Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.2004, Side 78

Læknablaðið - 15.02.2004, Side 78
 OFLUGT LYF VIÐ HAÞRYSTINGI Lopress Hver tafla inniheldur: Losartanum INN, kalíumsalt, 12,5 mg eöa 50 mg. o Omega Farma Ábendingar: Háþrýstingur. Hjartabilun þegar meðferð með ACE-hemlum er ekki lengur talin henta. Ekki er mælt með að skipta yfir í meðferð með lósartan ef hjartasjúklingar eru í jafnvægi á ACE-hemlum, Skammtar og lyfjagjöf: Skammtar eru einstaklingsbundnir. Skammtastærðir handa fullorönum: Háþrýstingur: Venjulegur upphafs- og viðhaldsskammtur fyrir flesta sjúklinga er 50 mg einu sinni á dag. Lósartan má gefa einu sinni á dag eða tvisvar á dag og heildarskammtur er á bilinu 25-100 mg á dag. Ef ekki fæst nægjanlega góð stjórnun á blóðþrýstingnum með því að gefa lósartan einu sinni á dag, getur verið betra að skipta skammtinum í tvennt eða auka hann í 100 mg einu sinni á dag. Hámarksblóðþrýstingslækkandi áhrif lyfsins nást 3-6 vikum eftir að meðferð er hafin. Nota skal 25 mg upphafsskammt, einu sinni á dag, handa sjúklingum með minnkað blóðrúmmál t.d. þeim sem meðhöndlaðir eru með stórum skömmtum af þvagræsilyfjum og þeim sem hafa sögu um skerta lifrarstarfsemi (sjá Varnaðarorð og varúðarreglur). Ekki er þörf á að breyta upphafsskammti aldraðra sjúklinga eða sjúklinga með skerta nýrnastarfsemi, þ.m.t. sjúklinga sem fá kvið- eða blóðskilun (sjá Varnaðarorð og varúðar- reglur). Lósartan má gefa með öðrum háþrýstingslyfjum. Hjartabilun: Upphafsskammtur hjá sjúklingum með hjartabilun er 12,5 mg einu sinni á dag. Auka má skammtinn um 12,5 mg á viku fresti (þ.e. í skammtana 25 mg daglega eða 50 mg daglega), í venjulegan viðhaldsskammt, 50 mg einu sinni á dag eða eins og sjúklingurinn þolir. Lósartan er venjulega gefið samhliða þvagræsilyfjum og dígitalis. Skammtastærðir handa börnum: Lyfið er ekki ætlað börnum. Lósartan má gefa með eða án matar. Frábendingar: Ofnæmi fyrir lósartani eða einhverju af innihaldsefnum lyfsins. Sjá einnig kaflann um meðgöngu og brjóstagjöf. Varnaöarorð og varúöarreglur: Ofnæmi. Ofnæmisbjúgur (sjá Aukaverkanir). Lágþrýstingur og blóðsalta/vökva ójafnvægi: Hjá sjúklingum með vökvaskort (t.d. þeim sem meðhöndlaðir eru með stórum skömmtum af þvagræsilyfjum) geta einkenni um lágþrýsting komið fyrir. Þennan vökvaskort á að leiðrétta fyrir gjöf lósartans eða nota lægri upphafsskammt af lósartani. Skert lifrarstarfsemi: Ihuga ætti lægri upphafsskammt fyrir sjúklinga með sögu um skerta lifrarstarfsemi, en samkvæmt gögnum úr lyfjahvarfafræði hefur verið sýnt fram á marktækt aukna plasmaþéttni hjá sjúklingum með skorpulifur. Skert nýmastarfsemi: Sem afleiðing af hömlun renín-angíótensín- kerfisins, hafa breytingar á nýrnastarfsemi, þ.m.t. nýrnabilun, verið skráðar hjá næmum einstaklingum; þessar breytingar á nýrnastarfsemi geta gengið til baka ef meðferð er hætt. önnur lyf sem hafa áhrif á renín-angíótensín-kerfið geta aukið þvagefni og kreatínín í sermi hjá sjúklingum með þrengsli í annarri eða báðum nýrnaslagæðum. Svipuð áhrif hafa verið skráð um lósartan; þessar breytingar á nýrnastarfsemi geta gengið til baka, ef meðferð er hætt. Ekki ætti að nota kalíumuppbót eða kalíumsparandi þvagræsilyf samtímis lósartan án samráðs við lækni. Milliverkanir: Ekki