Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2004, Síða 60

Læknablaðið - 15.07.2004, Síða 60
LAUSAR STÖÐUR fea » • Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Yfirlæknir Laus er til umsóknar staða yfirlæknis við göngu- deild geðdeildar FSA. Um er að ræða 100% starf. Umsækjandi skal vera sérfræðingur í geðlækn- ingum og hafa reynslu af göngudeildarþjónustu. Æskilegt er að umsækjandi hafi sérmenntun í við- talsmeðferð og stjórnunarreynslu. Staðan veitist frá 1. september næstkomandi eða eftir samkomulagi. Yfirlæknirinn tekur þátt í fjórskiptri vakt geðlækna sjúkrahússins. Gert er ráð fyrir að aðrir geðlæknar geðdeildar FSA starfi á göngudeildinni í hlutastarfi. Næsti yfirmaður yfirlæknis göngudeildarinnar er forstöðulæknir geðdeildar FSA. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst 2004. Við ráðningu verður lögð áhersla á faglega þekk- ingu ásamt hæfileikum á sviði samskipta og sam- vinnu. Umsóknum um starfið skulu fylgja ítarlegar upplýsingar um menntun, starfsferil, rannsóknir, ritstörf og kennslustörf. Umsóknum skal skilað í tvíriti á þar til gerðum eyðublöðum sem fást hjá Landlæknisembættinu, ásamt fylgiskjölum og skulu sendar Þorvaldi Ingvarssyni, framkvæmda- stjóra lækninga FSA, Eyrarlandsvegi, 600 Akureyri og veitir hann einnig nánari upplýsingar um stöð- una í síma 463 0100 eða netfang thi@fsa.is Einnig veitir Sigmundur Sigfússon forstöðulæknir geð- deildar upplýsingar í síma 463 0100. Tvær stöður lækna hjá Rannsóknarstöð Hjartaverndar Lausar eru til umsóknar tvær tveggja ára stöður lækna hjá Hjartavernd. Um er að ræða 50% rann- sóknastöðu og 50% starf við útskriftir þeirra sem koma í rannsóknir til Hjartaverndar. Sjá nánari upplýsingar á hjarta.is undir atvinna. Stöðurnar eru lausar frá 15. ágúst næstkom- andi eða eftir samkomulagi. Upplýsingar veita Vilmundur Guðnason forstöðu- læknir Hjartaverndar og læknarnir Pálmi V. Jóns- son, Gunnar Sigurðsson og Guðmundur Þorgeirs- son á Landspítala. Umsóknum skal skilað fyrir 1. ágúst næstkom- andi til Vilmundar Guðnasonar, Hjartavernd, á net- fangið atvinna@hjarta.is Hjartavernd Holtasmára 1 201 Kópavogi Sími 535 1800 - www.hjarta.is REYKJALUNDUR Læknar Reykjalundur, endurhæfingarmiðstöð SÍBS, auglýsir lausa til umsóknar stöðu læknis á verkja- og gigtar- sviðum. Á þessum sviðum eru endurhæfðir sjúklingar með langvinna verki og gigtarsjúkdóma. Staðan er veitt til eins árs með möguleika á framlengingu, vinnu á öðrum meðferðarsviðum og þátttöku í rannsóknar- verkefnum. Staðan er laus frá 1. september 2004. Umsóknarfrestur ertil 1. ágúst. Frekari upplýsingar gefa Magnús Ólason yfirlæknir verkjasviðs magnuso @reykjalundur.is, Ingólfur Kristjánsson settur yfirlæknir gigtarsviðs ingolfurk@reykjalundur.is og Hjördís Jóns- dóttir lækningaforstjóri hjordisj@reykjalundur.is í tölvu- pósti eða síma 566 6200. 588 Læknablaðið 2004/90

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.