Læknablaðið - 15.02.2004, Blaðsíða 31
FRÆÐIGREINAR / VISTUNARMAT ALDRAÐRA
Gott samræmi var milli heildarstiga úr vistunar-
mati og huglægs mats matshópsins og styrkir það for-
spárgildi vistunarmatsins um þörf fyrir vistun. Margir
þættir hafa fundist sem spá fyrir um vistun á hjúkr-
unarheimili. Helstu félagslegu þættirnir eru: að vera
ógiftur (7), lítil samskipti við fjölskyldu (8), lélegt
sjálfsmat (9). Aðrir spáþættir vistunar í hjúkrunar-
rými eru meðal annars hár aldur (7), skerðing á vits-
munum (7), færniskerðing (10) og kvenkyn (3).
Skoðað var sérstaklega hvort aldraðir, sem fluttu
úr þjónusturými yfir í hjúkrunarrými, væru að meðal-
tali með færri stig en þeir sem voru með fullt mat.
Meðalstig þeirra sem fluttu voru nánast þau sömu og
Tafla V. Samantekt um vistanir eftir sveitarfélögum.
Sveitarfélag/ Svæöi Meöalaldur viö vistun Félagslegar aöstæöur Líkamlegt atgervi Andlegt atgervi Færni Meöalstig viö vistun
Reykjavík Karlar Konur 82,6 ± 0,5 84,4 ± 0,4 20,6 ±0,7 20,5 ± 0,5 10,8 ± 0,3 10,7 ± 0,3 8,3 ±0,3 8,8 ± 0,3 15,9 ± 0,7 15,4 ± 0,5 55,7 ± 1,3 55,5 ± 1,0
Nágrenni Reykjavíkur Karlar Konur 82.9 ± 0,9 83.9 ±0,7 21,1 ± 1,0 21,2 ± 0,8 11,8 ± 0,8 11,7 ± 0,6 8,3 ±0,7 9,0 ± 0,6 15,8 ± 1,3 13,3 ± 1,6 57,0 ± 2,8 55,3 ± 2,2
Akureyri Karlar Konur 83.7 ± 1,5 84.7 ± 1,1 18,8 ± 1,1 18,7 ± 1,0 13,5 ± 0,8 12,4 ±0,7 11,5 ± 1,1 12,3 ± 1,1 19,7 ± 1,9 17,2 ± 1,5 63.5 ± 3,0 60.6 ± 2,8
Mynd 5. Lifun í hjúkrun-
arrými eftir hjúkrunar-
heimilum.
hinna og má því álykta að sömu kröfur séu gerðar til
þeirra sem fluttu á hærra þjónustustig innan stofnun-
ar og þeirra sem fluttu heiman frá sér. Sumir þeirra
sem fluttu heiman frá sér komu við á spítala áður en
þeir vistuðust.
Þegar skoðuð voru afdrif fólks eftir vistunarmat
kom fram að tiltölulega hátt hlutfall aldraða dó á
fyrsta árinu eftir mat án þess að komast á hjúkrunar-
heimili og á það sérstaklega við um karla en um 22%
karla dóu á fyrsta árinu á biðlistanum en hlutfallið
fyrir konur var 14%.
Borin voru saman heildarstig þeirra sem vistuðust
fyrst tvo mánuðina eftir vistunarmat og heildarstig
þeirra sem dóu fyrstu tvo mánuðina eftir vistunar-
mat. Ekki þarf að koma á óvart að þeir sem dóu
fyrstu tvo mánuðina voru aldraðir með há stig úr vist-
unarmatinu. Sama staða var uppi þegar þeir sem vist-
uðust á þriðja til áttunda mánuði voru bornir saman
við þá sem dóu án þess að vistast á þriðja til áttunda
mánuði. Þeir sem biðu enn eftir átta mánuði voru
með lægstu stigin úr vistunarmati og verður það að
teljast eðlilegt. Mikilvægt er að sem flestir sem eru í
þörf fyrir vistun eigi kost á því að vistast. Bætt for-
gangsröðun inn á hjúkrunarheimili þar sem veikasta
fólkið hefði forgang á vistun myndi leiða til lægri
meðaldvalartíma á hjúkrunarheimilum og gefa þann-
ig fleirum kost á vistun. Þetta væri hægt að gera með
því að nota spáþætti lifunar og setja þá í forgang sem
eiga skemmst eftir ólifað samkvæmt þeim. Það væri í
Biö (dagar) 400-i 300 1 T Reykjavík Kc Karlar 219 Konur 290 □ Karlar li pavogur Gar 235 188 □ Konur ÉjtJi öabær Hafnarfjöröur Akureyri L88 113 197 219 166 175
Mynd 6. Meðalbiðtími vistaðra eftir vistun í hjúkrunarrýmum.
Biö (dagar) ö-i 4- 2' □ Karlar □ Konur
Reykjavík Nágrenni Reykjavíkur Akureyri Karlar 2,5 2,9 2,2 Konur 3,1 3,9 3,5
senn siðferðilega sanngjarnt gagnvart hinum öldruðu
og fjárhagslega hagkvæmt fyrir samfélagið. Það kæmi
einnig til álita að endurskilgreina stig þarfar út frá
hlutlægum skilmerkjum sem lýstu samspili aldurs og
Mynd 7. Lifun í hjúkrun-
arrými eftir stofnunum
sveitarfélaga.
Læknablaðið 2004/90 127