Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.06.2002, Qupperneq 16

Læknablaðið - 15.06.2002, Qupperneq 16
FRÆÐIGREINAR / RISTILKRABBAMEIN spárgildi varðandi horfur sjúklinga með ristilkrabba- mein. Rétt þykir að mæla með að við meinafræðilegt mat á sýnum sjúklinga með ristilkrabbamein verði í framtíðinni auk hefðbundinna meinafræðilegra þátta tekin sérstök afstaða til eitilfrumuíferðar í umhverfi æxlis, hliðarbrúnar vefjasýnis og vaxtarháttar æxlis- jaðars. Inngangur Ristilkrabbamein er meðal algengustu krabbameina vestrænna þjóða og er hlutfallslega algeng orsök dauðsfalla hjá þeim sem greinast með illkynja æxli. Undanfarna áratugi hefur nýgengi ristilkrabbameins farið hækkandi meðal þeirra þjóða heims sem búa við almenna velmegun og á það ekki síst við um Norð- urlandaþjóðimar og þar á meðal Islendinga (1,2). Vefjameinafræðilegar rannsóknir á ristilkrabba- meini hjá heilli þjóð með athugunum á þeim breyt- ingum sem orðið hafa á síðastliðnum áratugum hafa ekki verið gerðar svo höfundum sé kunnugt. Því var ráðist í að kanna faraldsfræði þessa krabbameins í íslendingum á 35 ára tímabili, eða frá 1955 til 1989, með það fyrir augum að kanna þær breytingar sem kynnu að hafa orðið. Niðurstöður slíkrar rannsóknar gætu haft alþjóðlegt gildi. Ákveðið var að hafa tíma- bilið ekki lengra en til ársins 1989 til þess að unnt væri að kanna minnst tíu ára lifun hjá öllum. Vegna umfangs efnisins var ákveðið að skipta rannsókninni í tvennt, annars vegar þar sem fjallað er um meinafræði sjúkdómsins og hins vegar þar sem fjallað er um lifun með tilliti til meinafræðilegra þátta. Niðurstöður fyrri hluta rannsóknarinnar hafa þegar verið birtar (3). Til meinafræðilegra þátta í þeirri grein heyrðu vefjafræðileg flokkun og gráða (grade) samkvæmt reglum Alþjóðaheilbrigðisstofn- unarinnar (4), stigun æxlisvaxtar samkvæmt reglum kenndum við Dukes og síðar endurbættum af Turn- bull og félögum (5) og staðsetning æxlis innan ristils. Markmið þessa verkefnis var að kanna forspár- gildi ofangreindra og fleiri meinafræðilegra þátta á lifun sjúklinga. Efni og aöferðir Upplýsingar um alla einstaklinga á íslandi sem greindust með krabbamein í ristli á tímabilinu 1955- 1989 (35 ár) voru fengnar frá Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags íslands. Vefjasvör, krufninga- skýrslur, smásjárgler og vefjakubbar voru fengin frá Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði og meina- fræðideild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri (stofn- uð 1981/1982). Vefjasvör og krufningaskýrslur voru lesin og endurmetin. Öll smásjárgler frá öllum sýnum einstaklinga greindum með ristilkrabbamein voru yfirfarin og endurmetin út frá margvíslegum meina- fræðilegum þáttum. Auk meinafræðiþátta var athugað kyn, aldur sjúk- lings við greiningu, greiningarár og staðsetning æxlis innan ristils. Eftirfarandi meinafræðilegu þættir æxlanna voru athugaðir: stærð, stórsætt útlit (gross appearance, macroscopic appearance), vefjagerð, gráða, sogæða- og/eða blóðæðaíferð, hliðarskurðbrún, eitilfrumu- íferð í umhverfi æxlis, hvort vöxtur héldist innan eða væri kominn útfyrir garnarvegg, fjöldi eitla með meinvörpum, útlit æxlisjaðars, hlutfall slímæxlisútlits, Dukes-stigun og Jass-flokkur (sjá nánar hér að neð- an). Stærð æxlis var mæld í sentimetrum og miðað var við stærsta uppgefið mál æxlis. Stórsætt útlit æxlis var flokkað samkvæmt lýsingu og útliti í vefjasneiðum á eftirfarandi hátt: a) sármyndandi (ulcerative) = sár eða sármyndandi vöxtur, b) sepalaga (polypoid) = bungandi vöxtur inn í ristilholrúm, c) hringvaxið (annular) = vöxtur umhverfis ristilholrúmið, d) dreift ífarandi vaxið (diffuse infiltrative) = óhindraður vöxtur á mjög dreifðu svæði innan ristilveggjarins, e) sármyndandi og hringlaga = blanda af hvoru tveggja, f) sármyndandi og sepalaga = blanda af hvoru tveggja, g) óvíst (undetermined) = ekki unnt að meta útlitstegund samkvæmt ofangreindu. Skilgreiningum á vefjagerðum, gráðu, Dukes-stig- un og staðsetningarákvörðunum æxlis innan ristils hafa áður verið gerð skil í fyrri grein (3, 5). Sérstak- lega skal tekið fram að Dukes A æxli eru þau æxli sem vaxin eru niður í slímhúðarbeð (submucosa), en ekki útfyrir vöðvahjúp (muscularis propria) ristil- veggjar. Hér verður lýst frekar nokkrum fleiri meinafræði- þáttum sem er nauðsynlegt til skilnings á niðurstöð- um sem birtar eru í þessari grein. Við skilgreindum sérstaklega stöðu æxlis varðandi hliðarbrún sýnis, en æxli var talið vera við hliðarbrún vefjasýnis ef það náði út á yfirborð sýnisins, hvort sem það var þar sem skorið hafði verið í gegnum æxli við brottnám eða að æxlið náði út á yfirborð lífhimnu ristilveggjarins (serosa). Hlutfall slímæxlisútlits (colloid component) í hverju æxli var metið og æxlin flokkuð í fjóra flokka (0,+,++,+++) eftir magni slímæxlisútlits. Ef slíkt hlut- fall fór yfir 50% taldist æxlið vera slímkrabbamein (mucinous adenocarcinoma). Jass og Morson hafa skilgreint fjóra meinafræði- lega þætti krabbameins í ristli og endaþarmi með tilliti til lifunar (6). Þeir gáfu hverjum þætti stig og reiknuðu síðan út heildarstigagjöf fyrir hvert æxli. Flokkunarkerfi þeirra er byggt upp á eftirfarandi hátt: 1) Útbreiðsla æxlis (einkunn 0 eða 1) a) Vöxtur æxlis helst innan garnarveggjar = 0 b) Vöxtur æxlis nær út fyrir garnarvegg = 1 2) Meinvörp í eitlum (einkunn 0,1 eða 2) a) Engin meinvörp = 0 480 Læknablaðið 2002/88
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.