Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.2004, Qupperneq 34

Læknablaðið - 15.09.2004, Qupperneq 34
FRÆÐIGREINAR / MEÐFÆDD VÉLINDALOKUN Figure 1. Five different types of oesophageal at- resia according to Gross classification. A; n=l(3%), B;n=0, C; n=34 (92%), D; n=0 and E; n=2 (5%). GBj = Guðmundur Bjarna- son, einn greinarhöfunda. 1982 til 1/4000 á tímabilinu 1986-1988 (3). Á íslandi var nýgengi yfir tímabilið 1954-1962 1/1900 lifandi fæddum börnum, þó með fyrirvara um að nákvæmar tölur vantaði um fjölda lifandi fæddra barna á árun- um 1961 og 1962 (4). Nýgengi meðfæddrar vélinda- lokunar á Islandi er ekki þekkt í dag. Orsök meðfæddrar vélindalokunar er ekki þekkt en flest bendir til að um marga orsakavalda sé að ræða, bæði umhverfis- og erfðaþætti. Talið er að myndun- argallinn verði í þriðju til sjöttu fósturviku (1-3). í faraldsfræðilegum rannsóknum hefur verið sýnt fram á að tíðnin er heldur aukin hjá börnum ungra og eldri mæðra (<20 og >35 ára) (2, 3). Vélindagallar eru einnig algengari hjá drengjum (62%) (2) og um 6-10% þeirra hafa einnig litningagalla og eru þrístæða 21 (Down's heilkenni) og þrístæða 18 algengastir (2). Þá er aukin tíðni annarra meðfæddra galla hjá þessum börnum og eru allt að 70% barnanna með aðra meðfædda galla (2). Hjartagallar (11-49%) og lokun á endaþarmi (anorectal atresia) (12%) eru algengastir (2, 3, 5). VATER samsöfnun galla, seinna aukið í VACTERL, er einnig vel þekkt og kemur fyrir hjá allt að 25% barna með meðfædda vélindalokun (2) (V-vertebral, A-anal atresia/stenosis, C-cardiac, T-tracheo-oesophageal fistula, E-esophageal atresia, R-renal defects og L-radial limb abnormalities). Ættarsaga er þekkt en sjaldgæf. Algengt er að þessi börn séu léttburar (<2500 grömm) við fæðingu (40%) og/eða fyrirburar (<38 vikur) (28%) (3). Einnig er hægt að framkalla ástandið í músatilraunum með krabbameinslyfi (adriamycin) sem bendir til ytra áreitis sem orsakavalds (6). Meðferð meðfæddrar vélindalokunar er aðgerð. Fyrstu tvær árangursríku aðgerðirnar voru gerðar ár- ið 1939 af Leven og Ladd (1, 2). Fyrstu aðgerð hér- lendis gerði Snorri Hallgrímsson skurðlæknir árið 1954 en fyrsta barnið sem lifði af slíka aðgerð hérlend- is var fætt árið 1959 (4). Árangur aðgerða hefur farið batnandi síðustu áratugi, frá um 28-68% lifun fyrstu þrjá áratugina frá því að aðgerðir hófust, til 79-92% síðustu tvo áratugina (4, 5, 7-12). Fylgikvillar eftir aðgerð eru vel þekktir og má þar helst nefna kyng- ingarvandamál, bæði vegna þrengsla og starfrænna truflana í vélinda, vélindabakflæði og endurteknar öndunarfærasýkingar hjá sjúklingum með fistil milli vélinda og barka. Niðurstöður fyrri rannsóknar á íslenskum börn- um með meðfædda vélindalokun sýndi 33% lifun eftir aðgerð á 12 sjúklingum á tímabilinu 1954-62 (4). Aðstæður hafa breyst til muna hérlendis frá birt- ingu þeirrar greinar, bæði með tilkomu sérmenntaðra barnaskurðlækna og bættri nýburagjörgæslu. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna ný- gengi vélindalokunar á íslandi, skiptingu þeirra í flokka og meta árangur aðgerða með tilliti til lifunar og fylgikvilla. Efniviður og aðferðir Rannsóknin er afturskyggn og upplýsingar fengnar úr sjúkra- og aðgerðaskrám þeirra sem greindust með meðfædda vélindalokun atresia oesophagealis á Landspítala frá 1. janúar 1963 til 31. desember 2002. Skráðir voru eftirfarandi þættir: meðgöngulengd, aukið legvatn á meðgöngu (hydramnios), fæðingar- þyngd, aldur við greiningu, orsök greiningar, tegund lokunar og hvort aðrir meðfæddir gallar væru til staðar. Einnig voru teknar niður upplýsingar um syst- kinaröð og ættarsögu um sama fæðingargalla. Þá var skráð hvaða aðgerð var gerð, hvenær og af hvaða Table 1. Waterston risk groups and survivai in different groups of patients born with oesophageal atresia in lceland in the time period 1963-2002. Group Waterston classification Number of patients Survival A Birthweight >2500g and otherwise well 11 8(73%) B Birthweight 2000-2500g and well, or higher weight with moderate associated anomalies (noncardiac anomalies plus patent ductus arteriosus, ventricular septal defect and atrial septal defect) 15 13 (87%) C Birthweight <2000g or higher with severe associated cardiac anomalies 11 3 (27%) 630 Læknablaðið 2004/90
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.