinn að greinunum ef niður- stöður hafa fyrst birst í þeim. I staðinn mætti spyrja hvað Læknablaðið getur gert til að sporna við vísindalegri stöðnun? Mér skilst að fulltrúar Læknablaðsins hafi í fjölda ára gert árangurslausar tilraunir til að fá blaðið skráð á Medline. Ástæðan ku vera hversu lítið málsvæði ís- lenskunnar er. Ef fulltrúar Læknablaðsins telja að enn sé von um að fá blaðið skráð á Medline eftir „pólítískum leiðum“ finnst mér að ritstjórnin, hugsanlega í samvinnu við Læknafélagið, ætti að skipa sérstaka nefnd og ganga í málið hið fyrsta. Nú er það staðreynd að Læknablaðið hefur á síðustu árum birt ágrip, myndatexta og töflur á ensku og segir það sína sögu um viðleitni blaðsins og ætti því að létta róðurinn. Þó má búast við því að þessi leið reynist torfærari en margur heldur. Og þá vaknar eðlilega sú spurning hvort Læknablaðið ætti hreinlega að stíga skrefið til fulls og birta allar vísindagreinar á bæði ensku og íslensku. Ég tel þessa hugmynd alls ekki svo fjarstæðukennda. Þeg- ar til lengri tíma er litið myndi það festa Lækna- blaðið í sessi sem vísindarit og styrkja stöðu þess í samkeppni við önnur læknatímarit. Margir kollega minna hnjóta eflaust um hug- myndir sem þessar. Engu að síður tel ég umræðuna tímabæra. Á íslandi eru fordæmi fyrir því að vís- indarit séu að hluta til gefin út á ensku og er Jökull, tímarit Jöklarannsóknarfélags íslands og Jarð- fræðifélags íslands, ágætt dæmi um það. í því tíma- riti eru vissar greinar birtar eingöngu á ensku en annað efni blaðsins er á íslensku. Erlendis eru fjöl- mörg svipuð dæmi, til dæmis eru finnsk og þýsk Höfundur er sérfræöingur í hjarta- og lungnaskurðlækningum og starfar við Brigham-Harvard sjúkrahúsið í Boston. Frágangur fræðilegra greina Höfundar sendi fvær gerðir handrita til ritstjómar Læknablaðsins, Hlíðasmára 8,201 Kópavogi. Annað án nafna höfunda, stofnana og án þakka sé um þær að ræða. Greininni fylgi yfirlýsing þess efnis að allir höfundar séu samþykkir Iokaformi greinar og þeir afsali sér birtingarrétti til blaðsins. Handriti skal skilað með tvöföldu línubili á A-4 blöðum. Hver hluti skal byrja á nýrri blaðsíðu í eftirtalinni röð: • Titilsíða: höfundar, stofnanir, lykilorð á ensku og íslensku • Ágrip og heiti greinar á ensku • Ágrip á íslensku • Meginmál • Þakkir • Heintildir Töflur og myndir skulu vera á ensku eða íslensku, að vali höfunda. Tölvuunnar inyndir og gröf komi á rafrænu formi ásamt útprenti. Tölvugögn (data) að baki gröfum fylgi með, ekki er hægt að nýta myndir úr PowerPoint eða af netinu. Eftir lokafrágang berist allar greinar á tölvutæku formi með útprenti. Sjá upplýsingar um frágang fræðilegra greina: http://lb.icemed.is/ Umræðuhluti Skilafrestur efnis í næsta blað er 20. undanfarandi mánaðar nema annað sé tekið fram. Læknablaðið 2002/88 471

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.