Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2004, Síða 15

Læknablaðið - 15.02.2004, Síða 15
FRÆÐIGREINAR / ORÐSKILNINGUR Könnun á þekkingu almennings á algengum orðum úr læknisfræði Birgir Briem1 LÆKNIR Þorlákur Karlsson2 SÁLFRÆÐINGUR, fram- KVÆMDASTJÓRI HJÁ IMG Geir Tryggvason' LÆKNIR Ólafur Baldursson1 SÉRFRÆÐINGUR í LYF- OG LUNGNALÆKNINGUM Rannsóknin var styrkt til jafns af Vísindasjóði Landspítala og GlaxoSmithKline. 'Lyflækningadeild Landspítala 2IMG Gallup. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Ólafur Baldursson, Lungnadeild A6, Landspítala Fossvogi, 108 Reykjavík. olafbald@landspitali. is Lykilorð: samskipti lœknis og sjúklings, lœknisfrœðileg þekking, skilningur, upplýst samþykki. Ágrip Samskipti lækna og sjúklinga eru afar mikilvæg. Rannsóknir sýna að fræðsla bætir líðan sjúklinga. Einnig er talið að mörg kærumál á hendur heilbrigð- isstarfsmönnum byggist á misskilningi. Útskýringar þurfa að vera vandaðar og skilningur góður til að unnt sé að efla fræðslu og forðast misskilning. Til þess að byrja að kanna þetta flókna samspil rannsök- uðum við skilning almennings á 11 orðum úr læknis- fræði. Við notuðum símakönnun og lögðum fjölvals- spurningar fyrir 1167 íslendinga á aldrinum 16-75 ára. Niðurstöður (% þátttakenda með rétt svar): Bakflæði (72), lungnaþemba (25), sterar (40), ein tafla tvisvar á dag (79), aukaverkanir (67), berkju- bólga (68), hvít blóðkorn (56), sökk (33), sykursýki (87), langvinn lungnateppa (42). Þættir sem bættu árangur í könnuninni voru: Kyn (konur betri í sjö af tíu spurningum), háskólamenntun (10/10), háar tekj- ur (9/10). Fjölbreytugreining sýndi að menntun vó þyngst af þessum þáttum. Yngstu þátttakendurnir (16-24 ára) stóðu sig verst í sjö spurningum af tíu. Nýta má niðurstöðurnar til þess að útskýra sér- staklega vel þau orð sem illa skiljast og verja meiri tíma til fræðslu ungs fólks, tekjulágra og lítt skóla- genginna. Huga þarf sérstaklega vel að lyfjafyrirmæl- um þar sem 21% fólks skilur ekki einföldustu fyrir- mæli af þessu tagi. Niðurstöðurnar geta einnig nýst til þess að bæta upplýst samþykki. Gera þarf viðameiri rannsókn á því hvernig fólki gengur að skilja algeng orð úr læknisfræði. Inngangur Mál gegnir lykilhlutverki í samskiptum lækna og sjúklinga og er mikilvægt tæki til sjúkdómsgreiningar. Farsæl samskipti byggjast á skýru málfari lækna ann- ars vegar og á skilningi sjúklinga hins vegar. Málfar lækna og annarra heilbrigðisstétta hefur lengi þótt sérkennilegt og á stundum dálítið hjákátlegt þar sem gjarnan slær saman íslensku, ensku og latínu. í því er margt sem betur mætti fara. En hvernig er skilningi sjúklinga háttað? Ýmsar rannsóknir, svo sem Coyne og félaga (1) og Hadlow og Pitts (2), hafa sýnt að ítarlegri útskýringar til sjúklinga og aðstandenda þeirra leiða til meiri ánægju og minni kvíða. í rannsókn Waitzkin (3) kom fram að sjúklingar vilja vita sem mest um ástand sitt og rannsóknarniður- stöður. Af þessu leiðir að í samskiptum sjúklinga og lækna þarf að nota flókin orð og hugtök sem krefjast útskýringa. Erlendar rannsóknir sýna að fólk leggur EIUGLISH SOMMARY Briem B, Karlsson Þ, Tryggvason G, Baldursson Ó Public comprehension of medical terminology Læknablaðiö 2004; 90: 111-9 The quality of doctor-patient communication is critical for the practice of medicine. Studies show that effective communication results in patient satisfaction and improved compliance. To better understand one aspect of this complex phenomenon we estimated the ability of people to comprehend 11 commonly used medical terms. We used multiple choice questions in a telephone survey of 1167 lcelanders aged 16-75 years. Results (% of participants with correct answers): Gastroesophageal reflux (72), emphysema (25), steroids (40), one tablet twice a day (79), side effects (67), bronchitis (68), white blood cells (56), erythrocyte sedimentation rate (33), diabetes mellitus (72), antibiotics (87), chronic obstructive pulmonary disease (42). Variables associated with better comprehension were: Female gender (better in 7/10 questions), university degree (10/10) and high income (9/10). Decision tree analysis showed that education had the most impact. The youngest participants (age 16-24) had the worst outcome in seven out of 10 questions. The results define certain medical terms that require more careful explanation than others. They also indicate that those of young age, low socioeconomic status and less educated require more help in understanding medical terms. Interestingly, 21 % of participants failed to under- stand a very simple medication order, emphasizing the importance of explaining these in detail. The data may also have implications for informed consent. A larger study exploring the public comprehension of multiple medical terms should be considered. Key words: Doctor-patient communication, medical knowledge, comprehension, informed consent. Correspondence: Ólafur Baldursson, olafbald@landspitali.is oft annan skilning í orð og hugtök úr læknisfræði en læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk gerir (2-4). Slíkt misræmi getur hæglega leitt til misskilnings sem getur valdið óþægindum, óþarfa áhyggjum og rangri með- ferð svo eitthvað sé nefnt. Samkvæmt Landlæknis- embættinu er talið að talsverður hluti klögumála á hendur læknum stafi af misskilningi milli þeirra og sjúklinga (5). Misskilningur af þessu tagi getur verið afar flókinn en hugsanlegt er að hluti hans stafi af mismunandi orðskilningi lækna og sjúklinga. Svokallað upplýst samþykki hefur mjög verið til Læknablaðið 2004/90 111
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.