Læknablaðið - 15.09.2004, Page 49
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LANDSPÍTALI
Spillingarhætta?
Nýlega var hrundið atlögu framkvæmdastjórnar að
Læknaráðinu þegar átti að svipta það stöðugildum
sem hefði gert það nær óvirkt! En hvers vegna þessi
afstaða? Telja einhverjir að Læknaráðið ógni völdum
sínum? Völd á röngum stöðum eru hættuleg eins og
mannskynssagan vitnar um og mega ekki verða leik-
tæki starfsmanna í kerfinu. Einhverjir verða einatt
til að freistast meir af valdinu heldur en starfi sínu,
fara jafnvel að leggja meira upp úr „samböndum"
sem boðið er uppá. Menn þykjast sjá að þeir geti flýtt
„frama“ sínum með erindisgjörðum á einhverja skrif-
stofu frekar en að ná árangri í starfi. Það gæti jafnvel
verið óhagstætt að verja fræðigrein sína og starf og
stunda frekar viðskipti með ósýnilega hluti, t.d. vinar-
greiða, gott umtal og atkvæði.
Embættaðir menn úr öðrum greinum hafa að von-
um takmarkaða innsýn í störf lækna, halda jafnvel
sumir hverjir að þeir verði að stýra þeim, skynja ekki
að læknar verða að hafa víðtækt fjárhagslegt sjálfræði
(vald) svo þeir geti tekið faglega ábyrgð á starfsemi
sinni Ef skriffinnar fá að þrengja sér inní vinnuferli
og mönnun sérlærðra heilbrigðisstétta, er spilling til
staðar sem bitnar á sjúklingum.
Ur annarri átt og með ólíkum hætti kemur Stjórn-
arnefnd spítalans að málum. Mönnuð aðkomufólki að
mestu með takmarkaða þekkingu á spítalaþjónustu,
skipuð af alþingi, er hún í raun einhvers konar póli-
tísk eftirlitssveit. Hún er álitin hafa ábyrgð ef eitthvað
fer úrskeiðis í fjárhagslegum rekstri, en er vanbúin og
ósjálfstæð ef verja þarf spítalann gegn gagnrýni og
íhlutun valdhafa (sjá þó grein í Mbl. 15. febrúar 2004
eftir P. Pálmason). Millilagið stjórnar hins vegar, tekur
við skipunum, leggur niður stöður og lokar deildum,
en ber hvorkifaglega né rekstrarlega ábyrgð. Þjónustu-
stiginu, vaxandi framþróun læknisþjónustunnar og
kennslu og vísindum skal með öðrum orðum miðstýrt
með valdi, án afskipta almennings eða sérlærðra heil-
brigðisstétta. Voru ekki svona stjórnarhættir kenndir
við bananalýðveldi?
Vísindasamstarf?
Fátt bendir til þess að fólk almennt átti sig á hversu
þessi þróun er varasöm fyrir háskólasjúkrahús lands-
ins. Árásin á líftölfræðingsstöðuna er bein afieiðing af
fyrrgreindri þróun mála. Þrátt fyrir nafngiftina, Land-
spítali - háskólasjúkrahús, og háleitar samþykktir
um vísindasamstarf milli Landspítala og háskólans
- „Frœðilegt starf þarf að standast samanburð á al-
þjóðlegum vettvangi... - Spítalinn skal leitast við að
tryggja starfsfólki sínu tíma, aðstöðu og frjótt starfs-
umhverfi ...“ - afgreiddi Stjórnarnefnd með fram-
kvæmdastjórn sinni fyrrgreind mótmæli án minnstu
viðbragða. Árangri í klukkustimplun var hins vegar
fagnað mjög.
Alvöruháskólasjúkrahús?
Við alla háskólaspítala í nágrannalöndum okkar eru
líftölfræðingar til að hjálpa nemum og starfsmönnum
við rannsóknarvinnu og leysa þannig starfskrafta úr
læðingi. Þrátt fyrir það samþykkti fundur í stjórn lækna-
deildar ekki nein mótmæli út af þessu stefnumarkandi
máli. Harmaði ekki einu sinni þessa gjörð sem beind-
ist gegn rannsóknum og kennslu, viðfangsefnum sem
standa undir tilvist háskóla. Skeytingarleysi lækna-
deildar í þessu máli er sérkennilegt, gefur til kynna
metnaðarleysi ef ekki getuleysi. Háskólakennarar ættu
þó að vita að kennsla og þekkingaröflun ganga þeim
mun betur því minna sem þeim er miðstýrt. Stjórnvöld
geta hins vegar ýtt undir viðleitnina og aukið líkur á
árangri, en hið gagnstæða virðist ætla að gerast hér.
Hér hefur eitt mál verið rætt. Önnur mætti nefna.
í gangi virðist vera embættisfærslulegt vinnulag þar
sem læknum Landspítalans og kennurum læknadeild-
ar svo og öðru sérmenntuðu starfsfólki er meinað að
sinna skipulagi og mótun eigin starfa í þágu sjúklinga
og fræðslu, en er samt ætlað að axla faglega ábyrgð.
Ef nýir stjórnarhættir verða teknir upp og framan-
greindur vandi fjarlægður mun rekstur og hlutverk
háskólaspítalans standa traustari fótum.
Læknablaðið 2004/90 645