Læknablaðið - 15.02.2004, Page 33
FRÆÐIGREINAR / VISTUNARMAT ALDRAÐRA
urlöndum og hefur það leitt til skilvirkari útskriftar
aldraðra af sjúkrahúsum eftir að sérhæfðri þjónustu
þar er lokið (16). Nú er það verulegt vandamál bæði
faglega og fjárhagslega, sérstaklega á Landspítala,
hversu lengi aldraðir þurfa að bíða eftir tilfærslu á
annað umönnunarstig, hvort heldur það er á stofnun
eða í heimahúsi.
Því hefur verið haldið fram að með því að leggja
meiri fjármuni í félagslega heimaþjónustu og heima-
hjúkrun sé hægt að minnka kostnað vegna dýrari úr-
ræða eins og vistunar í hjúkrunarrými og minnka
þannig heildarkostnað við umönnun aldraða. í
Bandaríkjunum var þetta kannað en útkoman olli
vonbrigðum þar sem kostnaður jókst (17-19). Ein lfk-
legasta skýringin á kostnaðaraukningunni var talin sú
að flestir þeirra sem nutu heimaþjónustu voru ekki í
þörf fyrir vistun í hjúkrunarrými (17) og fjölgaði
þannig í hópnum sem naut aðstoðar frá yfirvöldum.
Hugsanlega mætti draga úr líkum á kostnaðarauka
við heimaþjónustu með upptöku heimaþjónustumats
sambærilegu við vistunarmatið. Ef til vill mætti styðj-
ast við RAI hjúkrunarmatið en notagildi þess hefur
verið forprófað hér á landi (20). Þótt það hafi ef til
vill kostnaðarauka í för með sér fyrir ríkið að auka
við heimaþjónustuna frekar en stofnanaþjónustu þá
er óumdeilt að þorri aldraða vill frekar fá aðstoð
heima í stað þess að vistast á stofnun og aukast því
lífsgæði aldraðra við að bæta heimaþjónustuna. Einn-
ig lækkar ómældur kostnaður aðstandenda við það
að auka heimaþjónustu því að með henni fá þeir
meira svigrúm til annarra athafna, þar á meðal vinnu,
en margir hverjir þurftu að draga úr henni í kjölfar
veikinda nákomins aldraðs ættingja.
Einn helsti styrkleiki rannsóknarinnar er hinn
stóri rannsóknarhópur og það að hópurinn er laus við
valskekkju þar sem allir sem höfðu undirgengist vist-
unarmat á viðkomandi svæðum eru hafðir með í
rannsókninni. Annar styrkleiki er að gögn vistunar-
matsins ná yfir 10 ára tímabil. Áreiðanleiki vistunar-
matsins er líklega mestur í Reykjavík, þar sem flest
möt eru framkvæmd, og var því stuðst við vistunar-
möt í Reykjavík við mat á lifun.
Tíu ára uppgjör vistunarmatsins er um margt upp-
lýsandi. I fyrsta lagi má segja að gildi vistunarmatsins
sé staðfest með því sterka og rökrétta samhengi sem
sést milli stigagjafar og lifunar. I öðru lagi opnar þessi
greining möguleika á því að skilgreina stig þarfar
(þörf, brýn þörf, mjög brýn þörf) út frá samspili ald-
urs og stiga að frátöldum félagslegum stigum. í þriðja
lagi mætti koma ákveðnum ábendingum til stofnana
um að hafa inntöku í nánara samræmi við niðurstöð-
ur vistunarmats. í fjórða lagi sýnir munur á lifun á
hjúkrunarheimilum í Bandaríkjunum og á Islandi að
finna þarf leiðir til að stilla betur saman samfélags-
þjónustuna og styrkja hana þannig að hún geti ekki
aðeins sinnt almennri heimaþjónustu heldur einnig
sérhæfðari heimaþjónustu í ríkari mæli en nú er. í
framhaldi af þessi rannsók væri áhugavert að kanna
tengsl vistunarmatsins við RAI matið á hjúkrunar-
heimilum með tillili til hjúkrunarþyngdar.
