Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.07.2004, Qupperneq 57

Læknablaðið - 15.07.2004, Qupperneq 57
UMRÆÐA & FRÉTTIR / BROSHORNIÐ 50 Kvef, sveppir og spakmæ Munur á læknadeild og hinu neðra • I hinu neðra sést einstaka maður brosa. • Maður þarf ekki að læra lífræna efnafræði til að komast þangað. • Maður nefnir það ekki einu sinni í æðiskasti að einhver væri betur kominn í læknadeild. • Maður þarf ekki að taka námslán til að komast í hið neðra. • Það er von til þess að maður geti sofið í hinu neðra. Einkennandi fyrir starf lækna á slysadeild • Algengasta spurningin þegar verið er að taka sjúkrasögu: „Hvað breyttist í kvöld sem gerði það að verkum að þú ákvaðst að leita á slysadeild sex (klukkustundum, dögum, vikum, mánuðum, árum) eftir að einkennin byrjuðu?“ • Sjúklingi með geðræn vandamál sem telur sig vera Krist er vísað inn í sama herbergi og annar sjúk- lingur er í sem telur sig vera Kölska. • Maður fer að efast um að ruglið í sjúklingi með ofskynjanir sé vitleysa. • Blindfullur 140 kílógramma klæðskiptingur í klefa 3 getur ekki hætt að biðja um símanúmerið heima hjá þér. Á geðdeildinni Geðlæknirinn við hjúkrunarfræðinginn sem hafði nýlega skipt um vinnustað: „Eg bið þig þess lengstra orða að segja bara að það sé mikið að gera hjá þér en ekki að þetta sé eins og á geðveikrahæli.“ Lét sig vanta ímyndunarveikur maður var svo tíður gestur á slysa- deild að tekið var eftir því sérstaklega eina vikuna að hann lét ekki sjá sig. Loks kom hann á ný og þá gat einn af læknunum ekki stillt sig og sagði: „Maður hefur ekki séð þig lengi. Hvar hefur þú eiginlega verið?“ „Ég var svo ansans ári slappur í síðustu viku að ég komst ekki út úr húsi,“ sagði sá ímyndunarveiki. Eitt og annað um kvef Ef þú nælir þér í kvef skaltu hringja í góðan lækni. Hringdu gjarnan í þrjá slíka ef þú vilt spila bridge. „Guð-hjálpi-þér“ breytir svo sem engu ef maður er kvefaður og hnerrar, en það er eins gott og hvað annað úr því læknavísindin hafa ekki fundið ráð sem dugar. Framfarir í læknisfræði eru með ólíkindum. Áður fyrr þegar gömul húsráð voru notuð við öllu var sagt að kvef gengi yfir á tveimur vikum. Nú á dögum nýjustu tækni og vísinda með öllum þeim undralyfjum sem til eru lagast kvefið á hálfum mánuði. Sveppir í matinn Sjúklingurinn: „Læknir, læknir, hvað mundir þú gera, ef einhver hefði borðað eitraða sveppi?" Lœknirinn: „Ég hefði ráðlagt breytingu á matar- æði.“ Fleyg orð frægra manna New England Journal of Medicine greinir frá þvf að níu af hverjum tíu læknum sé sammála því að einn af hverjum tíu læknum sé bjáni. -Jay Leno Það er komið upp nýtt vandamál. Læknar hafa upplýst að karlar sýni ofnæmisviðbrögð við latexi í smokkum. Sagt er að viðbrögðin valdi svæsinni bólgu. Hvert er eiginlega vandamálið? -Jay Leno Reyndu alltaf að hlæja þegar þú getur. Það er ódýrt læknisráð. - Byron lávarður Þar sem læknislistin er dásömuð er mannúðin einnig dásömuð. - Hippókrates Ein af fremstu skyldum læknisins er að kenna alþýð- unni að nota ekki lyf. - Sir William Osler Ég mundi gera hvað sem er til að verða ungur aftur nema stunda líkamsrækt, vakna snemma og haga mér sæmilega. - Oscar Wilde Ég trúi því að hverjum einasta manni sé ætlaður til- tekinn fjöldi hjartslátta. Ég hef ekki hugsað mér að eyða þeim sem mér eru ætlaðir í að stunda líkams- rækt. - Neil Armstrong Hlátur er nokkurs konar innra skokk. Hann ýtir við innri líffærum og eykur öndunartíðnina. Hlátur vekur miklar vonir. - Norman Cousins Læknar ávísa lyfjum sem þeir kunna lítil deila á til að ráða bót á sjúkdómum sem þeir vita enn minna um í fólki sem þeir þekkja alls ekki neitt. - Voltaire Trúðu aldrei því sem sjúklingur segir þér að Iæknir hafi sagt. - Sir William Jenner Enginn, ekki einu sinni læknir, gefur nokkru sinni aðra skilgreiningu á því sem hjúkrunarkona á að vera en „trú og hlýðin“. Þessi skilgreining gæti alveg eins átt við um húsvörð. Hún gæti jafnvel átt við um hross. - Florence Nightingale Bjarni Jónasson bjarni.jonasson@hg. is Bjarni er heimilislæknir í Garðabæ. Læknablaðið 2004/90 585
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.