Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.2004, Qupperneq 65

Læknablaðið - 15.02.2004, Qupperneq 65
S MAS JAI N hagræðingu og skilvirkni í heilbrigðisþjón- ustu. í framhaldi af rafræna læknabréfinu verða tekin fleiri skref á Akureyri. Næst verður reynt að senda tilvísanir frá heilsu- gæslustöðvum inn á spítalann með rafræn- um hætti. Það er verið að gera tilraunir með að hætta að skrifa út myndgreiningasvör og í framhaldi af því er ætlast til þess að röntgenbeiðnir berist með rafrænum hætti. Reyndar verður á næstu vikum sett upp raf- rænt umhverfi til sýningar á stafrænum röntgenmyndum á FSA. Þorvaldur bætir því við að fyrir liggi að taka ákvörðun um vefrænt viðmót rann- sóknardeildar þannig að bæði verði hægt að panta og skoða rannsóknasvör með rafræn- um hætti. Þá hefur lítill hópur lækna notað rafræna lyfseðla að undanförnu og verður það fyrirkomulag tekið upp víðar um leið og Saga breiðist út um spítalann. Síðast en ekki síst hafa stjórnendur FSA horft út fyrir veggi spítalans og hafa mikinn áhuga á að tengjast öðrum stofnunum, ekki síst á Norður- og Austurlandi. Raunar er komið á samstarf við heilsugæsluna á Akureyri og búið að tengja FSA við Fleilbrigðisstofnun Þingeyinga á Húsavík. Næsta skrefið verður að tengjast lengra austur á bóginn. Horft inn á við á Landspítala Baldur Johnsen sviðsstjóri upplýsingasviðs Landspítalans sagði í stuttu spjalli við blað- ið að Sögu-kerfið væri í notkun á nokkrum deildum en stefnan væri að koma nýrri út- gáfu kerfisins í notkun á öllum deildum fyr- ir lok þess árs. Hann sagði að Saga væri raunar meira en tölvukerfi því það hefði augljóslega mikil áhrif á störf fólks og væri stórt skref fram á við í tækniþróuninni. Baldur sagði að fram til þessa hefði ein- göngu verið horft inn á við í tölvuþróun spítalans og að enginn utan spítalans hefði rafrænan aðgang að upplýsingum þaðan. Það helgaðist ekki síst af sjónarmiðum per- sónuverndar en einnig liti spítalinn svo á að það væri hlutverk ráðuneytisins að tengja stofnanir saman með Heilbrigðisnetinu. Af þessari stuttu samantekt sést að það er ýmislegt að gerast inni á stofnunum heil- brigðiskerfisins í þá veru að bæta rafræna skráningu. Hins vegar er það eins og oft vill verða ríkið sem fer sér hægt í því að koma á nauðsynlegri samhæfingu og samtengingu svo allt kerfið, jafnt starfsmenn sem sjúk- lingar, fái notið þeirra gæða sem rafræn skráning getur haft í för með sér. Siðfrœði nfi Og dauda Vilhjálmur Árnason Siðfræði lífs og dauða endurútgefin Fyrir rúmum áratug gaf Vilhjálmur Arnason heimspekiprófessor út bók- ina Siðfrœði lífs og dauða. Hlaut hún góðar viðtökur og var höfundi sýndur ýmiss sómi, svo sem viðurkenning Hagþenkis og tilnefning til íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2003. Nú er þessi bók komin út aftur, aukin og endurbætt. I frétt frá Háskólaútgáfunni segir meðal annars að Vilhjálmur fjalli „um öll helstu siðferðileg álitamál í heilbrigðisþjónustu á ítarlegan en að- gengilegan hátt.... þagnarskyldu, rétt- indi sjúklinga, rannsóknir á fólki, fósturgreiningu, fóstureyðingar, líf- færaflutninga, líknardráp og réttláta heilbrigðisþjónustu. ... Rauði þráð- urinn í málflutningi Vilhjálms er kraf- an um að virða sjúklinginn sem mann- eskju.“ Höfundur segir í formála að hann hafi endurskoðað bókina með hlið- sjón af þeim öru breytingum sem orðið hafa í heilbrigðismálum undan- farin ár. Þar á hann bæði við læknis- fræðileg efni á borð við erfðarann- sóknir, tæknifrjóvgun og fósturvísa- rannsóknir sem og pólitískari efni eins og gagnagrunna, forgangsröðun og mótun heilbrigðisstefnu. Háskólaútgáfan gefur út bókina en hún er 379 blaðsíður og fæst bæði innbundin og í kiljuformi. Sveigjanlegur eftirlaunaaldur eftir 15 ára bið Allt frá því landlæknir birti niður- stöður Hjartaverndar í Fylgiriti Land- læknisembættisins 1990 um verulega hagstæða breytingu á heilsufari eldra fólks á árunum 1967-1985 fylgdi krafan um sveigjanleika eftirlaunaaldurs. í ljós kom að í heild hafði hjarta- og lungna- starfsemi fólks breyst til batnaðar, svo sem blóðfita, blóðþrýstingur lækkað, lungnastarfsemi batnað og dánartíðni vegna kransæðasjúkdóma og heilablæð- ingar lækkað verulega á aldrinunt 40-74 ára. Þessar breytingar tengjast án efa breyttum lífsstíl, meiri hreyfingu (trimm- herferð ÍSÍ hófst í samvinnu við Hjarta- vernd 1970), minni reykingum, lengri skólagöngu og fleira. í kjölfar tillögu landlæknisembættis samþykkti alþingi þingsályktunartillögu allra flokka um að skoða málið árið 1990 en málið koðnaði niður. FEB tók málið aftur upp 2001 og þetta var eitt af málum sem samþykkt voru á fundum eldri borgara og ríkisstjórnar 2002. Guðmundur Hall- varðsson tók nýlega upp málið á þingi. Nefnd alþingismanna undir hans for- ystu hefur lagt til að eftirlaunaaldur verði hækkaður upp í 72 ár. FEB hefur skorað á atvinnurekendur að gefa fólki kost á sveigjanlegum eftir- launaaldri, meðal annars sem hlutastarf 64-74 ára. Nú hefur heilbrigðisráðherra skipað nefnd með fulltrúa frá Lands- sambandi eldri borgara er semja skal frumvarp um málið fyrir vorþing 2004. Ólafur Ólafsson Formaður Félags eldri borgara Læknablaðið 2004/90 161
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.