þekktar. Sambönd sem hafa verið rannsökuð eru m.a.: hýdróklórtíazíð, digoxín, warfarín, címetidín, fenemal, ketókónazól og erýthrómýcín. Rífampicín og flúkónazól hafa lækkað blóðþéttni virka umbrotsefnisins. Klínísk þýðing þessara milliverkana hefur ekki verið metin. Eins og við á um önnur lyf sem hamla angíótensíni II eða verkunum þess, getur samhliða notkun kalíumsparandi þvagræsilyfja (t.d. spírónólaktóns, tríamterens og amílóríðs), kalíumuppbótar og salta sem innihalda kalíum, leitt til kalíumhækkunar í blóði. Eins og við á um önnur blóðþrýstingslækkandi lyf, geta blóðþrýstingslækkandi áhrif lósartans deyfst við samhliða töku bólgueyðandi lyfsins indometasíns. Medganga og brjóstagjöf: Þrátt fyrir að engin reynsla sé af notkun lyfsins hjá þunguðum konum hafa rannsóknir á dýrum sýnt að lósartan veldur fósturskaða, fósturlátum og nýburadauða og er það talið vera vegna lyfjafræðilegra áhrifa á renín-angíótensín- kerfið. Hjá mannsfóstri hefst blóðrás um nýru sem er háð myndun renín-angíótensín-kerfisins á öðrum þriðjungi meðgöngu, og er því hættan fyrir fóstrið aukin ef lyfið er gefið á öðrum eða þriðja þriðjungi meðgöngu. Lyf sem hafa beina verkun á renín-angíótensín-kerfið geta valdið fósturskaða og jafnvel fósturláti, séu þau notuð á öðrum eða þriðja þriðjungi meðgöngu. Eigi þungun sér stað, skal stöðva lósartan meðferð svo fljótt sem auðið er. Brjóstagjöf: Ekki er vitað hvort lósartan skilst út í brjóstamjólk kvenna. Á það skal þó bent að umtalsvert magn af lósartani og virku umbrotsefni þess hefur komið fram í rottumjólk. Vegna mögulegra aukaverkana á barn á brjósti, skal taka ákvörðun um hvort hætta eigi brjóstagjöfinni eða notkun lyfsins, m.t.t. mikilvægis lyfsins fyrir móðurina. Akstur og stjórnun vinnuvéla: Engin þekkt áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla Aukaverkanir: Algengar (>1%): Svimi, lágþrýsting^ Sjaldgæfar (0,1-1%): Stöðubundinn lágþrýstingur. Mjöð sjaldgæfar (<0,1%): Ofnæmi: Bráðaofnæmi, ofsabjúgu þ.á. m. þroti í barkakýli og raddböndum sem lok* öndunarveginum og/eða þroti í andliti, vörum, koki ogI&3 tungu. Sumir þessarra sjúklinga hafa áður fengið ofsabj^ af völdum annarra lyfja, þ.á m. ACE-hemla. Æðabólg3 hefur sjaldan sést, þar með talið purpuraliki sem svip3 bæði til purpuralíkis Henochs og Schönleins, kviðverkjum, maga- og garnablæðingum, liðverkjum nýrnabólgu. Meltingarfæri: Niðurgangur, lifrarbólg^ truflanir á lifrarstarfsemi. Blóð: Blóðleysi. Húð: Ofsaklá^ kláði. Stoðkerfi: Vöðvaverkir. Taugakerfi: Mígfe(1^ Öndunarfæri: Hósti. Breytingará blóðgildum: Hækk3 kalíum í blóði (>5,5 mmól/l (ca. 1,5%)); væg hækkun ^ lifrarensímum kom sjaldan fyrir og gekk venjulega baka ef meðferð var hætt. Ofskömmtun: Takmarkaö3 upplýsingar eru til varðandi ofskömmtun í mönnu^ Líklegasta merki ofskömmtunar er lágþrýstingur hraðtaktur, hægsláttur gæti komið fyrir. Ef IÓ9 blóðþrýstingur veldur einkennum skal be'l stuðningsmeðferð. Hvorki er hægt að fjarlægja lósart* né virka umbrotsefnið með blóðskilun. Pakkningar W hámarksverð I smásölu - 1. nóv. 2002: Töflur 1", mg: 28 stk. 2.350 kr.; töflur 50 mg: 28 stk. 3.632 kr.; stk. 10.559 kr. Afgreiðslutilhögun: R. Greidsluþátttak B. Markaðsleyfishafi: Omega Farma. Nóv. 2002.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.