Læknablaðið - 15.02.2004, Síða 16
FRÆÐIGREINAR / ORÐSKILNINGUR
umfjöllunar hérlendis á undanförnum árum. Pað er
nú lögbundið til þess að tryggja að sjúklingar skilji
kosti og galla aðgerða og rannsókna. Ymsar rann-
sóknir (6-9) hafa hins vegar sýnt að sjúklingum geng-
ur oft erfiðlega að skilja útskýringar. I rannsókn (8,
9) á þátttakendum í ISIS-4 rannsókninni kom í ljós
að einungis 30% töldu sig hafa fengið fullnægjandi
upplýsingar sem nægðu til þess að þeir væru sáttir við
þátttöku í rannsókninni. Þá töldu 50% sig hafa fengið
einhverjar upplýsingar en ekki nægar og 20%
sögðust nánast engan skilning hafa á þátttöku sinni í
rannsókninni.
Samskipti lækna og sjúklinga geta verið flókin af
ýmsum ástæðum. Nægir að nefna að sjúklingar óska
eftir meiri upplýsingum en áður, rannsóknir og út-
skýringar eru flóknari, sýnt hefur verið að upplýstum
sjúklingum líður oftast betur en óupplýstum og síðast
en ekki síst er upplýst samþykki talið nauðsynlegt af
lagalegum og siðferðilegum ástæðum. Málfar og
orðaval geta auðveldlega ráðið úrslitum í öllum sam-
skiptum af þessu tagi. Okkur lék forvitni á að vita
hvernig íslenskum almenningi gengi að skilja algeng
orð og hugtök úr læknisfræði. Hversu mikið af því
sem sagt er við sjúklinga skilja þeir í raun og veru?
Hversu mikla þekkingu hefur almenningur á algeng-
um heilbrigðishugtökum sem eru læknum augljós og
töm? Til þess að byrja að leita svara við þessum
spurningum rannsökuðum við þekkingu almennings
á orðum úr læknisfræði.
Aðferðir
IMG Gallup gerði símakönnun og lagði ellefu fjöl-
valsspurningar fyrir 16-75 ára íslendinga víða af land-
inu. Notað var slembiúrtak úr þjóðskrá. Hringt var
og fengið leyfi hjá viðkomandi og síðan ýmist spurt
beint (a) eða efni spurningar sett í samband við heim-
sókn til læknis (b). Dæmi: 1) Hvað er lungnaþemba?
2) Þú ert hjá lækni. Hann segir að þú sért með lungna-
þembu. Hvað á læknirinn við? Þetta var gert til þess
að reyna að tengja spurninguna viðtali hjá lækni til
þess að kanna hvort það hefði áhrif á svörin. Tilviljun
réði hvorn spurnarháttinn svarandi fékk. Spyrlar lásu
þannig að tilviljun réði röð svarmöguleika og þurftu
svarendur að velja eitt rétt svar af þremur eða fjór-
Tafla 1. Úrtak og svarhlutfalt.
Spuming 1-5 Spuming 6-11 Alls
Úrtak 650 600 1250
Búsettir eriendis/veikir/látnir 46 37 83
Endanlegt úrtak 604 563 1167
Neita aö svara 93 85 178
Næst ekki í 80 78 158
Fjöldi svarenda 431 400 831
Svarhlutfall 71,4% 71,0% 71,2%
um. Ekki voru allir spurðir sömu spurninga heldur
var hópnum skipt í tvennt, sumir fengu spurningar 1-
5 en aðrir 6-11. Þetta var gert til þess að hver þátttak-
andi fengi hóflega margar spurningar. Spurningar 1-5
voru lagðar fyrir um mánaðamótin október-nóvem-
ber 2002 en 6-11 í fyrri hluta nóvember 2002. Spyrlar
voru látnir meta trúverðugleika svara og ónothæfum
svörum var sleppt. Allar spurningar og svarmögu-
leikar eru birtir í viðauka.
Greiningarbreytur voru: Kyn, aldur, búseta, mennt-
un og fjölskyldutekjur. Svör voru flokkuð samkvæmt
greiningarbreytum, breytileiki hverrar um sig athug-
aður og kannað hvort munur væri marktækur. P-gild-
um marktækra niðurstaðna var skipt í fjóra flokka
(<0,05; <0,01; <0,005 og <0,001).
Til þess að fá yfirlit yfir áhrif bakrunnsbreytna var
gerð svonefnd trjágreining (e. decision tree analysis),
sem er fjölbreytugreining, þannig að athuguð eru
áhrif allra bakgrunnsbreytna í senn. Með því móti
fæst heildarmynd af áhrifum bakgrunnsbreytna á
þekkingu fólks á umræddum læknisfræðilegum hug-
tökum. Notað var Answer tree algrímið í SPSS við
trjágreininguna, en það byggist á að fyrst er fundin sú
bakgrunnsbreyta sem greinir mest á milli hópa, svo
sú sem greinir næstmest og koll af kolli þar til breyta
bætir ekki marktækt við aðgreininguna. Lögð voru
saman rétt svör hjá hverjum svaranda og þannig
fundin fylgibreyta til greiningar. Þessi breyta, sem
fjöldi réttra svara, speglar þekkingu fólks á hinum
læknisfræðilegu hugtökum. Þar sem þátttakendur
svöruðu ýmist fimm eða sex spurningum má segja að
hámarksfjöldi réttra svara sé að meðaltali 5,5. Til
einföldunar var fjöldi réttra svara settur á heiltölu-
kvarða með því að deila 1,1 í þessa breytu. Þá tekur
hún gildi á bilinu 0-5.
Niðurstöður og umræða
Þátttaka
Svarhlutfall í símakönnun var rúmlega 70%. Tafla I
sýnir úrtak, fjölda svarenda og svarhlutfall.
Rétt svör
Mynd 1 sýnir tíðni réttra svara hjá þeim sem fengu
spurningar þar sem spurt var beint en ekki með orða-
lagi læknis. Svör við hverri spurningu voru flokkuð
eftir kyni, aldri, búsetu, menntun og fjölskyldutekj-
um. Kannað var hvort marktækur munur væri með
tilliti til þessara breytna.
Hvað er bakflœði?
Þessari spurningu svöruðu 72,4% rétt. Marktækur
munur var með tilliti til aldurs og menntunar. Þannig
svöruðu 56% á aldrinum 16-24 ára rétt en 82% svör-
uðu rétt á aldrinum 25-34 ára og 45-54 ára (p<0,05).
Einnig kom í Ijós að 48% fólks með grunnskólapróf
svöruðu rétt en 85% með háskólapróf (p<0,01).
112 Læknablaðið 2004/90
J