Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.2004, Page 87

Læknablaðið - 15.02.2004, Page 87
STYRKIR / ÞING Rannsóknarstyrkur úr Minningarsjóði Bergþóru Magnúsdóttur og Jakobs J. Bjarnasonar Ákveðið hefur verið að auglýsa til umsóknar styrki úr ofangreindum sjóði. Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins er tilgangur hans: 1. Að styrkja kaup á lækninga- og rannsókna- tækjum til sjúkrastofnana. 2. Að veita vísindamönnum í læknisfræði styrki til framhaldsnáms eða sjálfstæðra vísindaiðkana. Rannsóknir á krabbameinssjúkdómum sitja að jafn- aði fyrir um styrkveitingar. Umsóknum, ásamt ítarlegri greinargerð, skal skilað til Landlæknisembættisins, Austurströnd 5,170 Sel- tjarnarnesi, fyrir 1. mars 2004. Gert er ráð fyrir að úthlutun verði lokið fyrir endaðan maí 2004. Sjóðsstjórn Ársþing Skurðlæknafélags íslands og Svæfinga- og gjörgæslu- læknafélags íslands verður haldið á Nordica hóteli 14. og 15. maí 2004 (föstudag og laugardag). Á þinginu verða meðal annars flutt erindi og kynnt veggspjöld. Nánari dagskrá auglýst síðar. Ágrip erinda skulu berast fyrir 15. mars til Margrétar Aðalsteinsdóttur hjá Fræðslustofnun lækna, með tölvupósti eða á disklingi. Þau ágrip sem vísindanefnd félaganna samþykkir til flutnings á þinginu verða birt í Læknablaðinu. Vísindanefnd áskilur sér rétt til að hafna innsendum ágripum og einnig rétt til að hafna ágripum til flutnings en samþykkja þau í formi veggspjalds. Höfundar geti þess hvort þeir óska eftir að flytja erindi eða sýna veggspjald. Ágrip skulu skrifuð á íslensku. Hámarkslengd ágripa er 1800 letureiningar. Nafn flytjanda skal feitletrað. Við ritun ágripa skulu eftirtalin atriði koma fram í þeirri röð sem hér segir: • Titill ágrips, nöfn og vinnustaður höfunda, inngangur, efniviður og aðferðir, niðurstöður og ályktanir. Nánari upplýsingar um þingið veita: Helgi H. Sigurðsson, Landspítala Fossvogi og Felix Valsson, Landspítala Hringbraut. Ritari þingsins er Margrét Aðalsteinsdóttir hjá Fræðslustofnun lækna, Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi, sími: 564 4108, bréfasími: 564 4106, magga@lis.is AstraZeneca dagur 6. mars 2004 Árlegur fræðslu- og fagnaðardagur heimilislækna haldinn á Nordica Hótel fyrsta laugardag í mars. Öldrunarlæknar einnig hjartanlega velkomnir. Dagurinn er sem áður skipulagður af FÍH og Astra- Zeneca. Dagskráin hefst kl. 9:00 með tveggja klukku- stunda almennum fundi. Að því loknu verður tvíþætt samhliða dagskrá fram að almennum fundi milli kl. 16:00 og 17:00. Nánari dagskrá mun verða send læknum sérstak- lega. Fræðslunefnd FÍH AstraZeneca Læknablaðið 2004/90 183

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.