Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 39
FRÆÐIGREINAR / LUNGNASJÚKDÓMAR Ung kona með mæði og hypoxemíu - sjúkratilfelli Sigríður Björnsdóttir í LYFLÆKNANÁMI Ólafur Baldursson SÉRFRÆÐINGUR í LUNGNALÆKNINGUM Case report: A young woman with dyspnea and hypoxemia Læknablaðið 2003; 89: 955-7 Key words: dyspnea, hypox- emia, primary pulmonary arterial hypertension. Lyflækningadeild, Landspítala Fossvogi, 108 Reykjavík. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Sigríður Björnsdóttir, Lyflækningadeild Landspítala Fossvogi, 108 Reykjavík. sigga_bjorns@hotmail. com Lykilorð: mœði, súrefnis- mettun, lungnaslagœða- háþrýstingur. Sjúkratilfelli Tuttugu og þriggja ára gömul kona leitaði til bráða- móttöku vegna mæði. Hún hafði fjögurra vikna sögu um versnandi mæði við áreynslu og mæddist mjög við að ganga hratt upp eina hæð í húsi. Þessu fylgdi hósti, glær uppgangur, þreyta, lystarleysi og megrun um 25 kg á nokkrum mánuðum. Fyrra heilsufar hennar var almennt gott utan aðgerðar á liðþófa og asma í æsku. Ofnæmi ekki þekkt og tók engin lyf. Hún var barnlaus nemi og ekki í sambúð. Við skoðun var hún föl með bláma á vörum. Blóð- þrýstingur var 125/75 mmHg, púls 125/mín, hitalaus, öndunartíðni 24/mín og súrefnismettun 79% án súr- efnis. Við lungnahlustun heyrðust bronchial öndun- arhljóð beggja megin. Greinilegir kylfufingur. Að öðru leyti var skoðun eðlileg. Blóðgas án súrefnisgjafar sýndi pH 7,34, PCOz 40 mmHg og P02 49 mmHg. Röntgenmynd af lungum var eðlileg. Blóðrannsóknir sýndu hækkun á hvítum blóðkornum 11,2x10’ /L, sökk 24 mm/klst og D-dím- er innan eðlilegra marka. Einkenni hennar og hypoxemía vöktu grun um segarek til lungna og var því fengin sneiðmynd af lungnaæðum og lungnavef sem reyndist vera eðlileg. Einnig var tekin háskerpusneiðmynd af lungnavef til þess að útiloka millivefjasjúkdóma (e. pulmonary fibrosis) og langvinna berkjubólgu með bronchiect- asis. Myndin sýndi mjög vægar dreifðar örbreytingar í millivef beggja lungna en þær voru ekki taldar út- skýra hypoxemíu. Hún var því lögð inn á lungnadeild vegna hypox- emíu af óþekktum toga. Reynt var að gera blásturs- próf (spírómetríu) en hún náði ekki að framkvæma prófið vegna magnleysis. Svefnrannsókn var gerð og sýndi ekki augljós merki um kæfisvefn. Grunur vakn- aði um máttleysi í öndun- arvöðvum eða sjúkdóm í miðtaugakerfi en skoðun taugalæknis og segulóm- un af heila ásamt tauga- og vöðvariti voru innan eðlilegra marka. Gigtar- próf voru eðlileg. Vegna asmalíkra ein- kenna var meðferð reynd með innöndunarstera og langvirkum beta-agonista sem dró dálítið úr slímmyndun. Við sex mínútna göngupróf féll súrefnismettun úr 94% í hvfld niður í 68% við áreynslu og púls fór í 175 slög á mínútu. Mæði var af NYHA (New York Heart Association) flokki III. Þar sem konan hafði viðvarandi mæði og lága súrefnismettun við litla áreynslu var hjartaómun gerð til þess að kanna starfsemi slegla, mögulegan háþrýsting í hægri hluta hjarta og samleiðslu milli hólfa (e. shunt). Ómunin var eðlileg. Eftir ítarlegt samráð við hjartalækna var ákveðið að gera hjarta- þræðingu. Hjartaþræðing sýndi of háan þrýsting í lungnaslagæð (tafla I). Ekki kom fram samleiðsla milli hólfa. Fleygþrýstingur (e. pulmonary capillary wedge pressure) var eðlilegur. Ekki fundust skýringar á lungnaháþrýstingnum og fékk hún því greininguna lungnaslagæðaháþrýstingur án þekktra orsaka (e. primary pulmonary hyperten- sion). Til að útiloka þekktar orsakir fyrir lungnaháþrýst- ingi voru tekin lifrarpróf og HlV-próf sem öll voru eðlileg. Hún kvaðst ekki hafa notað megrunarlyf. Lungnaslagæðamyndataka var gerð til að útiloka enn frekar blóðtappa í smáum greinum lungnaslagæða en rannsóknin var innan eðlilegra marka. Gert var próf til að kanna breytingar á þrýstingi og viðnámi í lungnaslagæð eftir gjöf epópróstenóls og sfldenaffls. Lungnaslagæðaþrýstingur og viðnám héld- ust óbreytt eftir gjöf epóprósteóls en örlítil lækkun varð á þrýstingi eftir sfldenaffl. Meðferð er hafin með síldenaffl og stefnt að viðbótarmeðferð með bósentan (endóþelín-l antagónisti). Sjúklingi er nú fylgt náið eftir í göngudeild lungnasjúkdóma á Landspítala og virðist öndun og úthald nokkuð skánandi. Tafla 1. Niðurstööur úr hjartaþræöingu. Þrýstingur (mmHg) Sjúklingur Viömiöunarmörk Meðallungnaslagæöaþrýstingur 33 12-15 Slag-/lagbilsþrýstingur í lungnaslagæð 44/14 15-30/4-12 Fleygþrýstingur (e.wedge pressure) í vinstri lungnaslagæð 12 4-15 Slag-/lagbilsþrýstingur í hægri gátt 11/7 5-10/0 Slag-/lagbilsþrýstingur í hægra slegli 50/4 15-30/2-8 Læknablaðið 2003/89 955
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.