Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2004, Blaðsíða 57

Læknablaðið - 15.02.2004, Blaðsíða 57
UMRÆÐA & FRÉTTIR / EVRÓPURÉTTUR Réttur til læknismeðferðar utan heimalands vegna óhæfilegrar biðar eftir aðgerð Þann 1. október síðastliðinn var kveðinn upp dómur í Bretlandi um ofangreint sem talinn er hafa mikla þýðingu fyrir sjúklinga á biðlistum í Bretlandi og Evr- ópusambandinu. Dómstóllinn dæmdi að sjúklingar á breskum biðlistum sem þyrftu að bíða óhæfilega lengi ættu að eiga kost á læknismeðferð innan Evrópusam- bandsins á kostnað heimalandsins. Fjallað var sér- staklega um hvað væri „óhæfileg bið“. Talið var að við mat á hvað væri „óhæfileg bið“ ætti að fara eftir lækn- isfræðilegu mati. í því sambandi þyrfti að meta hvern sjúkling sérstaklega og taka tillit til allra hans að- stæðna, svo sem hversu mikill sársauki fylgi ástandi viðkomandi og eðli og umfangs sjúkleika að öðru leyti. Heimaland verði að samþykkja meðferð erlend- is þegar ekki er hægt að veita meðferðina heima. í málinu reyndi á rétt 72 ára gamallar konu, Yvonne Watts, til að fara í mjaðmaaðgerð í Frakk- landi þar sem biðlistinn var mun styttri en í Bretlandi. Bresk yfirvöld höfnuðu beiðninni þar sem biðtíminn sem var 15 mánuðir var í samræmi við það markmið sem bresk stjórnvöld höfðu sett vegna biðlista eftir mjaðmaaðgerðum. Lögmaður Watts hélt því fram í málinu að við mat á hvað teldist „óhæfileg bið“ væri rangt að miða við tiltekin markmið stjórnvalda um biðtíma. I málinu var vísað til tveggja nýlegra dóma Evrópudómstólsins, C-157/99 og C-358/99 (frá októ- ber 2002), þar sem staðfestur var réttur sjúklinga til að leita sér læknisþjónustu utan heimalands þegar um væri að ræða „óhæfilega bið“. I þessum málum var kveðið á um að við mat á hvað teldist „óhæfileg bið“ eftir læknisaðgerð ætti að fara eingöngu eftir læknis- fræðilegu mati á hvað teldist forsvaranlegt. I máli Yvonne Watts lá fyrir að hún hafði stöðuga verki og var bundin hjólastól. Því var ekki talið lækn- isfræðilega forsvaranlegt að hún þyrfti að bíða í 15 mánuði eftir mjaðmaaðgerð þótt sá tími væri í sam- ræmi við markmið stjórnvalda. Gunnar Ármannsson Höfundur er framkvæmdastjóri LÍ. Fræðslufundur Félags áhugamanna um sögu læknisfræðinnar Félag áhugamanna um sögu læknisfræð- innar heldur fræðslufund miðvikudaginn 11. febrúar2004. Fundurinn hefst klukkan 20:00 og er haldinn í Hringsal á Barnaspít- ala Hringsins, Landspítala. Fyrirlesari kvöldsins er Unnur Birna Karlsdóttir sagnfræðingur. Efni fundarins er: Ófrjósemisaðgerðir á íslandi árin 1938- 1975 skv. löguni 16/1938 eða eins og í þeim segir: „Að heimila, í viðeigandi tilfellum, aðgerðir til að koma í veg fyrir að fólk auki kyn sitt.“ Unnur Birna hlaut styrk frá Félagi áhugamanna um sögu læknisfræðinnar og Þjóðminjasafni íslands við gerð þessarar rannsóknar. Styrkurinn er kenndur við prófessor Jón Steffensen og er ætlaður til að vinna að rannsóknum á sögu læknis- fræðinnar. Fyrirlesturinn er opinn öllum áhuga- mönnum um efnið. Læknablaðið 2004/90 153
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.