Læknablaðið - 15.06.2002, Blaðsíða 35
FRÆÐIGREINAR / SAMBAND SKÓLAGÖNGU OG LÍFSLÍKNA
Fjórir menntahópar voru skilgreindir eftir því
námi sem þátttakendur höfðu lokið (15): Hópur 1:
Barnaskólapróf eða minni menntun. (Um það bil sex
ára skólaganga eða minna.) Hópur 2: Gagnfrœða-
prófeða sambœrileg menntun. Hér eru þeir sem lokið
hafa gagnfræðaprófi, unglingaprófi, miðskólaprófi,
landsprófi, prófi úr sjómanna- og stýrimannaskóla,
iðnskólaprófi eða prófi úr tækniskóla án stúdents-
prófs (um það bil níu ára skólaganga). Hópur3: Stúd-
entspróf eða sambærileg menntun. Undir það fellur
stúdentspróf, samvinnuskólapróf, verslunarskólapróf
og kennaraskólapróf (um það bil þrettán ára skóla-
ganga). Hópur 4: Háskólapróf eða sambœrileg
menntun. Undir þennan hóp falla þeir sem lokið hafa
almennu háskólaprófi eða prófi í forspjallsvísindum
auk þeirra sem lokið höfðu kennaraprófi ef um stúd-
entspróf var einnig að ræða (um það bil fjórtán ára
skólaganga eða meira). Uppgefin tímalengd skóla-
göngu er aðeins gróft viðmið. Raunverulegur ára-
fjöldi innan hvers hóps getur hafa verið minni og
mjög breytilegur.
Til að meta spágildi menntunar (óháða breytan)
fyrir ástundun líkamsæfinga (háða breytan) var not-
uð logistic regression sem er ein gerð aðhvarfsgrein-
ingar. Notuð voru samtímagildi breytanna og leiðrétt
fyrir aldri og skoðunarári. Hópur 1 var hafður sem
viðmiðunarhópur og hópar 2,3 og 4 bornir saman við
hann, fundið líkindahlutfall (odds ratio) og p-gildi.
Dánaráhætta var reiknuð með áhættulíkani Cox út
frá afdrifum fólks frá skoðun fram til ársloka 1997 og
var þar sömuleiðis hópur 1 hafður sem viðmiðunar-
hópur. Notuð voru þrjú leiðréttingarmódel. í því
fyrsta var eingöngu leiðrétt fyrir aldri og skoðunarári.
I öðru var leiðrétt fyrir aldri, skoðunarári og þekktum
áhættuþáttum, öðrum en ástundun líkamsæfmga
(blóðfitu, blóðþrýstingi, hæð, þyngd, reykingum,
notkun háþrýstingslyfja og sykurþoli). í því þriðja var
leiðrétt fyrir aldri, skoðunarári og fyrrgreindum
áhættuþáttum auk ástundunar hkamsæfinga.
Víxlverkun (interaction) fæðingartíma og lengdar
skólagöngu var athuguð með því að bæta inn í
áhættulíkanið margfeldi þessara breyta og reikna
marktekt þeirrar breytu.
Þessi rannsókn var hluti af Hóprannsókn Hjarta-
verndar sem Tölvunefnd/Persónuvernd hefur heimil-
að. Ekki var um styrktaraðila að ræða.
Niðurstöður
Þegar litið er á þýðið í heild sögðust 28,0% karla og
22,0% kvenna hafa stundað íþróltir eða líkamsæfing-
ar reglulega eftir 20 ára aldur. Meðal karla nefna
18,6% sund og 8,8% gönguferðir en meðal kvenna
voru þessar tölur 13,9% og 8,3%.
í töflum I og II má sjá fjölda jákvæðra og nei-
kvæðra svara við spumingum varðandi líkamsæfing-
ar flokkuð eftir skólagönguhópum og kyni.
Table III. Study results. Odds ratio for positive answers to questions on physical
activity. Adjusted for age and time of examination. Educational groups 2, 3
and 4 relative to group 1. For all figures p<0.001 (except *. p<0.01)
Men Women
Educational group Educational group
Question 2 3 4 2 3 4
Regular physical exercise after age 20 1,86 3,92 4,63 2,38 3,43 3,60
Regular physical exercise after age 40 1,83 3,81 4,81 2,20 3,36 2,87
Age during regular physical exercise
20-29 2,01 4,24 4,34 2,81 3,88 6,22
30-39 1,76 3,89 4,87 2,39 3,19 4,53
40-49 1,91 3,82 5,19 2,40 3,62 3,67
50-59 1,85 3,57 4,27 2,10 2,50 2,63
Exercise type
Swimming 1,95 3,59 4,39 2,59 3,62 4,59
Walking 1,87 3,88 5,36 2,63 4,20 5,23*
í töflu III er ástundun líkamshreyfmgar sýnd eftir
kyni, aldri og tegund (sund, gönguferðir). Marktækur
munur er á skólagönguhópunum hvað varðar ástund-
un líkamshreyfingar (tafla III). Algengi ástundunar
líkamsæfinga er stigvaxandi frá hópi 1 til hóps 4.
Samband er milli heildardánartíðni og lengdar
skólagöngu, en leiðrétting fyrir ástundun líkams-
hreyfingar hefur áhrif í þá átt að þetta samband
minnkar hjá hópum 2, 3 og 4 miðað við hóp 1 hjá
báðum kynjum (töflur IV og V). Hjá hópum 3 og 4
hjá körlum er sjálfstætt framlag ástundunar líkams-
æfinga af svipaðri stærð og framlag annarra áhættu-
þátta til samans. Til dæmis gefur leiðrétting fyrir
aldri, skoðunarári og áhættuþáttum (sjá töflur IV og
V) 8% lækkun á hlutfallslegri verndun (úr 25% í
23%) hjá hópi 4 karla og sé ástundun líkamsæfinga
bætt inn í leiðréttinguna gefur það 12% lækkun til
viðbótar (úr 23% í 20%) (hlutfallsleg vemdun = 1 -
hlutfallsáhætta). Þá lækkun má túlka sem sjálfstætt
framlag ástundunar líkamsæfinga til áhættumunar
milli skólagönguhópa. Hvað varðar hóp 3 eru sam-
bærilegar tölur 5% og 10%. Hjá báðum kynjum hef-
ur leiðrétting fyrir líkamsæfingum þau áhrif að hækka
p-gildi en þær stærðir sem voru marktækar fýrir
leiðréttingu héldu því (p<0,05).
Hvað varðar kransæðadauða sést svipuð tilhneig-
ing hjá körlum og hvað varðar heildardánartíðni (sjá
ofan). Sjálfstætt framlag ástundunar líkamsæfinga til
áhættumunar milli skólagönguhópa er jafn stórt og
annarra áhættuþátta til samans hjá hópum 3 og 4
(18% og 5%). Hvað varðar konur sést ekki sama al-
menna tilhneigingin varðandi kransæðadauða. Þar er
hópi 4 líka sleppt þar sem einungis 5 endapunktar
liggja þar til grundvallar.
Þegar litið er á krabbameinsdauða sést enn það
sama, það er samband skólagöngu og dánartíðni
minnkar við leiðréttinguna hjá öllum hópum hjá báð-
um kynjum en var óvíða marktækt.
Læknablaðið 2002/88 499