Læknablaðið - 15.02.2004, Page 69
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SÁTTMÁLI UM FAGMENNSKU
Skuldbinding til að vinna að réttlátrí dreifingu á þjón-
ustu sem er takmörkunum háð
Jafnframt því að sinna þörfum einstakra sjúklinga er
þess krafist af læknum að þeir veiti þjónustu sem
byggir á skynsamlegri og hagkvæmri stýringu á klín-
ískum þjónustuþáttum sem takmarkað framboð er á.
Þeir ættu að leggja sig fram um að vinna með öðrum
læknum, sjúkrahúsum og greiðendum þjónustunnar
að þróun leiðbeininga sem stuðla að hagkvæmri
þjónustu. Fagleg ábyrgð lækna á að þjónustan sé
skynsamleg og við hæfi krefst þess að sneitt sé hjá
óhóflegum rannsóknum og aðgerðum. Þarflaus þjón-
usta eykur ekki einungis líkur á mögulegum skaða og
óþörfum útgjöldum, heldur leiðir hún til minna
framboðs á þjónustu öðrum til handa.
Skuldbinding gagnvart vísindalegrí þekkingu
Samskipti lækna við samfélagið byggja að miklu leyti
á heiðarleika og viðeigandi notkun vísindalegrar
þekkingar og tækni. Læknum ber skylda til að halda
uppi vísindalegum stöðlum, stuðla að vísindarann-
sóknum og sköpun nýrrar þekkingar og tryggja við-
eigandi notkun hennar. Stéttin ber ábyrgð á sann-
leiksgildi þessarar þekkingar sem er byggð á vísinda-
legum grunni og reynslu lækna.
Skuldbinding til að viðlialda trausti með því að takast
á við hagsmunaárekstra
Læknar og fagfélög þeirra standa oft frammi fyrir
hættu á að rýra faglega ábyrgð með því að sækjast
eftir einkahagnaði og persónulegum ávinningi. Sér-
stök hætta er á slíkum skaða í samskiptum einstak-
linga eða félagasamtaka við fyrirtæki sem rekin eru í
hagnaðarskyni, svo sem framleiðendur lækninga-
tækja, tryggingafyrirtæki og lyfjafyrirtæki. Læknum
ber skylda til að átta sig á og gera opinberlega grein
fyrir og takast á við hagsmunaárekstra sem koma
upp í tengslum við faglegar skyldur þeirra og störf.
Samband milli fyrirtækja og áhrifamanna í lækna-
stétt á að gera opinbert, sérstaklega þegar þeir síðar-
nefndu ákveða skilmerki fyrir framkvæmd og birt-
ingu klínískra rannsókna, skrifa ritstjórnargreinar ell-
egar meðferðarleiðbeiningar, eða gegna stöðu rit-
stjóra vísindatímarita.
Skuldbinding til að bera faglega ábyrgð
Til þess er ætlast af læknum að þeir hafi samvinnu um
að tryggja að þjónusta við sjúklinga sé eins góð og
kostur er. Enn fremur að þeir beri virðingu hver fyrir
öðrum og taki þátt í innra eftirliti, þar á meðal að
beita viðurlögum gegn starfsbræðrum sem standast
ekki faglegar kröfur ásamt því að sinna endurmennt-
un þeirra. Læknastéttin ætti að skilgreina og skipu-
leggja menntun og gæðastaðla fyrir núverandi og
verðandi lækna. Læknum ber skylda til þess að taka
þátt í þessu ferli. í þeirri skyldu felst meðal annars að
taka þátt í innra mati og gangast undir utanaðkom-
andi skoðun á öllum þáttum faglegrar frammistöðu.
Samantekt
Nú á tímum stendur læknisfræðin frammi fyrir fjöl-
mörgum áður óþekktum áskorunum í nánast öllum
menningarheimum og þjóðfélögum heimsins. Af
þessum áskorunum ber hæst vaxandi misræmi milli
réttmætra þarfa sjúklinga og þjónustuþátta sem eru
fyrir hendi til að mæta þessum þörfum, vaxandi áhrif
markaðsafla við umbreytingu heilbrigðiskerfa og sú
freisting fyrir lækna að láta virðingu fyrir því að hags-
munir sjúklingsins séu í fyrirrúmi víkja.
Til að viðhalda trúnaði í samskiplum lækna og sam-
félagsins á þessum umbrotatímum álítum við að lækn-
ar verði að leggja áherslu á skyldu sína við grundvall-
arþætti fagmennskunnar sem á bæði við um persónu-
legar skyldur þeirra gagnvart velferð sjúklinga sem og
sameiginlegt framtak til að bæta heilbrigðiskerfið með
aukna velferð samfélagsins að leiðarljósi. Þessum
„Sáttmála um fagmennsku í læknisfræði“ er ætlað að
hvetja til slíkrar helgunar og stuðla að frekari vexti og
framþróun læknisfræðinnar sem faggreinar.
Þátttakendur í verkefninu „Fagmennska í læknisfræöi"
ABIM Foundation:Troy Brennan, MD, JD (verkefnisstjóri), Brigham and Women's .
Hospital, Boston, Massachusetts, Bandaríkjunum; Linda Blank (starfsmaöur verk-
efnis), ABIM Foundation, Philadelphia, Pennsylvania, Bandaríkjunum; Jordan
Cohen, MD, Association of American Medical Colleges, Washington, DC, Banda-
ríkjunum; Harry Kimball, MD, American Board of Internal Medicine, Philadelphia,
Pennsylvania, Bandaríkjunum og Neil Smelser, PhD, University of California,
Berkeley, Califomia, Bandaríkjunum.
ACP-ASIM Foundation: Robert Copeland, MD, Southern Cardiopulmonary Associ-
ates, La Grange, Georgia, Bandaríkjunum; Risa Lavizzo-Mourey, MD, MBA, Robert
Wood Johnson Foundation, Princeton, New Jersey, Bandaríkjunum og Walter
McDonald, MD, American College of Physicians-American Society of Intemal
Medicine, Philadelphia, Pennsylvania, Bandaríkjunum.
European Federation of Internal Medicine: Gunilla Brenning, MD, University
Hospital, Uppsölum, Svíþjóö; Christopher Davidson, MD, FRCP, FESC, Royal
Sussex County Hospital, Brighton, Englandi; Philippe Jaeger, MB, MD, Centre
Hospitalier Universitaire Vaudois, Lausanne, Sviss; Alberto Malliani, MD, Universitá
di Milano, Mílanó, Ítalíu; Hein Muller, MD, PhD, Ziekenhuis Gooi-Noord,
Rijksstraatweg, Hollandi; Daniel Sereni, MD, Höpital Saint-Louis, París, Frakklandi
og Eugene Sutorius, JD, Faculteit der Rechts Geleerdheid, Amsterdam, Hollandi.
Sérlegir ráðgjafar: Richard Cruess, MD, og Sylvia Cruess, MD, McGill University,
Montreal, Kanada, og Jaime Merino, MD, Universidad Miguel Hernández, San Juan
de Alicante, Spáni.
Læknablaðið 2003/89 165