Læknablaðið - 15.09.2004, Page 42
UMRÆÐA & FRÉTTIR / AF SJÓNARHÓLI STJÓRNAR LÍ
Nútímafórnir
Sigurður E.
Sigurðsson
Höfundur er meðstjórnandi
í stjórn LÍ.
í pistlunum Af sjúnarhóli
stjórnar birta stjórnarmenn
LÍ sínar eigin skoðanir
en ekki félagsins.
Nú pegar verslunarmannahelgin er liðin hjá og „staðl-
aðar“ fréttir af umferð sem hefur gengið vel, ef frá
eru skilin nokkur umferðarslys, og útihátíðir sem
hafa farið vel fram, ef frá er skilin mikil ölvun, nokkr-
ar nauðganir og metár í fíkniefnum, þá veltir mað-
ur fyrir sér hvort þjóðfélagið sé einfaldlega farið að
reikna með því að svona skemmtunum fylgi ákveðinn
fórnarkostnaður í lífi og limum og meðan hann er
ekki óhóflegur þá reiknast allt fara vel fram. Vissu-
lega er rekinn áróður fyrir svona helgar bæði hvað
varðar umferðina, gegn kynferðislegu ofbeldi og fíkni-
efnum. Eiga lögreglan, umferðarstofa, hjálparsveitir
og fleiri sem koma þar að þakkir skildar. Petta virðist
þó ekki duga og við sem vinnum á sjúkrahúsum og
við heilsugæslu þurfum á hverju ári að horfa á hinar
dökku hliðar þessa skemmtanahalds. Við þekkjum
harmsögurnar á bak við tölurnar og sjáum afleiðing-
ar ofbeldis og slysa löngu eftir að fréttin í blaðinu er
gleymd.
Eigum við þá að segja að allt sé reynt og þetta sé
og verði svona? Sem læknir, faðir og þegn í þessu
landi þá get ég ekki sætt mig við það.
Hvað er þá til ráða? Það væri gott ef einhver töfra-
lausn væri til en ég ætla mér ekki að vita betur en
fólkið sem vinnur við þetta og áróðursherferðir sem
farnar eru vonar maður að skili einhverju þannig að
ástandið væri enn verra ef ekki væri til staðar. Það er
hins vegar í mínum huga nokkuð ljóst að fleira verð-
ur að koma til. Þetta er ekki nóg. Hvað umferðina
varðar þá er það fyrst og fremst hugarfarsbreyting.
Það er eins og áróðurinn skili sér ekki til ákveðinna
hópa, til dæmis ungra ökumanna. Maður þarf ekki
nema að keyra einu sinni milli Akureyrar og Reykja-
víkur til að sjá það. Þurfum við að horfa á nýjar leið-
ir? Erum við sem setjum reglurnar nægilega vakandi
fyrir því hvernig á að ná til ungra ökumanna? Hlust-
um við nægilega vel á þá og tryggjum við þá að þeir
hlusti á okkur? Erum við að refsa þegar við eigum að
leiðbeina? Hvernig væri til dæmis að taka upp þá ný-
breytni að við sum umferðarlagabrot gæti ökumaður
sloppið við greiðslu sektar gegn því að skrá sig í svo
sem fimm ár sem líffæragjafa. Það myndi eflaust vekja
hugsanir sem væru líklegri til að menn færu með meiri
gát í umferðinni en pirrandi aukaútgjöld sem ég held
að flestum finnist umferðarsektir vera.
Hvað varðar ofbeldisbrotin þá held ég að eins
og með svo margt annað þá þurfi foreldrar að axla
ábyrgð. Að mínu viti fer alltof mikill tími og orka í
að leita að blórabögglum, svo sem tölvuleikjum, bíó-
myndum og þvíumlíku. Förum á undan með góðu
fordæmi og kennum börnum okkar að við búum
í þjóðfélagi sem sættir sig ekki við ofbeldi í hvaða
mynd sem það birtist. Engar afsakanir. Ef við þurf-
um hjálp þá leitum við eftir henni. Ef okkur tekst að
verða eitthvað ágengt með að leggja niður þessar nú-
tímafórnir þá verður kannski verslunarmannahelgin í
framtíðinni ánægjuleg fyrir alla.
Ll ræður hagfræðíng til starfa
Að undanförnu hafa farið fram umræður innan
læknasamtakanna um nauðsyn þess að Læknafélag
Islands komi sér upp staðgóðum hagtölum á sviði
heilbrigðis- og kjaramála. Hefur í því sambandi ver-
ið rætt um að stofna hagdeild LÍ. Á formannafundi
í vor lagði stjórn LI fram tillögu um að gera tilraun
til þriggja ára með að ráða hagfræðing til starfa
sem fyrst og var hún samþykkt með fyrirvara um
samþykki aðalfundar LÍ í haust.
Nú hefur Vilborg H. Júlíusdóttir hagfræðing-
ur verið ráðin til starfa á skrifstofu LÍ frá og með
15. september. Vilborg er cand oecon frá Háskóla
íslands og starfaði hjá Þjóðhagsstofnun á árunum
1987 til 2002. Á árunum 2002 til 2003 var hún for-
stöðumaður hagdeildar Tryggingastofnunar en
hefur frá árinu 2003 verið hagfræðingur hjá Sam-
tökum atvinnulífsins.
Vilborg er boðin velkomin til starfa.
Vilborg H. Júlíusdóttir.
638 Læknablaðið 2004/90