Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.06.2002, Qupperneq 47

Læknablaðið - 15.06.2002, Qupperneq 47
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ALÞJÓÐASAMSTARF EFMA og WHO European Forum of Medical Associations and WHO, samdrykkja evrópskra læknafélaga og Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, hefur átt sér stað árlega frá 1984. Samstarfið hófst að frumkvæði WHO í Kaupmannahöfn, sem taldi að erfitt yrði að koma fram markmiðum ríkisstjórna í heilbrigðismál- um í Evrópu án náins samstarfs við samtök lækna. Aðalfundur Læknafélags Islands (LI) 1991 heimilaði stjórn félagsins að taka þátt í samtökum þessum. Um er að ræða óformlegan félagsskap án laga eða skrif- legs sáttmála að einhverju leyti. Einstök læknafélög hafa tekið að sér að fóstra fyrirbærið. Undanfarin mörg ár hefur breska læknafélagið, BMA, séð um lækni í hlutastarfi til að veita EFMA forstöðu og fyrir skrifstofuaðstöðu. Svisslendingar hafa nú tekið það að sér. Ekki er greitt sérstakt árgjald, en þátttöku- gjald í fundum er hátt, um 130 þúsund íslenskra króna fyrir einn til tvo fulltrúa en 65 þúsund fyrir áheyrnarfulltrúa. Þessi háu gjöld eru síðan sögð not- uð til að greiða niður þátttöku fulltrúa frá fátækari ríkjum Evrópu og fyrrum lýðveldum Sovétríkjanna. WHO, það er stofnun viðkomandi ríkja, virðist að litlu leyti aflögufær til þessa umræðuvettvangs sem hún kom á laggimar í upphafi. LÍ hefur ekki tekið reglulega þátt í þessum fund- um þrátt fyrir áðurnefnda aðalfundarsamþykkt. Hef- ur mestu ráðið óhóflegur kostnaður miðað við annað alþjóðlegt samstarf og efasemdir um að kostnaðurinn skilaði því gagni fyrir okkur og aðra sem ætlast mætti til. Þó hefur LI í eitt eða tvö skipti styrkt lækni til þátttöku þegar sérstakar umræður hafa verið um átak gegn reykingum. Undirritaður fór á vegum LÍ á árlegan fund EFMA í Vínarborg í liðnum aprilmánuði. Fyrst og fremst var um kurteisisheimsókn að ræða þar sem ég hafði ítrekað verið spurður um fjarveru LÍ bæði af fulltrúum norrænna samstarfsfélaga og formælend- um EFMA. Viðfangsefni fundarins voru svo dæmi séu tekin reykingavamir, misnotkun sýklalyfja, út- breiðsla smitsjúkdóma í Austur-Evrópu, áhrif stað- reyndasöfnunar EBM á þróun klínískrar læknisfræði og ábyrgð sjúklinga á heilsu sinni. Hvað varðar reyk- ingavarnir verður að segjast eins og er að baráttan, einkum í Austur-Evrópu, beinist að því að vinna við- horfum í samfélaginu brautargengi sem fyrir löngu hafa hlotið hljómgrunn hér á landi og haft áhrif á lög og reglur. Hins vegar var athyglisverð umræðan um réttindi og skyldur sjúklinga, meðal annars erindi Leu Wapner frá ísraelska læknafélaginu. Kom þar berlega fram að tímabært er að færa sjónarhornið frá einhliða vangaveltum um skyldur lækna gagnvart sjúklingum sínum yfir til skyldna sjúklinga gagnvart sjálfum sér og yfir til réttinda lækna, þegar kröfur sjúklinga og samfélagsins eru annars vegar. Eg spái því að viðfangsefni þetta verði meira áberandi á al- þjóðavettvangi lækna þegar fram í sækir. Ég tel að LÍ eigi ekki að taka reglulega þátt í EFMA í framtíðinni frekar en verið hefur. Nota ber hina takmörkuðu fjármuni sem við höfum til er- lendra samskipta til að styrkja það samstarf sem við höfum ræktað. Er það fullnægjandi í augnablikinu að mínu mati. Sigurbjörn Sveinsson Læknablaðið 2002/88 511
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.