Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2002, Síða 17

Læknablaðið - 15.06.2002, Síða 17
FRÆÐIGREINAR / RISTILKRABBAMEIN b) Meinvörp í 1-4 eitlum = 1 c) Meinvörp í fleiri en 4 eitlum = 2 3) Vaxtarháttur æxlisjaðars (einkunn 0 eða 1) a) Æxli vex með ýtandi æxlisjaðri = 0 b) Æxli vex með ísmjúgandi (infiltrative) æxlistungum í æxlisjaðri =1 4) Eitilfrumuíferð við æxli (einkunn 0 eða 1) a) Töluverð eða mikil = 0 b) Lítil eða engin = 1 Srðan eru myndaðir fjórir Jass-flokkar æxla eftir fjölda samanlagðra stiga þannig að í flokki I eru æxli með 0 eða eitt stig, í flokki II eru æxli með tvö stig, í flokki III eru æxli með þrjú stig og í flokki IV eru æxli sem fá fjögur eða fimm stig samanlagt. Upplýsingar um dánardag látinna sjúklinga voru fengnar frá Hagstofu íslands. Rannsóknin miðaði við júní 2001 sem lokadagsetningu varðandi það hveijir höfðu látist úr rannsóknarhópnum. Æxli sem greind- ust við krufningu eru með í tölfræðilegum útreikn- ingum rannsóknarinnar. Aðhvarfsgreining að hætti Cox (7) var notuð til þess að meta marktekt spágildis hinna ýmsu áhættuþátta um dánartíðni. Fyrst var gerð einþátta greining (univariable analysis) þar sem ávallt var leiðrétt fyrir aldri en hins vegar ekki eftir kyni vegna þess að það reyndist ekki hafa marktækt spágildi. Síðan var gerð fjölþátta greining (multi- variable analysis) með þeim þáttum sem ekki höfðu marktækt sjálfstætt spágildi. Að lokum voru reiknuð lifunarlínurit að hætti Kaplan-Meier án leiðréttingar fyrir aldri þar sem aldur reyndist ekki hafa verulega truflandi áhrif (8). Bæði Cox-aðhvarfsgreining og Kaplan-Meier taka tillit til þess að athugunartímabil einstaklings getur verið afklippt (censored). Mark- tækni var miðuð við 5% mark. Tölfræðiforritið SPIDA (9) var notað. Vísindasiðanefnd hefur samþykkt rannsóknar- áætlunina og Persónuvernd hefur verið tilkynnt um hana. Niðurstöður í Krabbameinsskrá eru upplýsingar um 1265 Islend- inga sem greindir voru með ristilkrabbamein á 35 ára tímabilinu 1955-1989. Af þeim uppfylltu 1205 ein- staklingar, þar af 572 karlar og 633 konur, skilmerki fyrir greiningunni ristilkrabbamein (3). Af þessum 1205 æxlum höfðu 1133, eða 94%, verið greind vefja- fræðilega en 72, eða 6%, með öðrum aðferðum. Smá- sjárgler og vefjasýni var unnt að endurmeta fyrir 1109 einstaklinga, eða 531 karl og 578 konur, sem er efni- viðurinn í meinafræðilega hluta rannsóknar okkar (3) og sá grunnur sem þessi rannsókn sem hér er kynnt byggir á. Niðurstöður einþátta greiningar á meinafræðileg- um þáttum ristilkrabbameins sem athugaðir voru í rannsókninni og dánarlíkum eru sýndar í töflu I. Dánarlíkur aukast marktækt með aldri. Ekki er mun- ur á dánarlíkum eftir kyni. Dánarlíkur minnka fram að lokum tímabilsins 1975-1979 en standa síðan nokkuð í stað. Ekki er marktækur munur á dánarlík- um eftir staðsetningu æxlis innan ristils. Dánarlíkur aukast með vaxandi stærð æxla. Dánarlíkur eru mest- ar ef æxli er hringvaxið, en nokkurn hluta (16,2%) æxlanna var ekki unnt að meta með tilliti til stórsæs útlits. Um þýðingu mismunandi vefjagerðar æxla er erfitt að fullyrða þar sem yfirgnæfandi hluti þeirra eru hefðbundin kirtilkrabbamein (adenocarcinoma NOS). Gráða æxla hefur mikla þýðingu. Dánarlíkur vaxa um 23% ef æxli er af gráðu tvö og um 82% ef æxh er af gráðu þrjú, þegar borið er saman við gráðu eitt æxli, og er sá munur marktækur. Sjúklingar með krabbamein svarandi til Dukes-stigs C og D hafa marktækt hærri dánarlíkur heldur en stig A og B, en munur á A og B innbyrðis er ekki marktækur. Æxlis- vöxtur í sogæðum og blóðæðum, hvoru um sig eða hvort tveggja, auka dánarlíkur verulega og marktækt í sogæðum einum sér og í báðum tegundum æða sam- an. Dánarlíkur eru verulega og marktækt auknar ef hliðarskurðbrún vefjasýnis er ekki æxlislaus og/eða æxh nær út á yfirborð lífhimnu, séð með smásjá. I Jass-flokkum III og IV eru marktækt hærri dánarlík- ur en í flokkum I og II. Þeir fjórir sjálfstæðu meina- fræðilegu þættir sem mynda Jass-flokka ristilkrabba- meina reyndust allir vera marktækir í einþáttagrein- ingu. Petta á við um eitilfrumuíferð í umhverfi æxlis, það er hvort hún er mikil eða lítil. Dánarlíkur eru marktækt hærri (49%) ef æxli nær út fyrir vegg ristils. Meinvörp í eitlum og sérstaklega ef þau eru í fleiri en fjórum eitlum auka dánarlíkur mikið. Ef æxli vex ísmjúgandi í ristilvegg í stað þess að ýta vefjalögum hans til hliðar aukast dánarlíkur um 45%. Slímmynd- andi þáttur í æxli virðist ekki hafa áhrif á horfur. í einþátta greiningunni í töflu I voru þættirnir fjór- ir sem mynda Jass-flokka ristilkrabbameina metnir sjálfstætt, en þeir einnig metnir saman í Jass-flokka. Við fjölþátta greiningu í töflu II var tekið tilht til allra þátta sem athugaðir voru í rannsókninni, nema Jass-flokka, þar sem allir fjórir sjálfstæðu þættirnir sem mynda Jass-flokka eru í fjölþátta greiningunni. Dánarlíkur aukast enn marktækt með hækkandi aldri. Þar sést einnig að dánarlíkur hafa farið minnk- andi frá upphafi til og með tímabilsins 1980-1984 en síðan aukist lítilsháttar. Stærð æxlis skiptir greinilega máli og kemur stærðarþáttur út sem marktæk breyta. Hringvaxin æxli eru með marktækt hærri dánarlíkur en aðrar gerðir æxla ef flokkað er eftir stórsæju úthti æxlanna. Vægi gráðu verður minna en í einþátta greiningu en tölurnar eru samt sem áður sjálfstætt marktækar varðandi gráðu þrjú. Áhrif Dukes-stigs æxla verða ekki eins ákveðin og í einþátta greiningu, en haldast þó enn marktæk í Dukes-stigi D. Æxlis- vöxtur í hliðarbrún helst marktækur sem sjálfstæður áhættuþáttur. Dánarlíkur eru marktækt auknar ef lítil eða engin eitilfrumuíferð er í umhverfi æxlis. Læknablaðið 2002/88 481

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.