Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2004, Síða 41

Læknablaðið - 15.07.2004, Síða 41
UMRÆÐA & FRÉTTIR / AF SJÓNARHÓLI STJÓRNAR LÍ að tilfærsla af þessu tagi myndi leiða til enn meiri kostnaðar í heilbrigðiskerfinu. ... Það sjónarmið er ekki raunhæft, að nauðsynlegt sé að færa tiltekna starfsemi inná sjúkrahúsin til að tryggja gæði. Þróun heilbrigðisþjónustu utan spítala er í samræmi við fag- lega þróun í læknisfræði og því er mögulegt í stöðugt vaxandi mæli að framkvæma vandasama læknismeð- ferð án þess að til innlagnar sjúklings þurfi að koma. Fagleg rök eiga að ráða því, hvar aðgerðir eru gerðar. Eðlilegt er að læknar beri þá ábyrgð áfram og óskyn- samlegt að ráðherra fari með slíkt vald.“ Ennfremur sagði í tilvitnaðri umsögn: „Læknafé- lögin telja að nauðsyn beri til að eftirfarandi ákvæði verði bætt inn í frumvarpið: „Við mat á hagkvœmni þjónustu skal þess gœtt, að tryggt sé að tekið sé tillit til alls þess kostnaðar sem til fellur vegna verka sem unnin eru á ríkisstofnunum.“ Vísast hér m.a. til ... umíjöllunar um nauðsyn aðskilnaðar á milli hlut- verks ríkisins, sem kaupanda þjónustu annars vegar og veitanda þjónustu hins vegar. Tilgangur þess að slíkt ákvæði kæmi inn í lögin, er að tryggja jafnræði viðsemjenda nefndarinnar. f greinargerð ber að fjalla nánar um þann tilgang og jafnframt vísa til þeirra laga- sjónarmiða, sem 14. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993 um fjárhagslegan aðskilnað byggir á, en þar segir: „Þegar um er að rœða opinbert fyrirtœki eða fyrirtœki sem starfar að einhverju leyti í skjóli opinbers einkaleyfis eða verndar er samkeppnisráði heimilt að mœla fyrir um fjárhagslegan aðskilnað, annars vegar á milli þess hluta rekstrar fyrirtœkisins sem nýtur einkaleyfis eða verndar og hins vegar þess hluta rekstrar sem er í frjálsri samkeppni við aðra aðila. Skal þess gœtt að samkeppnisrekstur sé ekki niðurgreiddur af einka- leyfis- eða verndaðristarfsemi.““ Málflutningur læknafélaganna hefur því snúist um að jafnræðis og sanngirni sé gætt og að aðilar séu jafnsettir í samkeppnislegu lilliti þegar kemur að rekstri sem er í l'rjálsri samkeppni við aðra aðila. Til að læknafélögin haldi trúverðugleika sínum verða þau að vera sjálfum sér samkvæm og viðurkenna að jafnræðiskrafan gildi í báðar áttir. Sumarlokun á skrifstofu 0 læknafélaganna o Lokað frá 26. júlí til 9. ágúst vegna sumarleyfa starfsfólks. Læknablaðið 2004/90 569

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.