Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.2004, Side 48

Læknablaðið - 15.09.2004, Side 48
UMRÆÐA & FRETTIR / LANDSPITALI Stjórn og vísindi á háskólas úkrahúsi Matthías Kjeld Völd eða verðleikar Á Landspítala er starfandi fólk sem hefur aflað sér þekkingar og menntunar frá mörgum af bestu sjúkra- húsum og kennslustofnunum heims. Pessir starfs- menn halda uppi starfsemi spítalans og gæðunt, veita landsmönnum nýjustu og bestu læknisþjónustu sem völ er á. Á spítalanum fer einnig fram kennsla flestra heilbrigðisstétta ásamt rannsókna- og vísindavinnu. En spítalinn á við vanda að strfða, svokallaðan mið- stýringardraug. Eigandi spítalans, íslenska ríkið, hef- ur ekki fundið besta og farsælasta rekstrarfyrirkomu- lagið því draugurinn, valdabröltandi kerfiskarlar, flautar þar við flestar dyr. Þeir sem eiga að stjórna þar, stjórna ekki. Stjórnarnefnd spítalans sem ber rekstrarlega og stefnumarkandi ábyrgð er pólítískt skipuð aðkomufólki sem hefur mismunandi mikla þekkingu á rekstrinum. Læknadeild Háskóla íslands hefur hverfandi vægi í stjórn en ber ábyrgð á kennslu og vísindum. Læknar, þar með taldir yfirlæknar, sem bera fræðilega og faglega ábyrgð á stofnuninni lög- um samkvæmt fá ekki að koma að yfirstjórn hennar nema sem ráðgefandi aðili. Á milli þessara þriggja að- ila, Stjórnarnefndar spítalans, læknadeildar háskólans og fagfólksins, lækna, hjúkrunarfræðinga og annarra starfsmanna sjúkradeilda, hefur myndast „millilag" stjórnenda. Millilag þetta er svokölluð framkvæmda- stjórn spítalans og fylgir henni fjölmennt starfslið í stóru húsi við Eiríksgötu. Millilagið, valið af forstjór- anum ellegar heilbrigðisráðuneytinu, stjórnar spítal- anum með fulltingi þess sama ráðuneytisins. Stjórnar- nefnd spítalans er algerlega háð millilaginu varðandi upplýsingar um málefni og rekstur. Fagfólk á undir sömu aðila að sækja með fjárhagslegan rekstur deilda, jafnvel í smáatriðum. Þetta er varhugavert ástand með óviðunandi röskun á valdi og ábyrgð sem leiðir til spillingar og mistaka. Þess sjást nú þegar merki. Höfundur er efnameina- fræðingur á Landspítala Hringbraut. Grafið undan vísindum Eftirfarandi atburðir lýsa þessu ástandi. Framkvæmda- stjóri (læknismenntaður!) „skrifstofu kennslu, vís- inda og þróunar" réðist nýlega að viðkvæmum gróðri vísinda og fræða á háskólasjúkrahúsinu með því að leggja niður þá einu stöðu líftölfræðings sem verið hefur á sjúkrahúsinu síðastliðin tíu ár. Staðan, upp- haflega tilkomin fyrir atbeina Læknaráðs, hefur skil- að verðmætum árangri. Hún hefur eflt háskólastarf spítalans og rannsóknastofa, örvað vísindarannsóknir og kennslu og óskiljanlegt hvers vegna hún var lögð niður. Hendingarverk valdadrukkinna manna? Auð- vitað samrýmist þetta ekki stefnu háskólasjúkrahúss. En stjórnlyndir embættismenn grípa einatt til snjallra ráða á erfiðum tímum. Vegna þess hversu mjög þekk- ingin hefur aukist á spítalanum, hefur hún, að því er virðist, ógnað þeim sem eru skemmra á veg komn- ir og í staðinn fyrir stöðu líftölfræðingsins hefur nú verið stofnað nýtt embætti á Landspítalanum, staða „þekkingarstjóra “!! Ekki er vitað til að framkvæmdastjórinn hafi ráð- fært sig við neinn rannsóknaraðila sem notið hafði aðstoðar líftölfræðingsins eða hafði faglegra hags- muna að gæta. Framangreindur verknaður er dæmi um vaxandi hneigð kerfisins. Fyrir nokkrum árum reyndi valdblindur framkvæmdastjóri, án fyrirvara og tilefnis, að fá Stjórnarnefndina til að reka atorkusama lækna úr starfi á spítalanum. Gengu gjörðir hans til baka fyrir dómstólum. í sama geira utan spítalans, í heilsugæslunni, er ráðist gegn því örlitla sjálfræði sem hjúkrunarfræðingar og meinatæknar hafa haft þótt það þýði aukinn tilkostnað og verri þjónustu. Og nú láta læknar hafa sig til þess að vinna gegn kennslu og vísindastarfsemi, helstu hlutverkum háskólasjúkra- húsa. Hvað er að gerast? Valdavísindi? Nærri sextíu starfsmenn í margvíslegum rannsóknar- verkefnum mótmæltu því að staða líftölfræðingsins væri lögð niður og sendu undirskriftalista til Stjórn- arnefndar, forstjóra, Læknaráðs og læknadeildar. En „millilagsstjórnin" sem lagði niður stöðuna án sam- ráðs fríaði sig ábyrgð með því að reyna að endurskil- greina hlutverk sitt eins og fram kemur í bréfi þaðan: „Ákveðið var að skrifstofan einbeitti sér að þvíað halda utan um vísindastarfið og sinna yfirstjórn og skipulagn- ingu en tœki ekki beinan þátt í framkvæmd vísinda- vinnunnar.“\\ Þessi afkáralega setning gefur til kynna að „Skrifstofa vísinda millilagsstjórnarinnar" viti lítið um vísindi. Hún bregst ekki við mótmælabréfinu. Hún telur sig ekki þurfa þess af því að hún hefur valdið, hefur yfirtekið verkefni bæði Læknadeildar og Lækna- ráðs varðandi kennslu og vísindi. Sviðsstjórar (flestir læknar) eru ráðnir á skjön við lög og gerðir samsekir framkvæmdastjórninni. Lækningaforstjóri (læknis- lærður) á vegum skrifstofunnar og ráðuneytisins hefur verið settur til höfuðs Læknaráðinu í stað þess að hann ætti með réttu að vera starfsmaður læknaráðsins sem fulltrúi sérfræðiþekkingar á spítalanum. Með öðrum orðum, þeir sem ekkert til þekkja í ákveðnu fagi kaupa sér aðferð til að stjórna þeim sem þekkja þar best til alls. Hvers vegna ekki láta hina sérfróðu um málin? Hver er í þykjustuleik og í hvaða tilgangi? 644 Læknablaðið 2004/90

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.