Læknablaðið - 15.02.2004, Side 88
ÞING / NAMSKEIÐ
HÁSKÓLI islands
/vy
Endurmenntun Háskóla Islands r
Dunhaga 7, 107 Reykjavík Sími: 525-4444 Fax: 525-4080
Tölvupóstur: endurmenntun(a)hi.is Veffang: www.endurmenntun.is
Stjórnun og forysta í heilbrigðisþjónustu
í samstarfi við Norræna heilbrigðisháskólann í Gautaborg. Eink-
um ætlað stjórnendum og millistjórnendum í heilbrigðisþjón-
ustu. Kennt á ensku.
Fjallað er um stjórnun í heilbrigðisþjónustu og hlutverk leiðtog-
ans innan heilbrigðisstofnana. Einnig ertæpt á skipulagi og fjár-
mögnun heilbrigðisþjónustunnar í heild sinni, um leið og bent er
á leiðir til að samhæfa heilbrigðisþjónustuna við aðrar stofnanir
sem lúta að heilbrigði einstaklings og samfélags. Fjallað um
mismunandi stjórnunarstig og bent á leiðir til að ná stjórnunar-
legri virkni, bæði á þverfaglegum grunni og eins á milli hinna
ýmsu stjórnunarstiga innan stofnunar. í námskeiðinu er fjallað
um ólíkar kenningar stjórnunarfræðanna og þær bornar saman
við niðurstöður rannsókna og reynslu á Norðurlöndum. Reynsla
þátttakenda er mikilvægur liður í námskeiðinu og nýtist í verk-
efnavinnu og verklegum æfingum sem eru undir stjórn kennar-
anna.
Kennarar: Dr. Runo Axelsson hagfræðingur, prófessor í stjórn-
un við Norræna heilbrigðisháskólann í Gautaborg, og dr. Sus-
anna Bihari-Axelsson sálfræðingur, verkefnisstjóri og dósent við
Norræna heilbrigðisháskólann í Gautaborg.
Tími: Fim. 12. og fös. 13. feb. kl. 9:00-16:00.
XVI. þing Félags íslenskra lyflækna
Þing Félags íslenskra lyflækna, hið XVI. í röðinni, verður haldið á Sauðárkróki dagana 4.-6. júní næstkomandi.
Á þinginu gefst þátttakendum að venju kostur á að kynna rannsóknir sínar og styðjast þá annaðhvort við skyggn-
ur eða veggspjald. Lögð verður meiri áhersla en áður á notkun veggspjalda við kynningu.
Leiðbeiningar fyrir ágrip erinda og veggspjalda
* SKILAFRESTUR ER TIL 15. APRÍL.
* Hámarkslengd ágripa miðast við 1800 letureiningar án nafna höfunda og stofnana.
* Ágrip skulu skrifuð á íslensku.
* Eftirtalin atriði komi fram í ágripi í þessari röð: titill, nöfn höfunda, nafn flytjanda feitletrað, vinnustaðir með til-
vísun til höfunda, inngangur, efniviður og aðferðir, helstu niðurstöður og ályktanir. Semja þarf sérstaklega um
birtingu á töflum og myndum.
* Höfundar taki fram hvort þeir óska eftir að flytja erindi eða sýna veggspjald.
* Ágrip skal senda í tölvupósti sem viðhengi á netfang: birna@birna.is.
* Notaður verður tölvuskjávarpi við flutning erinda.
* Höfundar komi með veggspjöld tilbúin til uppsetningar.
Stjórn Félags íslenskra lyflækna mun meta hvort ágrip verði kynnt með erindi eða veggspjaldi.
Skráning: Þátttökutilkynningar á veffangi: www.birna.is. Þátttakendur eru hvattir til að skrá sig tímanlega.
Þátttökugjald: Fullt gjald er 12.000 kr., 9.000 kr. fyrir unglækna, frítt fyrir læknanema. Gjaldið greiðist við skrán-
ingu á þingstað. Innifalin eru þinggögn, kaffi á þingstað, boð í hádegisverð á laugardag og kvöldverðir á föstu-
dags- og laugardagskvöldi.
Gisting: Gist verður á Fosshóteli Áningu, Hótel Tindastóli, Gistiheimilinu Koti og Gistiheimilinu 550. Þantanir:
www.birna.is. Ekki er unnt að staðfesta pöntun á gistingu nema kortanúmer sé uppgefið.
Kort: Tekið við greiðslu með VISA/Eurocard/MasterCard.
Skipuleggjandi: Menningarfylgd Birnu ehf- Birna Þórðardóttir -
Veffang: www.birna.is - Netfang: birna@birna.is - S.: 862 8031
Stjórn Félags íslenskra lyflækna:
Davíð O. Arnar, ritari
Hlíf Steingrímsdóttir
Rafn Benediktsson
Runólfur Pálsson, formaður
Sigurður Guðmundsson, landlæknir
Sigurður Ólafsson, gjaldkeri
184 Læknablaðið 2004/90