Læknablaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 20
FRÆÐIGREINAR / OFNÆMISLOST
Mynd 6. Eitursekkur og
broddur úr geitungi. Pann-
ig þarfað vinna venom sem
notað er til afnœmingar úr
Itverri flugu.
hvernig á þessu stendur. Nokkrar tegundir eru al-
gengar í nágrannalöndum okkar, til dæmis á Græn-
landi og í Skandinavíu. Moskítóbit valda mjög sjald-
an alvarlegum ofnæmisviðbrögðum en geta hins veg-
ar valdið verulegum staðbundnum óþægindum.
Hættulegur fylgikvilli stungumýs af ættkvíslinni ano-
pheles í hitabeltislöndunum er malaría.
Greining - efnin sem notuö eru
til húðprófunar
Hymenoptera
Húðpróf eru framkvæmd bæði með prick og intra-
dermal-aðferð. Upphafsstyrkur intradermal-prófa eru
á bilinu 0,001 til 0,01 |xg/ml. Ef intradermal-prófið er
neikvætt í þessum styrkleikum er styrkurinn aukinn
stigvaxandi, tífalt í hverju skrefi, þar til jákvætt svar
fæst, eða mesta styrkleika, 1 |xg/ml, er náð. Við þenn-
an styrk getur þó fengist falskt jákvætt svar vegna
ertingar (6, 12). Jákvætt svar við 1 |xg/ml verður því
að túlka með hliðsjón af klínískri sögu. Til þess að
nálgast ofnæmisvaka frá tegundum af geitungaætt
þarf að ná í eitursekki og kreista eitrið úr þeim (mynd
6). Hins vegar eru býflugur settar á járngrind og
straumi hleypt á og þá tæma þær eitursekkinn. Þar
sem ekki er alltaf ljóst hvaða fluga olli ofnæminu er
ráðlagt að prófa fyrir öllum æðvængjum sem hægt er
að fá efni úr. Einnig er hægt að framkvæma blóðrann-
sókn til að kanna hvort um IgE-miðlað ofnæmissvar
hafi verið að ræða (RAST - radioallergosorbent
test). RAST-próf er hins vegar falskt neikvætt í um
20% tilfella og er því ekki nægilega næmt (13-15).
Ofnæmisvaldar eru breytilegir eftir tegundum.
Krossnæmi er á milli geitunga (vespula ssp., yellow
jacket) en er hins vegar ólíklegt á milli býflugna og
geitunga eða pappírsvespa og geitunga. Aðalofnæm-
isvaki geitunga heitir Ves v 5, áður kallaður antigen 5
(16). Hjá býflugum er aðalofnæmisvaldurinn phos-
pholipase A (95%) (17). Eitur humlunnar (bumble
bee - Bombus) inniheldur phospholipase A2 og hyal-
uronidase sem hugsanlega eru ofnæmisvaldar (18).
Stungumý og mýbit
Nýlega hafa þrjú sameiginleg prótein rAeda a 1,
rAeda a 2 og rAeda a 3, verið einangruð og raðgreind
úr munnvatni moskítóflugunnar (19). Þessi uppgötv-
un gæti leitt af sér þróun á efnum til greiningar moskí-
tóofnæmis. Ef bráðaofnæmissvar á sér stað eftir
moskítóbit kemur strax ofsakláðaútbrot með bjúg-
bólgu sem er að minnsta kosti 5 mm í þvermál. Þessi
útbrot hverfa á einum sólarhring. Síðbúið bólgusvar
kemur 2-6 klukkustundum eftir bit sem staðbundin,
hörð og klæjandi bóla sem getur varað í viku (20).
Blöðrumyndun hefur verið lýst. í heiminum eru til
2000-3000 tegundir af moskítóflugum sem skýrir erf-
iðleika við greiningu ofnæmis fyrir þeim.
Bilmý á Islandi getur valdið húðviðbrögðum sem
eru sambærileg við þau sem lýst er eftir moskítóflug-
ur og valda því bæði bráðaofnæmi og síðbúnu við-
bragði, en ofnæmisvakinn er í mjög litlu magni og
veldur þess vegna ekki alvarlegum viðbrögðum.
Engin lækning er til við biti moskítóflugunnar eða
bitmýs. Hins vegar er hægt að draga úr viðbrögðum
með fyrirbyggjandi gjöf á andhistamínum og stera-
krem eru gagnleg til þess að koma í veg fyrir síðbúnar
húðsvaranir. Fái sjúklingur drep á bitstað, pústúlur
eða svæsin staðbundin viðbrögð geta stuttir kúrar af
barksterum verið gagnlegir.
Einkenni við skordýrastungur
1. Eðlilegt viðbragð við stungu
Eftir stungu er eðlilegt að fá verki, kláða, roða, sviða
og bólgu á stungustað. Einkennin eru oftast skamm-
vinn en geta varað í nokkra daga. Meðhöndla skal
stungusvæðið með kulda og þrýstingi og gefa verkja-
lyf eftir þörfum. Þessa einstaklingar á ekki að húð-
prófa (6).
2. Stóraren staðbundnar svaranir
Sé mikil bólga og roði eftir stunguna sem nær há-
marki eftir 24-48 klukkustundir getur verið um of-
næmi að ræða (6). Stundum fylgir almennur lasleiki,
þreyta, ógleði og slen í allt að 10 daga á eftir (21).
Auðvelt er að ruglast á þessum einkennum og sýk-
ingu í húð (til dæmis cellulitis). Við staðbundnum
viðbrögðum nægir oftast að gefa andhistamín og
verkjalyf. Ef einkenni eru þrálát og alvarleg má bæta
við barksterum, til dæmis prednisólón 40 mg/dag í
tvo til þrjá daga. Um 10% þeirra sem fá stórar svar-
anir fá ofnæmislost við næstu stungu. Langflestir fá
þó svipuð einkenni aftur (20). Yfirleitt þarf ekki að
meðhöndla þessa einstaklinga með afnæmingu og
það er ástæðulaust að gera húðpróf.
3. Ofsakláði og ofsabjúgur
Ofsakláði (urticaria) og ofsabjúgur (angioedema)
eftir stungu bendir til bráðaofnæmis. Meðferð barna
sem fá útbreiddan ofsakláða og/eða ofsabjúg er ekki
936 Læknablaðið 2003/89