Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2004, Síða 45

Læknablaðið - 15.07.2004, Síða 45
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ORLOFSHÚS / HJARTAVERND Sigurbjörn Sveinsson formaður LÍ ávarpar gesti við vígslu nýja orlofsbústaðarins en húsið stendur við götuna Kiðárskóg og ber númerið 5. Húsameistarinn Eiríkur lngólfsson stendur hér á milli landeigendanna, hjónanna Hrefnu Sigmarsdóttur og Bergþórs Krislleifssonar. Sólpallurinn veit uð sjálfsögðu á móti suðri en skammt framan við hann er lítil tjörn. Bæklíngur frá Hjartavernd Sú góða vísa að hreyfing og líkamsrækt sé besta forvörnin gegn hjarta- og æðasjúkdómum verður seint of oft kveðin. Rannsóknarstöð Hjartaverndar hefur um langt árabil stundað umfangsmiklar hóprannsóknir á fullorðnu fólki með tillili til þessara sjúkdóma og áhættuþátta þeirra. Nú hefur Hjartavernd gefið út bækling sem ætlaður er þeim sem vilja stunda virkar for- varnir gegn hjarta- og æðasjúkdómum. Bæklingurinn ber heitið Hreyfðuþig... fyrir lijartað og fjallar eins og nafnið bendir til um gildi hreyfingar fyrir heilbrigt hjarta. Þar er að finna margvíslegan fróðleik urn hjarta- og æðasjúkdóma sem að verulegu leyti er fenginn úr rannsóknum Hjartaverndar. Þar kemur til dæmis fram að þeim hefur fjölgað verulega á síðustu 30 árum sem stunda reglulega hreyfingu utan vinnu. í aldurshópnum 40-60 ára hefur hlutfall kvenna sem það gerir aukist úr 4% í 40% og meðal karla er aukningin úr 8% í 34%. „Þessi þróun á væntanlega sinn þátt í verulegri lækkun á tíðni kransæðasjúkdóma á íslandi síðan árið 1980,“ segir í bæklingnum. Þar er einnig að finna ýmsar ábendingar um það hvernig fólk getur metið eigið líkamsástand, svo sem með því að notfæra sér áhættureiknivél sem sérfræðingar Hjartaverndar hafa þróað og er á heimasíðu samtakanna, www.hjarta.is Bæklinginn er hægt að panta hjá Hjarta- vernd, í afgreiðslunni í Holtasmára 1 í Kópavogi eða á netfanginu afgreidsla@hjarta.is Læknablaðið 2004/90 573

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.