Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.2003, Side 64

Læknablaðið - 15.12.2003, Side 64
UMRÆÐA & FRÉTTIR / MÆLANLEG VÍSINDI Er hægt að mæla árangur í vísindum? Samkvœmt mœlingum kanadíska fyrirtækisins Thomson ISI er Bert Vogelstein mesti vísinda- maður heims um þessar mundir. Salvador Moncada frá Hondúras starfar í Bret- landi en honum var synjað um landvistarleyfi í Banda- ríkjunum eftir að liafa sœtt pyntingum einrœðisstjórnar El Salvador. Hann hafði tekið þátt í mótmœlum gegn harðstjórninni og var rekinn úr landifyrir vikið. Þröstur Haraldsson Hver er heimsmeistari í vísindum? Er það sá sem hefur verið duglegastur á rannsóknastofunni eða sá sem komið hefur nafninu sínu á flestar vísindagrein- ar? Eða er það sá sem hefur nælt sér í flest verðlaun og viðurkenningar? Er yfirhöfuð hægt að mæla vís- indastarf? Um það er eflaust hægt að deila lengi og hætt við að niðurstaðan verði ekki mjög afdráttarlaus. Þó eru þeir til sem reyna að mæla vísindastarf. Fyrirtækið Thomson ISI í Tórontó í Kanada hefur til dæmis birt reglulega undanfarinn áratug lista yfir þá vísinda- menn sem mest er vitnað í. Aðferðin á sér stoð í hefð- bundnu vísindastarfi sem byggist ekki bara á því að sinna sínu hljóðláta starfi bak við luktar dyr rann- sóknastofunnar heldur verði vísindin ekki að vísind- um fyrr en birtar hafa verið greinar í viðurkenndum vísindaritum um rannsóknirnar. Aðrir vísindamenn vitna svo í þær greinar sem þeir telja markverðastar til að styðja sínar niðurstöður og ályktanir. Aðferðin byggist sem sé á því að starfsmenn fyrir- tækisins skanna 4000 vísindarit til að finna þá vísinda- menn sem oftast er vitnað í. Niðurstöðurnar eru síð- an flokkaðar eftir löndum og fræðigreinum, hvaða stofnanir eða háskólar eiga flesta fulltrúa á listanum og þar fram eftir götunum. í grein sem birtist í breska dagblaðinu Guardian í haust (1) er birtur listi sem Thomson ISI tók saman yfir þá 25 vísindamenn sem oftast hefur verið vitnað í undanfarin 20 ár, eða frá 1983-2002. Samkvæmt hon- um ber Bert Vogelstein prófessor í erfðafræði við John Hopkins háskólann í Maryland í Bandaríkjun- um höfuð og herðar yfir aðra vísindamenn. Á síðustu 20 árum hefur hann birt 361 vísindagrein og í þær hef- ur verið vitnað hvorki meira né minna en 106.401 sinni. Yfirburðir hans eru miklir því næsti maður á listanum hefur birt 541 grein á sviði lyfjarannsókna en í þær hefur „aðeins“ verið vitnað 68.889 sinnum. Listinn er athyglisverður fyrir margra hluta sakir, ekki síst þá að á honum eru eingöngu vísindamenn í lífvísindum, aðrar fræðigreinar komast ekki á blað. Sameindalíffræði og erfðafræði eiga 11 fulltrúa á list- anum, læknavísindi átta, líffræði og lífefnafræði fjóra og lyfjafræði tvo. í blaðinu er reyndar einnig vitnað í lista með 50 mest tilvitnuðu vísindamönnunum en á honum eru einungis þrjár konur, aðeins níu starfa ut- an Bandaríkjanna og enginn eðlisfræðingur kemst á blað. Umdeildar aöferðir Nú geta menn haft ýmsar efasemdir um þennan lista en að sögn fróðra manna sem Guardian vitnar í leik- ur enginn vafi á því að Bert Vogelstein er mikill af- burða vísindamaður. Hann hefur starfað lengi að rannsóknum á ristilkrabbameini og erfðaþáttum þess og bandarískur kollega hans segir að menn spyrji á hverju ári hvort ekki sé örugglega komin röðin að Vogelstein til að hljóta Nóbelsverðlaunin í læknis- fræði. Það hefur þó ekki orðið enn. Nóbelsverðlaun eru heldur ekki einhlítur mæli- kvarði á framlag vísindamanna. Sá sem kemur næst- ur á eftir Vogelstein heitir Salvador Moncada og er frá E1 Salvador en starfar við lyfjafræðirannsóknir í University College í Lundúnum. Hann hefur einkum fengist við rannsóknir á aspiríni og verkun þess. Á ní- unda áratug síðustu aldar gerði hann merka uppgötv- un á hlutverki nituroxíðs sem frumur í æðaveggjum framleiða til að greiða fyrir blóðflæði um æðar en það hamlar gegn myndun blóðtappa. Þetta þótti afar gagnleg og merkileg uppgötvun og því kom það öll- um á óvart að þegar veitt voru Nóbelsverðlaun fyrir hana féllu þau ekki í skaut Moncada heldur allt ann- ars manns sem að vísu hafði einnig starfað að rann- sóknum á nituroxíði. Fáir njóta eldanna ... Talning á tilvitnunum hefur einn augljósan galla: það eru ekki greinarnar sem ollu straumhvörfum sem oft- ast er vitnað í heldur eru það fyrst og fremst greinar sem hafa niikið praktískt gildi. Oft er það svo í vísind- um að fyrst birtist grein sem setur fram nýja kenn- ingu. Sú grein setur af stað mikið ferli rannsókna sem fylla upp í myndina og sanna eða afsanna kenning- una eða hluta hennar. Loks þegar kenningin hefur sannað gildi sitt taka að birtast greinar sem leiðbeina um beitingu hennar, greinar um aðferðafræði, tölvu- líkön, klínískar leiðbeiningar og leiðarvísar um með- ferð eða rannsóknir. Það eru þessar síðastnefndu greinar sem oftast er vitnað til í fræðigreinum vísindamanna. Þetta sést glöggt á lista sem birtur er í Guardian yfir fimm mest ívitnuðu greinar síðustu tveggja áratuga. Þær eru all- ar lýsingar á rannsóknaraðferðum og sú sem lang- mest er vitnað í, eða tæplega 50 þúsund sinnum, greinir frá fljótlegri og einfaldri aðferð til að einangra RNA í frumum mannslíkamans. íslenskir læknar iðnir Það er óþarfi að taka það fram að enginn íslendingur komst á þá lista sem vitnað er til hér að framan. Hins vegar geta íslenskir vísindamenn, ekki síst læknar, borið höfuðið hátt ef marka má erindi sem Runólfur 980 Læknablaðið 2003/89

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.