Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.2004, Qupperneq 48

Læknablaðið - 15.02.2004, Qupperneq 48
FRÆÐIGREINAR / STARFSREGLUR LEITARSTÖÐVAR B. Brjóstakrabbameinsleit 1. Skipulag hópleitar Leitin fer fram með brjóstaröntgenmyndatöku (brjósta- myndun), lœknisskoðun á brjóstum í vissum tilvikum, og sjálfskoðun brjósta. 1.1. Röntgenmyndataka. Röntgenmyndataka (ein eða tvær myndir af hvoru hrjósti) fer fram á tveggja árafresti (lágmark 18 mánuðir) í aldurs- hópnum 40-69 ára. Heimilt er þó að stytta bilið niður í allt að eitt ár: (a) þegar nauðsynlegt er að samræma leit að leg- háls- og brjóstakrabbameini, (b) fyrstu árin eftir meðferð við brjóstakrabbameini (sbr. 2.3) og (c) hjá konum sem hafa verið í sérstöku eftirliti röntgendeildar eða fengið leyfi röntgenlæknis af annarri ástæðu. Ekki er talið ráðlegt að taka hópleitarmyndir af einkenna- lausum þunguðum konum, né heldur eftir barnsburð fyrr en liðnir eru a.m.k. þrír mánuðir frá því að brjóstagjöf lýkur. 1.2. Læknisskoðun. Brjóst kvenna skulu þreifuð ef kona óskar þess sérstaklega eða hefur fundið nýjan eða vaxandi hnút eða þéttingu, nýleg- an inndrátt, glœra eða blóðlitaða útferð úr geirvörtu, eða sár eða útbrot á henni. Ef kona sem kemur í hópleit gefur upp slík einkenni skal það staðfest af skoðunarlœkni sem merkir þá við „ Brjóstamyndun - klínísk“ á eyðublaðið, skráir skoðun sína í athugasemdadálk skoðunar (sjá 2.1) og merkir jafn- framt á mynd. Finnist áþreifanlegur hnútur eða þétting skal jafnframt merkt við brjóstaástungu, þótt endanlegt mat á þörf fyrir hana sé síðan að öðru jöfnu í höndum röntgenlæknis. Varðandi staðfest einkenni í'rá geirvörtu vísast til liðs 2.1.3. Séu einkenni hins vegar ekki til staðar að mati læknis, merkir hann við „Brjóstamyndun - hópleit“, en jafnframt er æskilegt að hann skrái sem athugasemd neðan við mynd- ina hvar konan telur sig hafa fundið einkenni, einkum hnút eða inndrátt. 13. Sjálfskoðun. Lögð skal áhersla á að (a) kenna konum sjálfskoðun brjósta og hvetja til reglulegrar iðkunar hennar, svo og að (b) leita strax lœknis efvart verður við ný eða vaxandi einkenni. 1.4. Konur 30-39 ára. Hjá þessum konum má taka hópleitarmyndir, ef eftirtalin atriði eru fyrir hendi: 1.4.1. Brjóst eru erfið í þreifingu (stór, þétt eða þrymlótt). 1.4.2. Mikill ótti er við sjúkdóminn vegna ættarsögu eða annarra áhættuþátta (sjá lið 1.4.3.). í báðum ofangreindum tilvikum (lið 1.4.1. og 1.4.2.) skal skoðunarlæknir merkja við „Brjóstamyndun - hópleit“ og skrá athugasemdir. Lágmarkstími milli slíkra hópleitar- mynda er 12 mánuðir, en ekki er mælt með reglubundinni myndatöku á þessum aldri. 1.4.3. Tilvísun frá væntanlegri erfðagreiningarmóttöku Landspít- ala (samkvæmt reglum sem mótaðar verða í samráði við lækna leitarsviðs Krabbameinsfélagsins). 2. Klínísk brjóstaröntgenmyndataka 2.1. Tilmæli varðandi klínískar ábendingar. Klínísk myndataka (tvær eða þrjár myndir af hvoru brjósti, ásamt sérmyndum, þreifingu og ómskoðun að mati rönt- genlæknis) skal gerð á röntgendeild (ekki í fartæki á heilsu- gæslustöð) í stað hópleitarmyndatöku á öllum konum 30 ára og eldri (sjá lið 2.2.), ef eftirtalin einkenni eru fyrir hendi við skoðun brjósta: 2.1.1. Nýr eða vaxandi hnútur, greinileg þétting eða afmarkaður þrymill. Jafnframt skal konu vísað til brjóstaástungu í kjöl- far myndgreiningar (sbr. lið 1.2). 2.1.2. Nýlegur inndráttur geirvörtu eða í húð. 2.1.3. Blóðlituð eða glœr útferð úr geirvörtu eða sár eða útbrot á henni. í báðum tilvikum skal tekið strok frá geirvörtu og síðan beðið um tíma í mjólkurgangarannsókn ef tilefni er til (rauð blóðkorn eða frumur grunsamlegar um papilloma í útferð) en konu vísað í skurðsýnistöku frá geirvörtu ef grunur er um Paget’s sjúkdóm. Sama gildir ef kona verður vör við einhver einkenni sem nefnd eru í ofangreindum liðum milli koma í hópleiteða þau uppgötvast á annan hátt enda séu þau staðfest áður við lœkn- isskoðun. 2.2. Konur yngri en 30 ára, þungaðar konur eða með barn á brjósti. Þessar konur eiga yfirleitt að fara fyrst í ómskoðun og ástungu, ef þær falla undir lið 2.1.1 eða 2.1.2, en síðar í klín- íska brjóstaröntgenmyndatöku ef þær rannsóknir gefa tilefni til að mati röntgenlæknis. Óski skoðunarlæknir eftir röntgen- myndatöku í slíkum tilvikum skal hann hafa um það samráð við röntgenlækni. Um útferð úr geirvörtu og sár eða útbrot á henni gildir sama og hjá eldri konum, sbr. 2.1.3. 2.3. Eftirlit eftir brjóstakrabbamcinsmcðferð. Eftir aðgerð á brjósti vegna brjóstakrabbameins er mælt með árlegri brjóstaröntgenmyndatöku í a.m.k. fimm ár, en síðan á tveggja ára fresti. Eindregin tilmæli eru um að slíkt eftirlit fari fram sem venjuleg hópleit, nema klínísk ein- kenni gefi tilefni til annars. 3. Sérskoðun brjósta í Leitarstöð er starfrækt sérstök móttaka fyrir konur með klínísk brjóstavandamál, og starfa þar læknar sérfróðir um brjóstasjúkdóma, í náinni samvinnu við lækna Röntgen- deildar. Til þessarar móttöku er beint konum sem leita vegna grunsamlegra einkenna frá brjóstum (konum eldri en 30 ára með beiðni frá læknum Leitarstöðvar eða utan hennar má þó vísa beint í klíníska myndatöku eingöngu, nema beðið hafi verið jafnframt um sérskoðun á brjósta- 144 Læknablaðið 2004/90
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.