Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 50

Læknablaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 50
UMRÆÐA & FRÉTTIR / NÝR LEIÐTOGI HEIMILISLÆKNA Fagleg mál heimilislækna í brennidepli Rætt við Elínborgu Bárðardóttur nýkjörinn formann Félags íslenskra heimilislækna Um miðjan október var haldinn aðalfundur í Félagi íslenskra heimilislækna. Þar urðu þau tíðindi að Þórir B. Kolbeinsson gaf ekki kost á sér til endurkjörs eftir fjögur ár á stóli formanns. í hans stað var kjörin Elín- borg Bárðardóttir. Læknablaðið hitti að máli nýkjör- inn formann stærsta sérgreinafélags íslenskra lækna þar sem hún starfar í einni af nýjustu heilsugæslu- ______________ stöðvum höfuðborgarsvæðisins við Efstaleili. Elínborg var í framhaldsnámi í Bandaríkjunum og kom heim árið 1997. Fyrstu þrjú árin starfaði hún á ísafirði en frá 2000 hefur hún starf- að í Efstaleitinu. Hún er ekki alveg ný í félagsstörfunum því hún hefur verið ritari stjórnar LR undanfarin ár. Fyrsta spurningin var hvernig stemmningin hefði verið á aðalfund- inum. „Það má segja að þetta hafi verið skemmtilegasti aðalfundur félagsins í mörg ár vegna þess að það var nánast ekkert talað um kjaramál! Við samþykktum ályktun lil að fylgja eftir viljayfirlýsingu ráðherra frá því í fyrra en eftir það hófust líflegar umræður um fagið og fram- tíðina. Þar er af ýmsu að taka og það sem bar einna hæst var aukin áhersla sem lögð hefur veriö á framhaldsnám heimilislækna hér á landi. Það er að komast í mjög gott horf og það er ekki síst kennslustjóra framhaldsnámsins, Ölmu Eir Svavars- dóttur. að þakka. Hún hefur drifið í því að bæta skipulag kennslunnar, námsstöðunum hefur fjölgað upp í níu og áhugi læknanema og unglækna á þessu námi aukist.“ Elínborg Bárðardóttir formaður FÍH í anddyri heilsugœslustöðvarinnar í Efstaleiti. Elínborg rœðir við forvera sinn, Póri B. Kolbeinsson, á bryggjunni á Hofsósi en jiar voru þau í tengslum við aðalfund LÍ í lok ágúst. Þröstur Haraldsson 966 Læknablaðið 2003/89 Framhaldsnám og gæðamál Daginn eftir að viðtalið var tekið var Elínborg að fara á fund uppi í Borgarfirði þar sem allir þeir sem koma nærri kennslu og áhuga hafa á kennslumálum í heim- ilislæknisfræði ætluðu að hittast en þeir eru dreifðir um landið. Kennslan fer nefnilega ekki einungis fram á höfuðborgarsvæðinu heldur í heilsugæslunni víða um land. Elínborg sagði að þetta væri fyrsti fundur- inn af þessari tegund en þeir eru algengir erlendis og nefnast „faculty development“ á ensku. Þar var ætl- unin að ræða ýmsar hliðar námsins, svo sem skipulag námsins í læknadeild, framhaldsnámið og nám í dreifbýli. Hlutverk leiðbeinandans í starfsþjálfun lækna, hvernig best væri að meta nemendur, balint- fundi sem eru eins konar sjálfshjálparfundir og í hverju fagmennska væri fólgin. - Það er greinilegt að heilsugæslan verður í vax- andi mæli vettvangur kennslu. „Já, það varð veruleg breyting fyrir nokkrum ár- um þegar sett var í reglugerð að læknar á kandídats- ári skyldu verja að minnsta kosti þremur mánuðum í heilsugæslunni. Þetta setur okkur í meira kennara- hlutverk og veitir okkur tækifæri til að kynnast unga fólkinu sem er að koma inn í stéttina og því að kynn- ast okkur. Ég held að óhætt sé að slá því föstu að þetta hafi aukið áhuga unga fólksins á heimilislækn- ingum. Annað sem töluvert hefur verið á dagskrá félags- ins eru gæðamál. Félagið hefur raunar unnið mikið að þeim í gegnum tíðina. í því sambandi hefur verið rætt að hafa sérstakan gæðadag á vegum félagsins, jafnvel í samvinnu við Heilsugæsluna í Reykjavík sem hefur haft gæðamál á stefnuskrá sinni án þess að mikið hafi gerst. Við viljum gjarnan ýta á eftir því að gæðamálum verði gert hærra undir höfði. Reyndar hafa ýmis gæðaverkefni verið í gangi, bæði hér hjá okkur, í Kópavogi, og víðar. Það sem vantar er að við tölum meira saman um gæðamál, skiptumst á þekkingu og reynslu, segjum hvert öðru hvað við erum að gera og hvað virkar. Sem betur fer hefur orðið breyting á vinnuskipulagi okkar þannig að við höfum meiri tíma til að sinna gæðaþróun.“ Breyttar áherslur „Fræðslumál heimilislækna hafa að nokkru leyti ver- ið í skugga kjaramálanna síðustu árin. Við þurfum að sinna betur innri líðan heimilislækna og í því sam- bandi hefur verið ákveðið að fræðslunefnd standi fyrir málstofum um efni eins og ímynd heimilislækn- isins, öryggi hans, samskipti og verkaskiptingu milli j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.