Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.07.2004, Page 47

Læknablaðið - 15.07.2004, Page 47
Úr starfí iæknafélaganna Ný stjórn nýrnalækna í nýrri stjórn Félags íslenskra nýrnalækna eru Margrét Árnadóttir formaður, Yiðar Örn Eðvarðsson gjaldkeri og Hrefna Guðmundsdóttir ritari. Endurskoðandi félagsins er Þorvaldur Magnússon. Ný stjórn þvag- færaskurðlækna Það var brœla og súld þegar Védís Skarphéðinsdóttir, Lars-Einar Floman heiðursritstjóri finnska blaðsins og Vilhjálmur Rafnsson stigu á eitt af skrilljón skerjum í finnska skerjagarðinum. Herrarnir klœðast treyjum í boði Finnanna. - Myndir: Álfheiður Steinþórsdóttir og Vilhjálmur Rafrtsson. Finnska blaðið er mjög sanrtvinnað lækna- félaginu, norska blaðið er mjög öflugt og frískt, ekki síst á netinu, sænska blaðið hefur siglt hægan byr um árabil peningalega en nú sjá þau fram á breytta tíma og niðurskurð þareð auglýsingum í blaðinu hefur snar- fækkað, Danir eru rétt komnir útúr miklum ógöngum og þurftu að horfast í augu við gagngerar sparnaðarráðstafanir. Blöðin eru eðli málsins samkvæmt nokk- uð forn í lund, þó allsstaðar hafi bylgju nýrrar tækni skolað að landi. Blöðin eru öll á netinu og upplýsingastreymið er löngu orðið að ógnar flóði. En markmið blaðanna hefur haldist óbreytt: að efla og yrkja lækna- vísindin, koma rannsóknum á framfæri og halda læknum upplýstum og vel menntuð- um eftir að úr skóla er komið. Aðalfundur Félags íslenskra þvagfæra- skurðlækna var haldinn 5. mars síðast- liðinn. Þar var félaginu kjörin ný stjórn en fráfarandi stjórn baðst undan endur- kjöri. Nýja stjórnin er þannig skipuð: Guðmundur Geirsson formaður gug@- landspitali.is, Guðjón Haraldsson ritari gudjonhar@landspitali.is og Baldvin Þ. Kristjánsson gjaldkeri baldvin@landspi- tali.is. Varamenn í stjórn eru Valur Þór Marteinsson i'almart@fsa.is og Hafsteinn Guðjónsson hafsteinn@fsa.is. Bíll með rómantíska læknasögu Willys Overland 4x4 árgerð 1959 til sölu. Bíllinn er eins og nýr. Upplýsingar í síma 898 8577. Læknablaðið 2004/90 575

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.