Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.2004, Page 30

Læknablaðið - 15.09.2004, Page 30
■ FRÆÐIGREINAR SYKURSÝKI TEGUND 2 Eins og kemur fram í töflu I svipar hópnum sem kemur í eftirlit á Göngudeild sykursjúkra við Hring- braut til sænska hópsins í eftirliti á heilsugæslu með tilliti tii kynjaskiptingar, meðalaldurs og aldurs við greiningu. Hópurinn sem er í meðferð á göngudeild- um í Svíþjóð er umtalsvert yngri og hefur fengið sjúk- dóminn fyrr. Meðalþyngdarstuðull íslensku sjúklinganna er svipaður og hefur sést í samskonar rannsóknum í Sví- þjóð og Bretlandi (16, 17). Hann hefur farið hækk- andi hér eins og í öðrum vestrænum löndum en árið 1987 voru 67,3% sjúklinga með sykursýki tegund 2 í eftirliti á göngudeild með líkamsþyngdarstuðull >25 en nú fimmtán árum seinna er þetta hlutfall komið upp í 85% (18). Tíu prósent kvenna og tuttugu og þrjú prósent karla árið 2002 náðu viðmiðunarmörkum á þyngdar- stuðli. Þetta hlutfall er svipað hjá sænskum sykursjúk- um í eftirliti á heilsugæslu. Islensk rannsókn á fólki með skert sykurþol sem gerð var fyrir nokkrum árum sýndi fram á að konum gengi verr að létta sig en körl- um (19). Meðal HbAlc hér var um eða undir 7% og er það gildi lægra en í rannsóknum í öðrum evrópulöndum (16, 17, 20) og ber vott um betri árangur í blóðsyk- urstjórnun hér. Meðal HbAlc í Svíþjóð hjá sjúkling- um í eftirliti í heilsugæslu var 6,27% og á göngudeild 7,02% árið 2002 mælt með þeirra tækni. Pegar búið er að leiðrétta fyrir mismunandi mæliaðferðum það er hækka um 0,8 við sænsku tölurnar sést að blóðsykur- stjórnun er heldur betri hjá íslenska hópnum. Samt sem áður náðu marktækt færri meðferðarmarkmið- um seinna árið. Skýringin gæti verið sú að það ár eru hlutfallslega fleiri nýgreindir sjúklingar, en þeir eru oft ómeðhöndlaðir fyrir og með há HbAlc gildi við komu. Hlutfall þeirra sem eru á blóðþrýstingslækkandi meðferð (66%) er svipað og í Svíþjóð (21). Fleiri ná blóðþrýstingsmörkum 140/80 árið 2002 en 2001. Þó þarf að gera enn betur þar sem rannsóknir hafa sýnt mikilvægi góðrar blóðþrýstingsstjórnunar til að fyr- irbyggja fylgikvilla sykursýki. Nýjar evrópskar leið- beiningar hafa lækkað viðmiðunarblóðþrýstingsmörk undir 130/80 (23). Til þess að ná þeim mörkum þarf að meðhöndla fleiri og kröftugar. Stórar rannsóknir hafa jafnframt sýnt fram á mik- ilvægi góðrar blóðfitumeðferðar hjá sykursjúkum (8, 22). Nýjar evrópskar leiðbeiningar varðandi hjarta- og æðasjúkdóma flokka sykursjúka sem há-áhættusjúk- linga og hafa lækkað viðmiðunarmörk meðhöndlunar á heildarkólesteróli og LDL-kólesteróli (23). Menn hafa ekki verið sammála um hvort allir sykursjúkir eigi að vera á blóðfitulækkandi lyfjum óháð blóðfitugild- um enda fáar rannsóknir á þessum hópi sjúklinga enn sem komið er. Nýleg rannsókn benti þó til þess að um ávinning væri að ræða hjá þessum hópi sjúklinga (24). Við Göngudeild sykursjúkra hefur verið lögð mikil áhersla á mataræði og hreyfingu sem blóðfitumeðferð. Það er þó ljóst að meira þarf til og fjöldi þeirra sem settir eru á meðferð með blóðfitulyfjum eykst stöðugt. Tuttugu og sjö prósent sykursjúkra í eftirliti á Göngudeild sykursjúkra árið 2002 voru á blóðfitu- lækkandi lyfjum. í Svíþjóð sama ár voru 32,8% sykur- sjúkra á heilsugæslu og 42,4% í eftirliti á göngudeild á blóðfitulækkandi lyfjum og í samræmi við það ná þeir heldur betri meðferðarárangri dæmt út frá blóðfitu- gildum en við hér. Marktækt fleiri ná meðhöndlunarmarkmiðum fyr- ir HDL-kólesteról og LDL-kólesteról árið 2002 en 2001 á göngudeildinni við Hringbraut. Rannsókn okkar svo og erlendar rannsóknir hafa sýnt að blóðfitur eru vanmeðhöndlaðar hjá sykur- sjúkum (25, 26). Árið 2002 voru niðurstöður Evrópskrar rannsókn- ar (Cost of Diabetes in E urope-type 2, CODE-2) birtar en sú rannsókn náði til 7000 sjúklinga með syk- ursýki tegund 2 í átta Evrópulöndum (27). Helmingur sjúklinganna hafði farið í blóðfitumælingu og aðeins 20% voru með viðeigandi gildi. Hún sýndi einnig að aðeins 13,5% sjúklinganna voru á blóðfitulækkandi lyfjum hæst í Bretlandi 24,4% en lægst tíðni í Frakk- landi 0,3% sjúklinganna (27). Um 13% sjúklinganna hér reykja sem er svipað og hjá sænskum sykursjúkum í eftirliti í heilsugæslu, en 16,8% í eftirliti á göngudeildum þar reykja. Reyking- ar auka enn á áhættu sykursjúkra á hjarta- og æða- sjúkdómum og því er verulega mikilvægt að herða reykingavarnir hjá þessum hópi. Langstærsti hluti sjúklinganna, eða 66%, voru á töflumeðferð einni sér. Fæstir, eða 5,6%, voru á in- súlínmeðferð eingöngu. I Svíþjóð eru mun fleiri á insúlínmeðferð, bæði á heilsugæslu og á göngudeild- um (16). Þannig voru 30% sjúklinga meðhöndlaðir í heilsugæslu og 85% á göngudeildum í Svíþjóð á insúl- íni, annaðhvort einu sér eða með blóðsykurlækkandi töflum (21) samanborið við 18% íslenskra sjúklinga árið 2002. Samnorræn rannsókn sýndi að Svíar not- uðu insúlín mest af Norðurlandaþjóðum en íslend- ingar minnst (28). Lágt algengi blindu og endastignýrnabilunar hér á landi (11,12) fram að þessu er jákvætt, en góðan ár- angur í sjónvernd sykursjúkra má væntanlega þakka reglubundnu eftirliti og samstarfi augn- og sykursýk- islækna. Með góðu eftirliti og meðferð er hægt að seinka eða koma í veg fyrir fylgikvilla sykursýki tegund 2. CODE-2 sýndi fram á að lífsgæði sjúklinganna minnkuðu þegar fylgikvillar komu fram og eftir því sem þeir urðu fleiri. Rannsóknin sýndi því ekki ein- ungis fram á fjárhagslegan sparnað með virku eftirliti og meðhöndlun heldur betri lífsgæði og líðan sjúk- linganna (27). 626 Læknablaðið 2004/90

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.