Læknablaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 38
FRÆÐIGREINAR / BLÓÐSYKURMÆLINGAR
Blóðsykurmælar fyrir sykursjúka
- ábendingar
Arna Guðmunds-
dóttir
Höfundur er lyflæknir og
sérfræöingur í hormóna- og
efnaskiptasjúkdómum.
Tryggingastofnun ríkisins (TR) leitaði til undirritaðr-
ar varðandi leiðbeiningar um úrvinnslu beiðna um
blóðsykurmæla. Sérfræðingar starfandi á Göngudeild
sykursjúkra á Landspítala hafa rætt þetta mál og er
eftirfarandi samantekt og ráðleggingar leiðbeinandi
vinnuskjal fyrir sjúkrahúsið. Rétt þykir að birta það
hér þannig að allir læknar sem stunda sykursjúka hafi
aðgang að skýru yfirliti um málið.
Undanfarið ár hefur orðið gríðarleg aukning á
umsóknum til TR um blóðsykurmæla til nota í heima-
húsum fyrir sjúklinga með sykursýki af tegund 2.
Vaxandi tíðni sykursýki af tegund 2 skýrir einungis
hluta af þessari miklu aukningu sem virðist helst stafa
af auknu aðgengi sjúklinga að blóðsykurmælum sem
bjóðast nú gegn vægu gjaldi og jafnvel endurgjalds-
laust. TR greiðir áfram sinn hluta kostnaðarins og
hefur þetta leitt til útgjaldaaukningar upp á tugi millj-
óna króna vegna blóðsykurmæla og blóðstrimla.
Kostnaður við mælingar felst ekki einvörðungu í
kaupum á mæli og tilheyrandi strimlum heldur einnig
í kostnaði við starfsfólk til að kenna á mælana og fara
yfir niðurstöður heimamælinga. Þetta þarf að hafa í
huga ef sjúklingum er ráðlagt að gera fjölda mælinga
daglega sem síðan leiða hvorki tii breytinga á lyfja-
meðferð né fækkunar á sykurföllum eða langtíma
fylgikvillum sykursýki.
Blóðsykurstjórn og fylgikvillar sykursýki
Sykursýki af tegimd 1
Leiðbeiningar frá American Diabetes Association
(ADA) (1) mæla með því að langtímablóðsykur
(HbA,c eða A,c) sé innan við 7% fyrir alla sjúklinga
með sykursýki til að draga úr líkum á langtíma fylgi-
kvillum í smáæðum. American Association of Clin-
ical Endocrinologists (AACE) setur enn strangari
markmið, eða gildi <6,5% (2). Þessar leiðbeiningar
eru tilkomnar eftir ítarlegar rannsóknir (DCCT) (3)
og ekki er deilt um mikilvægi heimablóðsykurmæl-
inga til að ná þessum markmiðum hjá insúlínháðum
einstaklingum. Nauðsynlegt er þó að hafa í huga að
stakar blóðsykurmælingar hafa ekki sterka fylgni við
Alc (4).
Sykursýki aftegund 2
Samkvæmt niðurstöðum úr UKPDS (5) rannsókninni
sem gerð var á sjúklingum með sykursýki af tegund
2 kom í ljós að lækkun á HbA,c um 1 prósentustig
að meðaltali fækkaði fylgikvillum sykursýki um 21%.
Það er því ljóst að góð sykurstjórnun skilar sér í fækk-
un á fylgikvillum. Hins vegar er ekki þar með sjálf-
gefið að mælingar á blóðsykrum heima skili sér til
lækkunar á HbA,c.
Fjöldi rannsókna hefur verið gerður til að reyna að
svara þessari spurningu. Nýleg samgreining sem birt-
ist í Diabetic Medicine (6) sýnir að rannsóknir þessar
eru mjög misjafnar að gæðum og fæstar nægilega stór-
ar til að sýna verulegan mun á HbA^c. Mismunandi
leiðbeiningar eru gefnar um hversu oft ber að mæla
blóðsykur og hvaða ráðstafanir skuli gerðar eftir því
hver niðurstaða mælinganna er. Niðurstaðan er sú að
lækkun á HbA,c vegna heimamælinga gæti hugsan-
lega verið um 0,25% (95% öryggismörk -0,61% til
0,1%). Þessi munur var ekki tölfræðilega marktækur.
í yfirlitsgrein frá 1997 voru teknar saman niðurstöður
úr sex rannsóknum og drógu höfundar þá ályktun að
ekki hefði tekist að sanna gagnsemi heimamælinga
hjá sjúklingum sem ekki eru insúlínháðir (7).
ADA mælir með heimasykurmælingum fyrir alla
sjúklinga sem nota insúlín og hugsanlega þá sem
taka sulfonylurea lyf eða meglitinide lyf, einkum til
að greina og koma í veg fyrir sykurföll (1). Ekki eru
gefnar neinar leiðbeiningar varðandi tíðni mælinga
og eingöngu mælt með að ná meðferðarmarkmiðum
hvað varðar blóðsykurinn. ADA leggur hins vegar
áherslu á reglulegar HbA,c mælingar hjá öllum sjúk-
lingum með sykursýki (1).
Onauðsynlegar mælingar geta valdið andlegri van-
líðan og streitu hjá sjúklingum sem fyllast kvíða við
að sjá mælingar utan meðferðarmarkmiða og hafa oft
langvarandi samviskubit yfir ónógum fjölda mælinga
(8). Á vefsíðu bandarískra heimilislækna (9) eru gefin
dæmi um hvenær æskilegt væri að sjúklingar sem ekki
þurfa að mæla blóðsykur að staðaldri mæli sykurinn
oftar. Slíkar kringumstæður væru meðal annars þegar
um bráð veikindi er að ræða, einkenni um of háan
eða of lágan sykur, hækkandi A,c gildi, breytingar á
lyfjum (til dæmis gefinn sterakúr), breytingar á mat-
aræði og/eða hreyfingu. Þar er lögð rík áhersla á að
sjúklingum séu gefin skýr fyrirmæli um hversu oft og
hvenær dags þeir ættu helst að mæla sig.
Kennsla á blóðsykurmæla þarf að vera góð. Rann-
sóknir hafa sýnt að allt að 16% sjúklinga eru með rangt
staðlaða mæla (calibration) þrátt fyrir að mælikennsl-
an hafi verið í höndum heilbrigðisstarfsfólks (10).
Niðurstaða og ráðleggingar
• Mikilvægi góðrar blóðsykurstjórnunar er óum-
deilt. Ýmsum aðferðum er beitt við að lækka blóð-
634 Læknablaðið 2004/90