Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.2004, Page 61

Læknablaðið - 15.02.2004, Page 61
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LÆKNADAGAR vart að flensan hætti að hafa viðkomu í svínum og barst beint úr fuglum í menn. Við það varð hún erfið- ari viðfangs og það glíma menn við þessa dagana þar eystra. Magnús sagði gífurlega mikilvægt að rannsaka smitsjúkdóma og þróa varnarviðbrögð við þeim. Út- breiðsla þeirra getur haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir efnahagslíf landa sem fyrir henni verður. Nefndi hann sem dæmi að tjónið sem varð af HABL sé met- ið á stjarnfræðilega upphæð sem myndi nægja til að standa straum af rekstrarkostnaði Landspítalans í 500 ár. Það er því allnokkuð í húfi. Heilbrigði eykur hagvöxt Eins og á þessu sést fléttast hagfræðin víða saman við læknavísindin þessa dagana. Áhuginn á hagfræðilegri hlið heilbrigðismála leyndi sér heldur ekki á Lækna- dögum því það erindi sem ég hef oftast heyrt menn vitna til hélt Þorvaldur Gylfason hagfræðiprófessor við Háskóla íslands á síðdegismálþingi fimmtudags- ins. Þorvaldur ræddi fyrst nokkuð um skipulag heil- brigðisþjónustu sem hann sagði að mætti alveg breyta hér á landi. Útgjöld hins opinbera til heil- brigðismála væru mikil og með því hæsta sem gerist í heiminum en útgjöld einstaklinga og einkafyrirtækja með því lægsta sem þekkist innan OECD. Þessu hlut- falli taldi Þorvaldur brýnt að breyta til að auka jafn- vægið í heilbrigðiskerfinu. Það var líka á honum að heyra að hin miklu opin- beru útgjöld ykju vald stjórnmálaflokkanna yfir heilbrigðiskerfinu og það væri ekki alltaf til góðs. Sagði hann það sérstakt einkenni á íslenska heil- brigðiskerfinu hversu mikil völd stjórnmálaflokk- anna væru þar og nefndi sem dæmi heimasíður ann- ars vegar Karólínska sjúkrahússins í Svíþjóð og hins vegar Landspítalans. Sænska sjúkrahúsið kynnti stjórnarmenn sína með því að leggja áherslu á sterka stöðu þeirra í atvinnulífinu enda væru þar forstjórar margra helstu stórfyrirtækja landsins. Stjórnarmenn Landspítalans væru á hinn bóginn kyrfilega merktir listabókstöfum flokkanna og fyrir þeim hefði til skamms tíma farið sveitarstjóri Grýtubakkahrepps. Mesta athygli vakti þó sú kenning Þorvalds að út- gjöld til heilbrigðismála ykju beinlínis hagvöxt. Með því að kanna fylgni þeirra útgjalda við hagvöxt í lönd- um heims komst hann að þeirri niðurstöðu að aukn- ing heilbrigðisútgjalda sem næmi 2,5% af vergri landsframleiðslu væri líkleg til að auka hagvöxt um 1%. Hann sagði að aukin menntun og heilbrigði héldust í hendur og hvort tveggja stuðlaði að auknum hagvexti. Hann var spurður að því hvort ekki væru einhver takmörk fyrir því sem þjóðir gætu eytt í heil- brigðismál og svarið var að hann kæmi ekki auga á þau. Nefndi hann sem dæmi að Bandaríkjamenn verðu töluvert hærra hlutfalli þjóðartekna sinna til heilbrigðismála en allar aðrar þjóðir og ekki væri hægt að kvarta yfir hagvextinum þar í landi. Sitthvað hafast menrt að, sumir í hollustunni en aðrír ekki eins og gengur. Spurningar og reiptog Með þessi bjartsýnisorð Þorvalds Gylfasonar í huga héldu menn áfram að ræða allar hliðar heilbrigðis- mála og linntu því ekki fyrr en á laugardagskvöldið þegar árshátíð LR fór fram með miklum tilþrifum á Hótel Islandi. Meira að segja spurningakeppni tveggja harðsnúinna liða sem var endapunktur fræðsluvikunnar snerist um sjúkdómsgreiningar. Þar kom reyndar í ljós að reynslan og aldurinn skipti máli þegar úrslitin réðust, ekki krafturinn í reiptoginu. Hér látum við staðar numið í bili frásögn af Læknadögum en tökum upp þráðinn að nýju í næsta blaði. Samúel og Sólveig Samúelsbörn ásantt Sigtryggi Magnasyni með Ijóðabókina Bónusljóð sem Andri Snœr Magnason las upp úr. Listrænar afurðir lækna Kjallarakvöldið í Þjóðleikhúskjallaranum Geta lœknar afsér list? sem haldið var miðvikudagskvöldið 21. janúar í tengslum við Lækna- dagana gerði mikla lukku viðstaddra. Það var fremur fámennt en góð- mennt, en þessi menningarsamkunda á örugglega eftir að verða vinsæl í framtíðinni þegar hefð hefur skapast fyrir því að mæta. Tríó Ólafs Stolzenwalds lék frábæran djass, Andri Snær Magnason las upp úr ljóðum sínum, auk þess sem hann gaf okkur mjög kómíska sýn á það hvernig það er að koma úr fjölskyldu þar sem alll úir og grúir af lækn- um og hjúkrunarfræðingum. Hann gerði þetta á svo skemmlilegan hátt að hann gaf bestu grínurum landsins ekkert eftir. Síðan sungu og spil- uðu Sólveig og Samúel Samúelsbörn nokkur lög. Þau skiluðu þessu af mikilli fagmennsku, fegurð, innlifun og góðri túlkun. Það verður gaman að fá að hlusta á þau aftur. Sem sagt fyrsta flokks prógramm á fyrsta Kjallarakvöldinu, ekki að spyrja að undirbúningnum hjá Jóni Steinari. Vonandi verða þau fleiri Kjallarakvöldin í framtíðinni. Ólöf Sigurðardóttir Læknablaðið 2004/90 157

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.