Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 64

Læknablaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 64
UMRÆÐA & FRÉTTIR / MÆLANLEG VÍSINDI Er hægt að mæla árangur í vísindum? Samkvœmt mœlingum kanadíska fyrirtækisins Thomson ISI er Bert Vogelstein mesti vísinda- maður heims um þessar mundir. Salvador Moncada frá Hondúras starfar í Bret- landi en honum var synjað um landvistarleyfi í Banda- ríkjunum eftir að liafa sœtt pyntingum einrœðisstjórnar El Salvador. Hann hafði tekið þátt í mótmœlum gegn harðstjórninni og var rekinn úr landifyrir vikið. Þröstur Haraldsson Hver er heimsmeistari í vísindum? Er það sá sem hefur verið duglegastur á rannsóknastofunni eða sá sem komið hefur nafninu sínu á flestar vísindagrein- ar? Eða er það sá sem hefur nælt sér í flest verðlaun og viðurkenningar? Er yfirhöfuð hægt að mæla vís- indastarf? Um það er eflaust hægt að deila lengi og hætt við að niðurstaðan verði ekki mjög afdráttarlaus. Þó eru þeir til sem reyna að mæla vísindastarf. Fyrirtækið Thomson ISI í Tórontó í Kanada hefur til dæmis birt reglulega undanfarinn áratug lista yfir þá vísinda- menn sem mest er vitnað í. Aðferðin á sér stoð í hefð- bundnu vísindastarfi sem byggist ekki bara á því að sinna sínu hljóðláta starfi bak við luktar dyr rann- sóknastofunnar heldur verði vísindin ekki að vísind- um fyrr en birtar hafa verið greinar í viðurkenndum vísindaritum um rannsóknirnar. Aðrir vísindamenn vitna svo í þær greinar sem þeir telja markverðastar til að styðja sínar niðurstöður og ályktanir. Aðferðin byggist sem sé á því að starfsmenn fyrir- tækisins skanna 4000 vísindarit til að finna þá vísinda- menn sem oftast er vitnað í. Niðurstöðurnar eru síð- an flokkaðar eftir löndum og fræðigreinum, hvaða stofnanir eða háskólar eiga flesta fulltrúa á listanum og þar fram eftir götunum. í grein sem birtist í breska dagblaðinu Guardian í haust (1) er birtur listi sem Thomson ISI tók saman yfir þá 25 vísindamenn sem oftast hefur verið vitnað í undanfarin 20 ár, eða frá 1983-2002. Samkvæmt hon- um ber Bert Vogelstein prófessor í erfðafræði við John Hopkins háskólann í Maryland í Bandaríkjun- um höfuð og herðar yfir aðra vísindamenn. Á síðustu 20 árum hefur hann birt 361 vísindagrein og í þær hef- ur verið vitnað hvorki meira né minna en 106.401 sinni. Yfirburðir hans eru miklir því næsti maður á listanum hefur birt 541 grein á sviði lyfjarannsókna en í þær hefur „aðeins“ verið vitnað 68.889 sinnum. Listinn er athyglisverður fyrir margra hluta sakir, ekki síst þá að á honum eru eingöngu vísindamenn í lífvísindum, aðrar fræðigreinar komast ekki á blað. Sameindalíffræði og erfðafræði eiga 11 fulltrúa á list- anum, læknavísindi átta, líffræði og lífefnafræði fjóra og lyfjafræði tvo. í blaðinu er reyndar einnig vitnað í lista með 50 mest tilvitnuðu vísindamönnunum en á honum eru einungis þrjár konur, aðeins níu starfa ut- an Bandaríkjanna og enginn eðlisfræðingur kemst á blað. Umdeildar aöferðir Nú geta menn haft ýmsar efasemdir um þennan lista en að sögn fróðra manna sem Guardian vitnar í leik- ur enginn vafi á því að Bert Vogelstein er mikill af- burða vísindamaður. Hann hefur starfað lengi að rannsóknum á ristilkrabbameini og erfðaþáttum þess og bandarískur kollega hans segir að menn spyrji á hverju ári hvort ekki sé örugglega komin röðin að Vogelstein til að hljóta Nóbelsverðlaunin í læknis- fræði. Það hefur þó ekki orðið enn. Nóbelsverðlaun eru heldur ekki einhlítur mæli- kvarði á framlag vísindamanna. Sá sem kemur næst- ur á eftir Vogelstein heitir Salvador Moncada og er frá E1 Salvador en starfar við lyfjafræðirannsóknir í University College í Lundúnum. Hann hefur einkum fengist við rannsóknir á aspiríni og verkun þess. Á ní- unda áratug síðustu aldar gerði hann merka uppgötv- un á hlutverki nituroxíðs sem frumur í æðaveggjum framleiða til að greiða fyrir blóðflæði um æðar en það hamlar gegn myndun blóðtappa. Þetta þótti afar gagnleg og merkileg uppgötvun og því kom það öll- um á óvart að þegar veitt voru Nóbelsverðlaun fyrir hana féllu þau ekki í skaut Moncada heldur allt ann- ars manns sem að vísu hafði einnig starfað að rann- sóknum á nituroxíði. Fáir njóta eldanna ... Talning á tilvitnunum hefur einn augljósan galla: það eru ekki greinarnar sem ollu straumhvörfum sem oft- ast er vitnað í heldur eru það fyrst og fremst greinar sem hafa niikið praktískt gildi. Oft er það svo í vísind- um að fyrst birtist grein sem setur fram nýja kenn- ingu. Sú grein setur af stað mikið ferli rannsókna sem fylla upp í myndina og sanna eða afsanna kenning- una eða hluta hennar. Loks þegar kenningin hefur sannað gildi sitt taka að birtast greinar sem leiðbeina um beitingu hennar, greinar um aðferðafræði, tölvu- líkön, klínískar leiðbeiningar og leiðarvísar um með- ferð eða rannsóknir. Það eru þessar síðastnefndu greinar sem oftast er vitnað til í fræðigreinum vísindamanna. Þetta sést glöggt á lista sem birtur er í Guardian yfir fimm mest ívitnuðu greinar síðustu tveggja áratuga. Þær eru all- ar lýsingar á rannsóknaraðferðum og sú sem lang- mest er vitnað í, eða tæplega 50 þúsund sinnum, greinir frá fljótlegri og einfaldri aðferð til að einangra RNA í frumum mannslíkamans. íslenskir læknar iðnir Það er óþarfi að taka það fram að enginn íslendingur komst á þá lista sem vitnað er til hér að framan. Hins vegar geta íslenskir vísindamenn, ekki síst læknar, borið höfuðið hátt ef marka má erindi sem Runólfur 980 Læknablaðið 2003/89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.