Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2004, Síða 18

Læknablaðið - 15.02.2004, Síða 18
FRÆÐIGREINAR / ORÐSKILNINGUR ingar, sérhæfðir í hagnýtri lyfjafræði, starfi á sjúkra- deildum og sjái alfarið um skömmtun og fræðslu. Slíkir lyfjafræðingar eru hins vegar aðeins örfáir á ís- landi. Einnig væri til bóta að breyta lyfjafyrirmælum á þann veg að í staðinn fyrir „ein tafla tvisvar á dag“ stæði „ein tafla á 12 klukkustunda fresti“. Hvað eru aukaverkamr? Hér svöruðu 67% rétt. Af þeim sem svöruðu rangt völdu flestir svarmöguleikann verkir vegna lyfjainn- töku, eða 22,3% svarenda. Ekki kom fram marktækur munur með tilliti til kyns, aldurs, búsetu, menntunar eða fjölskyldutekna. Öll lyf hafa einhverjar aukaverkanir og því ætti hugtakið að vera algengt umræðuefni lækna og sjúk- linga. Aukaverkanir lyfja og annarrar meðferðar eru oft vandmeðfarin mál og ekki bætir úr skák ef þriðj- ungur almennings veit ekki hvaða fyrirbæri þetta er. Reikna má með að þetta geti skapað óþarfa óþægindi og misskilning í samskiptum lækna og sjúklinga. Hvað er berkjubólga? Þessari spurningu svöruðu 68,1% rétt. Marktækur rnunur var milli kynja og eftir menntunarstigi og fjöl- skyldutekjum. Konur svöruðu rétt í 76% tilvika en karlar í 60% (p<0,05). Fólk með grunnskólapróf svaraði rétt í 56% tilvika en fólk með háskólapróf í 82% tilvika (p<0,005). Fólk með hærri fjölskyldu- tekjur en 550 þúsund á mánuði svaraði rétt í 88% tilvika en fólk með minna en 250 þúsund á mánuði svaraði rétt í 64% tilvika. Ef tekjur voru 250-399 þús- und á mánuði lækkaði rétt svarhlutfall í 57% (p<0,05). Ekki var marktækur munur með tilliti til aldurs eða búsetu. Berkjubólga er algengur kvilli og virðast flestir átta sig á hvað þetta orð þýðir. Sú niðurstaða að kon- ur, langskólagengnir og hátekjufólk sýni betri þekk- ingu er í samræmi við heildarniðurstöðu könnunar- innar. Hvað eru hvít blóðkorn? Hér höfðu 56,1 % svarenda rétt fyrir sér. Af þeim sem höfðu rangt fyrir sér svöruðu 16,4% að hvít blóðkorn tækju þátt í blóðstorku og 18,5% svöruðu að þau önnuðust súrefnisflutning. Marktækur munur var með tilliti til fjögurra breytna, allra nema kyns. Þrjá- tíu og sex prósent á aldrinum 55-75 ára svöruðu rétt en 69% á aldrinum 25-34 ára (p<0,05). Þrjátíu og fjögur prósent Reykvíkinga austan Elliðaáa svöruðu rétt en 79% vestan Elliðaáa (p<0,001). Fólk með grunnskólapróf svaraði rétt í 46% tilvika og fólk með grunnskólapróf og viðbótarmenntun í 43% tilvika en fólk með háskólapróf var með 74% rétt svarhlutfall (p<0,01). Einstaklingar með minni fjölskyldutekjur en 250 þúsund á mánuði svöruðu rétt í 34% tilvika en ef fjölskyldutekjur voru meiri en 550 þús reyndist rétt svarhlutfall 88% (p<0,001). Þegar talað er við sjúklinga urn rannsóknarniður- stöður er oft minnst á hvít blóðkorn. Greinilegt er að í næstum helmingi tilfella skilur fólk ekki hvað átt er við og því augljós hætta á misskilningi. Elsta hópnum gekk verst en meðal hans eru blóðrannsóknir senni- lega algengastar. Þegar minnst er á blóðkorn við sjúk- linga virðist mikilvægt að láta frekari skýringu fylgja. Hvað er sökk? Þessari spurningu svöruðu 32,6% rétt. Af þeim sem ekki svöruðu rétt völdu flestir möguleikann veit ekki, alls 42,1% svarenda. Marktækt fleiri konur (46%) en karlar (17%) svöruðu rétt (p<0,001). Fólk á aldrinum 16-24 ára hafði 11% rétt svarhlutfall en 55-75 ára 46% (p<0,01). Einstaklingar með grunnskólapróf svör- uðu rétt í 22% tilvika en 59% háskólamenntaðra völdu réttan svarmöguleika (p<0,005). Ekki var mark- tækur munur með tilliti til búsetu eða fjölskyldu- tekna. Sökk er dæmi um aðra algenga rannsóknarniður- stöðu sem nefnd er við sjúklinga og aðstandendur. Almennt virðist þekking á hugtakinu slök. Konur skilja þetta betur en karlar og má velta fyrir sér hvort skýringin geti verið hærri tíðni bandvefssjúkdóma meðal kvenna. Erlendar rannsóknir (3) sýna auk þess að konur eru fróðleiksfúsari um þessi efni og óska oftar eftir upplýsingum en karlar. Meiri þekk- ing í elsta hópnum miðað við þann yngsta gæti stafað af tíðari mælingum á sökki meðal eldri borgara. Skilja má lýsingu okkar svo að okkur þyki of fáir skilja orðin hvít blóðkorn og sökk. Svo er ekki endi- lega því að niðurstöðurnar má einnig túlka þannig að furðumargir þekki hugtökin. Hvað sem því líður er ljóst að ekki getur verið heppilegt að nota þessi orð í viðtölum við sjúklinga án frekari útskýringa. Hvað er sykursýki? Hér svöruðu 72,3% rétt. Af þeim sem svöruðu rangt töldu flestir að sykursýki stafaði af of lágum sykri í blóði, eða alls 24,1 % svarenda. Marktækur munur var með tilliti til aldurs og búsetu. Fólk 16-24 ára svaraði rétt í 56% tilvika en 88% 35-44 ára svöruðu rétt (p<0,005). Reykvíkingar austan Elliðaáa svöruðu rétt í 56% tilvika en 86% íbúa vestan Elliðaáa svör- uðu rétt (p<0,05). Ekki var marktækur munur með tilliti til kyns, menntunar eða fjölskyldutekna. Sykursýki virðist vel kynntur sjúkdómur. Hins vegar er áhyggjuefni hversu illa yngstu þátttakendun- um gekk með þessa spurningu. Einkenna insúlín- háðrar sykursýki verður yfirleitt fyrst vart hjá ungu fólki og því mikilvægt að sá hópur sé á varðbergi og þekki sjúkdóminn. Efla þarf fræðslu meðal ungs fólks. Hvað á best við um sýklalyf? Flestir rötuðu á rétt svar við þessari spurningu, eða 87%. Rúmlega fjögur prósent völdu kostinn notkun 114 Læknablaðið 2004/90
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.