Þakkarorö
Hrafni Pálssyni eru veittar sérstakar þakkir fyrir að
gera þetta verkefni mögulegt. Einnig eru Hermanni
Bjarnasyni og Oddnýju Vestmann í heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneyti, Sigríði Vilhjálmsdóttur hjá
SKÝRR, Ólafi Oddssyni og riturum á Landakoti
færðar bestu þakkir fyrir hjálpina.
Heimildir
1. Kassner E, Joanna M. Decisions, decisions: Service allocation
in home and community-based long-term care programs. A
four-state analysis. Washington DC, Public policy institute,
1996.
2. Jónsson PV, Björnsson S. Mat á vistunarþörf aldraðra. Lækna-
blaðið 1991; 77:313-7.
3. Jóhannesdóttir GB, Jónsson PV. Vistunarmat aldraðra í
Reykjavík 1992. Læknablaðið 1995; 81: 233-41.
4. O'Keeffe J. Determining the need for long-term care services:
An analysis of health and functional eligibility criteria in
medicaid home and community-based waiver program. Wash-
ington DC, Public policy institute, 1996.
5. Reglugerð um vistunarmat aldraðra. Stjórnartíðindi B deild.
1995; 660.
6. Norusis MJ. Spss 11.0 guide to data analysis. New Jersey:
Prentice Hall inc.; 2002.
7. Lee T, Kovner CT, Mezey MD, Ko IS. Factors influencing
long-term home care utilization by the older population:
Implications for targeting. Public Health Nurs 2001; 18: 443-9.
8. Osterweil D, Martin M, Syndulko K. Predictors of skilled
nursing placement in a multilevel long-term-care facility. J Am
Geriatr Soc 1995; 43:108-12.
9. Freedman VA. Family structure and the risk of nursing home
admission. J Gerontol B Psychol Sci Soc Sci 1996; 51: S61-9.
10. Smith GE, O'Brien PC, Ivnik RJ, Kokmen E, Tangalos EG.
Prospective analysis of risk factors for nursing home place-
ment of dementia patients. Neurology 2001; 57:1467-73.
11. Saliba D, Schnelle JF. Indicators of the quality of nursing
home residential care. J Am Geriatr Soc 2002; 50:1421-30.
12. Ólafsson L, Ólafsdóttir, Hjaltadóttir I, Jónsson PV, Þórhalls-
dóttir L. Sérhæfð heimaþjónusta Heilsugæslu í Reykjavík, Fé-
lagsþjónustunnar í Reykjavík og öldrunarsviðs LSH, handrit,
2002:1-6.
13. Corrado OJ. Hospital-at-home. Age Ageing 2001; 30 Suppl 3:
11-4
14. Burton LC, Leff B, Harper M, Ghoshtagore I, Steinwachs
DA, Greenough WB, 3rd, al e. Acceptability to patients of a
home hospital. J Am Geriatr Soc 1998; 46: 605-9.
15. Guðmundsdóttir H. Óformlegur og formlegur stuðningur sem
langlífir íslendingar sem búa á eigin heimilum njóta með hlið-
sjón af fæmi. Hjúkrunarfræðideild 2003:107.
16. Sletvold O, Tilvis R, Jonsson A, Schroll M, Snaedal J, Engedal
K, et. al. Geriatric work-up in the nordic countries. The nordic
approach to comprehensive geriatric assessment. Dan Med
Bull 1996; 43: 350-9.
17. Weissert W, Chemew M, Hirth R. Titrating versus targeting
home care services to frail elderly clients: An application of
agency theory and cost-benefít analysis to home care policy. J
Aging Health 2003; 15: 99-123.
18. Weissert WG, Cready CM, Pawelak JE. The past and future of
home- and community-based long-term care. Milbank Q 1988;
66: 30988.
19. Weissert WG, Hedrick SC. Lessons learned from research on
effects of community-based long-term care. J Am Geriatr Soc
1994; 42: 348-53.
20. Jónsson PV, Guðmundsdóttir H, Friðbjörnsdóttir F, Haralds-
dóttir M, Ólafsdóttir, Jensdóttir AB, et al. Heilsufar, hjúkrun-
arþörf og lífsgæði aldraðra sem nutu heimaþjónustu heilsu-
gæslunnar 1997. Læknablaðið 2003; 89: 313-8.
Læknablaðið 2004/90 129