Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2004, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 15.02.2004, Blaðsíða 17
FRÆÐIGREINAR / ORÐSKILNINGUR Aðrar breytur, það er kyn, búseta og fjölskyldutekjur, náðu ekki mun sem var marktækur. Þekking á bakflæði virðist vera góð. Ætla má að nýleg fræðsluherferð um sjúkdóminn hafi skilað ár- angri. Athygli vakti hversu mikill munur var milli ald- urshópa og stóðu yngstu svarendurnir mjög höllum fæti. Ef til vill er skýringa að leita í fjölmiðlanotkun. Fræðsla um bakflæði kom talsvert fram í blöðum og er hugsanlegt að yngsti hópurinn veiti slíku efni minnsta athygli. Mun er varðar mislanga skólagöngu má mögulega skýra með því að langskólagengnir séu líklegri til að tileinka sér fræðsluefni sem kynnt var í almenningsfræðslu um bakflæði. Einnig er hugsan- legt að þessi hópur hafi átt auðveldara með að skilja spurninguna og þess vegna virst standa sig betur. Hvað er lungnaþemba og hvað er langvinn lungna- teppa? Fyrri spurningunni svöruðu 24,9% rétt en þeirri seinni 41,9%. I spumingunni um lungnaþembu reynd- ist ekki marktækur munur með tilliti til aldurs, kyns, búsetu, menntunar eða fjölskyldutekna þótt athyglis- verð tilhneiging hafi komið fram. Þannig svöruðu 15% á aldrinum 45-54 ára og 16% á aldrinum 55-75 ára rétt en 23-36% yngri hópanna svöruðu rétt. Hvað varðar menntun og fjölskyldutekjur var meiri til- hneiging til réttari svara hjá fólki með háskólapróf (31%) og háar fjölskyldutekjur (44%) en hjá fólki með grunnskólapróf (16%) og tekjur lægri en 250 þúsund á mánuði (21%) en munur var eins og áður sagði ekki marktækur. Hvað varðar langvinna lungna- teppu þá var munur milli aldurshópa og svöruðu 59% í hópnum 25-34 ára rétt en aðeins 30% í yngsta hópnum (p<0,01). Að öðru leyti var ekki um mark- tækan mun milli hópa að ræða. Þekking á orðinu lungnaþemba var slök, aðeins fjórðungur þekkti það og enginn hópur skar sig úr. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að um 16 þúsund Is- lendingar þjást af langvinnri lungnateppu en lungna- þemba er ein orsök hennar. Hér er því á ferð algeng- ur og alvarlegur sjúkdómur. Langvinn lungnateppa er nýyrði sem er tilraun til að þýða enska heitið „chronic obstructive pulmonary disease“. Vitneskja yngstu þátttakendanna var hér minnst eins og í mörg- um öðrum spurningum. Nærtæk skýring á lítilli þekk- ingu er að nýyrði þurfa tíma til að festast í málinu. Sú skýring er hins vegar ekki haldbær í ljósi lítillar þekk- ingar á gamla orðinu lungnaþemba. Efla þarf fræðslu um þessa sjúkdóma sem skerða mjög lífsgæði í lang- an tíma en eru ekki endilega bráðdrepandi. Ungir Is- lendingar þurfa sérstaklega á þessari fræðslu að halda í tengslum við fræðslu um skaðsemi reykinga. Hvað eru sterar? Þessari spurningu svöruðu 39,7% rétt. Af þeim sem svöruðu rangt völdu flestir svarmöguleika sem sagði stera vera ólögleg og varasöm lyf, eða alls 51,3% svar- enda. Marktækur munur var á þekkingu mismunandi Mynd 1. Tíðni réttra svara. aldurshópa. Aðeins 19% á aldrinum 16-24 ára svör- uðu rétt en 55% á aldrinum 35-44 ára (p<0,005). Hér kom fram athyglisverður munur á skilningi fólks eftir því hvernig spurt var. Ef fólk var sett í þau spor að fá stera hjá lækni, svöruðu 63% rétt. Ef spurt var án þess að nefna lækni, svöruðu aðeins tæp 40% rétt og flestir sögðu stera hættuleg og ólögleg lyf. Konur svöruðu oftar rétt en karlar (46% á móti 33%) þótt munur hafi ekki verið marktækur. Yngsti hópur- inn taldi oftast að sterar væru ólöglegir og varasamir. Hafa ber í huga að spurningin er tvíræð og mælir fremur viðhorf en skilning. Við töldum rétt svar vera „sterk bólgueyðandi lyf“ en vissulega má segja að sterar séu við ákveðnar aðstæður hættulegir og ólög- legir. Þrátt fyrir að viðvera læknis sveigði skilning í átt að svarinu „bólgueyðandi lyf“ voru furðumargir sem töldu samt um ólögleg lyf að ræða, sérstaklega hjá yngstu svarendum. Orðið sterar er óheppilegt þar sem það á við um flokk efna sem eru í senn nauðsyn- leg hormón, lyf og ólögleg efni. Forðast ber notkun orðsins í samtölum við sjúklinga án frekari útskýr- inga. Baráttu gegn ólöglegri notkun stera þarf að halda áfram með fullum þunga en hjálpa almenningi samtímis að gera greinarmun á lækningum og lög- brotum í því efni. Hvað þýðir það þegar maður á að taka eina töflu tvisvar á dag? Þessu svöruðu 78,9% rétt. Ekki var marktækur mun- ur með tilliti til kyns, aldurs, búsetu, menntunar eða fjölskyldutekna. Athygli vakti að rúm 21% svarenda skyldu ekki þessi einföldu lyfjafyrirmæli þó svo að þetta orðalag sé mjög algengt í samskiptum lækna og sjúklinga. Þetta er einnig athyglisverð niðurstaða í ljósi þess hve mikilvægt er að lyf séu tekin rétt til þess að tryggja verkun þeirra, draga úr aukaverkunum og forðast sóun fjár. í starfsskipulagi heilbrigðisstarfsfólks þarf að gera ráð fyrir meiri tíma til að útskýra lyfjanotkun fyrir sjúklingum. Víða erlendis tíðkast að lyfjafræð- Læknablaðið 2004/90 113
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.