Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 7
RITSTJÓRNARGREINAR Nýtt blóðstorkumyndandi lyf við óstöðvandi blæðingum? Eðlileg blóðstorknun er sjálfsvörn blóðrásarinnar sem sér til þess að blóðið renni um æðar líkamans en ekki út úr þeim. Eðlileg blóðstorknun hefst þegar náttúrulegur storkuþáttur Vlla (sem berst með blóð- inu) tengist vefjaþætti (tissue factor, áður kallað thromboplastin) í særðum æðavegg. Samtímis loða blóðflögur við von Willebrand prótein í sárinu. Vlla/ vefjaþáttar-komplexinn veldur myndun þrombíns sem breytir meðal annars fíbrínógeni í fíbrín og espar blóðflögur þannig að þær kekkjast saman. Storku- þættir tengjast samtímis yfirborði kekkjaðra blóð- flagna í sárum. Blóðstorknunin verður því aðeins í sárinu en ekki í ósködduðum hlutum æðakerfisins. Að auki er hinn ósári hluti æðakerfisins varinn af náttúrulegum blóðþynningar- og storkuleysandi efn- um gegn blóðstorknun. Blæðingar sem eru óstöðvandi með skurðtækni og blóðhlutagjöfum, geta stafað af áverkum, skurð- aðgerðum og/eða af meðfæddum eða áunnum blóð- storkumeinum. Flest dauðsföll vegna slysa stafa af því að sjúklingi blæðir út, en minni blæðingar geta einnig valdið miklum skaða eða dauða, til dæmis ef blæðir inn í höfuðkúpu, heilavef eða gollurshús. Dæmi um storkumein sem valda blæðingahneigð eru blóðflagnafækkun, dreyrasýki (A og B), ofskömmt- un warfaríns, önnur blóðþynningarlyf, og mikil blóð- gjöf („massive transfusion“). Oft tvinnast vandamál- in saman, til dæmis áverki og áunnið storkumein hjá sama sjúklingi. Sé blæðing metin alvarleg og/eða ef gefnar eru fjölmargar blóðeiningar skal alltaf meta virkni blóð- storknunar með endurteknum mælingum á blóð- flögufjölda, APTT, PT, fíbrínógeni og FDP (D-dimer eða sambærilegum prófum) og fleiri mælingum eftir ástæðum. Pessi próf á að vera hægt að gera fyrirvara- laust allan sólarhringinn á stórum bráðasjúkrahús- um. Sé storkumein til staðar er mikilvægt að leita strax ráða þeirra lækna sem fást við að túlka niður- stöður storkuprófa og geta veitt sérhæfða ráðgjöf um meðferð og frekari rannsóknir. Læknar hafa lengi reynt að bæta blóðstorknun (,,hemostasis“) með gjöf blóðvatns, blóðflagna, frost- botnfalls eða fíbrínógens, tranexam sýru, aprótíníns, desmopressins eða próþrombín komplex þykknis, allt eftir ábendingum og niðurstöðum rannsókna (1). Pessari meðferð ber nánast undantekningalaust að beita í samræmi við niðurstöður mælinga. Nú fæst nýtt lyf sem bætir blóðstorknun í sárum en með afar litlum aukaverkunum. Petta er erfðafræði- lega framleiddur espaður storkuþáttur VII (activated coagulation factor VII = Vlla, NovoSeven®). Lyfið getur minnkað blæðingar og það hefur bjargað mannslífum en það er afar dýrt. NovoSeven í lyfja- fræðilegum skömmtum (50 nM sem er 100 föld lífeðl- isfræðileg þéttni) hefur þá sérstöðu sem lyf að það hefur enga virkni fyrr en það hefur bundist annars vegar við vefjaþátt sem er til staðar í sárum eða hins vegar á yfirborð espaðra blóðflagna sem eru einnig fyrst og fremst í sárum. NovoSeven espar storkuþátt X í Xa, óháð storkuþáttum VII, VIII og IX á yfir- borði espaðra blóðflagna (2). Lyfið hefur því fyrst og fremst virkni þar sem þörfin er fyrir hendi, það er í sárum. NovoSeven var markaðssett 1988 sem nýr val- kostur við meðhöndlun dreyrasjúkra sem hafa mót- efni gegn storkuþætti VIII eða IX. Framan af ein- skorðaðist notkun lyfsins við liðblæðingar og skurð- aðgerðir hjá þessum sjúklingum (3, 4). Hefðbundin storkuþáttarþykkni duga þessum sjúklingum yfirleitt illa því mótefnin eyða hinum gefna storkuþætti jafn- óðum. Upp úr miðjum síðasta áratug tóku að birtast sjúkratilfelli um árangursríka notkun NovoSeven við alvarlegum blæðingum vegna annarra storkumeina en dreyrasýki og í framhaldi af því við lífshættulegum blæðingum án storkumeina þar sem önnur ráð höfðu brugðist (5). Sem dæmi urn fyrstu tilfeilin má nefna leiðréttingu á próþrombín tíma (INR) í lifrarbilun og vegna warfaríns, bættan hemostasa í mótefnatengdri blóðflagnafækkun (ITP), í Bernard-Soulier sjúk- dómi, í Glanzmann’s blóðflagnaleli og í svæsinni blóðflagnafækkun í bráðahvítblæði sem svaraði ekki blóðflögugjöf. Nú birtast sífellt fleiri sjúkratilfelli um notkun lyfsins í tengslum við slys, við blæðingar í hjartaskurðaðgerðum, blæðingar frá efri hluta melt- ingarvegs, blæðingar eftir fæðingar og í tengslum við heilaáverka. I mörgum sjúkratilfellanna lýsa höfund- ar sláandi lífsbjargandi virkni lyfsins „ólíkri nokkru sem þeir hafa séð áður“. Aðeins tvær litlar samanburðarrannsóknir á áhrif- um NovoSeven hafa birst enn sem kornið er, en í báðum var lyfið gefið í fyrirbyggjandi skyni fyrir skurðaðgerðir og mælt var blóðtap miðað við saman- burðarhóp. í lítilli forrannsókn Hendriks og félaga á notkun NovoSeven í lifrarskiptaaðgerðum kom fram verulega minnkuð blóðhlutaþörf (bæði rauðkorna- þykknis og blóðvatns) hjá meðhöndluðum miðað við hjá samanburðarhóp (6). Friedrich og félagar (7) gerðu tvfblinda rannsókn á blæðingum í tengslum við brottnám blöðruhálskirtils („retropubic prostatec- lomy“) þar sem þeir gáfu 24 sjúklingum lágan skammt Páll Torfí Önundarson Höfundur er yfirlæknir blóðmeinafræðideildar og storkumeinamiðstöðvar Landspítala og dósent í blóðsjúkdómum við læknadeild Háskóla íslands. pallt@landspitali.is Læknablaðið 2003/89 923
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.