Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2002, Blaðsíða 59

Læknablaðið - 15.06.2002, Blaðsíða 59
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FARALDSFRÆÐI 18 Faraldsfræði í dag Klínísk faraldsfræði Það svið faraldsfræðilegra aðferða sem tengist beint greiningu, meðferð og afdrifum eða útkomum ein- stakra sjúklinga eða afmarkaðra sjúklingahópa (frekar en breiðari sjúklingahópa eða heilla þýða) er nefnt klínísk faraldsfræði og verður umfjöllunarefni næstu pistla. Klínísk faraldsfræði er eitt aðalverkfæri klínískra rannsókna og er jafnframt nátengd al- mennri klínískri vinnu þar sem henni er iðulega beitt, meðvitað eða ómeðvitað, einkum við val og túlkun rannsókna. Flest meginhugtaka klínískrar faraldsfræði má skil- greina út frá hinum vel þekktu fjögurra reita töflum (two-by-two tables). Slíkar töflur eru notaðar fyrir margs konar faraldsfræðilegar upplýsingar en í þessu samhengi sýnir taflan tengsl raunverulegs sjúkdóms- ástands og rannsóknarniðurstöðu (það er niðurstöðu rannsóknar eða prófs sem notað er til að greina sjúk- dóminn). Sjúkur Ekki sjúkur Alls Jákvætt próf a b a+b Neikvætt próf c d c+d Alls a+c b+d a+b+c+d Næmi (sensitivity) prófs má skilgreina sem getu þess til að finna þá einstaklinga sem raunverulega hafa sjúkdóminn. Næmi er því það hlutfall einstak- linga með sjúkdóminn sem fær jákvæða prófniður- stöðu, það er a /( a+c). Hlutfall þeirra sem hafa nei- kvæða prófniðurstöðu en hafa sjúkdóminn í raun er kallað fölsk neikvæðni (false negative rate) og er reiknað sem (1-næmi) eða (1- a /( a+c)). Sértæki (specificity) er hins vegar geta prófsins til að greina rétt þá einstaklinga sem ekki hafa sjúk- dóminn. Sértæki er því það hlutfall „heilbrigðra" ein- staklinga eða einstaklinga sem ekki hafa sjúkdóminn sem fær neikvæða prófniðurstöðu, það er d / (b+d). Hlutfall þeirra sem hafa jákvæða prófniðurstöðu en hafa í raun ekki sjúkdóminn er kallað fölsk jákvæðni (false positive rate) og er reiknað sem (1-sértæki) eða (1- d / (b+d)). Almennt gildir að næmi og sértæki togast á þann- ig að ef próf hefur hátt næmi er sértækið yfirleitt heldur lágt og öfugt. Þetta samband er þó háð því hvaða viðmið (cut off value) er notað við úrlestur prófsins, það er hvaða gildi á prófinu er túlkað sem jákvætt (sjúkdómur talinn vera til staðar) eða nei- kvætt (sjúkdómur ekki talinn vera til staðar). Næmi og sértæki segja í sameiningu til um hæfni prófs til að greina einstaklinga sundur í „sjúka“ og „heilbrigða“. Sú hæfni eða eiginleiki kallast aðgreiningarhæfni (discriminatory ability) og er mælikvarði á skilvirkni (efficiency) prófa. Aðgreiningarhæfni prófa er gjarnan lýst með að- greiningarferlum (receiver operating characteristics eða ROC curves). Slíkir ferlar byggjast á því að mæla næmi og sértæki tiltekins prófs miðað við mismun- andi viðmið eða skilgreiningar á jákvæðri niðurstöðu og nota síðan þessi pör af næmi og sértæki sem hnit til að teikna ferilinn. I raun er ferillinn dreginn milli hnita er skilgreinast af næmi annars vegar en falskri jákvæðni hins vegar, það er (1-sértæki). Lögun ferils- ins lýsir aðgreiningarhæfni prófa. Próf með góða að- greiningarhæfni gefa feril sem liggur í kröppum boga nálægt efra vinstra horni myndarinnar (mynd A). Próf sem greina ekki sjúka frá heilbrigðum gefa hins vegar beinan feril sem liggur úr neðra vinstra horni upp í efra hægra hornið (mynd B). María Heimisdóttir mariah@decode.is Próf eru yfirleitt ekki bæði mjög sértæk og mjög næm, það er að segja - þau eru ekki fullkomin. Því er mikilvægt að þekkja og skilja báða þessa eiginleika til að geta nýtt sér þá eftir því sem hentar, gjarnan með því að nota fleiri en eitt próf í ákveðinni röð eða flokkum. Mjög næmum prófum á helst að beita þegar mikilvægt er að missa ekki af sjúkdómi ef hann er til staðar. Þannig geta próf með hátt næmi verið mjög gagnleg til dæmis snemma í rannsókn á sjúklingi til að draga úr fjölda hugsanlegra greininga, það er að segja til að útiloka (rule out) tiltekinn sjúkdóm. Sem hluti af rannsókn á sjúklingi eru næm próf gagnlegust þegar þau eru neikvæð og stytta þar með listann af mismunagreiningum. Ef hins vegar er mest um vert að fá ekki falska já- kvæða niðurstöðu er rétt að nota mjög sértæk próf. Þau eru þá notuð til að staðfesta (rule in) sjúkdóms- greiningu sem önnur próf hafa bent til. Þannig koma mjög sértæk próf að mestu gagni þegar þau hafa já- kvæða niðurstöðu. Læknablaðið 2002/88 523
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.