Læknablaðið - 15.03.2005, Blaðsíða 15
FRÆÐIGREINAR / ÞVAGFÆRAAÐGERÐIR
og 48 mánaða og loks tveir eftir meira en fjögur ár.
Sjö þurftu að fara í opna enduraðgerð ofanklyfta
(þrír eftir nálarupphengingu-, tveir eftir togfrítt
skeiðarband, einn eftir Burch skeiðarupphengingu
og annar eftir Lapidesaðgerð) þar sem ótilar í
formi óuppleysanlegra þráða voru fjarlægðir og í
sex tilfellum af þeim þurfti að gera blöðruskurð
(cystomia) samtímis. Hjá tveimur var losað um og
skorið á togfrítt skeiðarband neðan þvagrásar. Hjá
þremur (tveir farið í nálarupphengingu og einn í
togfrítt skeiðarband) var reynt í fyrstu endurað-
gerð, að ná óuppleysanlegum þræði í blöðru við
speglun um þvagrás, en allir þeirra þurftu á nýrri
aðgerð að halda ofanklyfta. Sama gildir um einn
sjúkling sem hafði farið í speglunaraðgerð 54 mán-
uðum áður á öðru sjúkrahúsi, þar sem reynt var að
fjarlægja skeiðarband um þvagrás með tímabundn-
um árangri. Ótili reyndist innan þvagvega hjá sjö
sjúklingum og af þeim höfðu þrír farið í nálarupp-
hengingu, tveir í togfrítt skeiðarband og sinn hvor
í Lapidesaðgerð og Burch skeiðarupphengingu.
Hjá tveimur var samtímis gerð ný þvaglekaaðgerð
(Burch skeiðarupphenging og Marshall-Marchetti-
Krantz aðgerð) og einn fékk vegna þvagleka fram-
kvæmda Deflux™ (Q Med) innsprautun í þvagrás
28 mánuðum eftir opna enduraðgerð með góðum
árangri.
Gangur eftir aðgerðir var góður, en einn sjúk-
lingur fékk yfirborðssýkingu í skurðsár, sem greri
vel. Aðrir fylgikvillar urðu ekki. Árangur reyndist
ágætur hjá öllum sjúklingum með tilliti til brott-
hvarfs sjúkdómseinkenna, en einn hefur áfram ver-
ið með vægari verki en áður eftir enduraðgerð, sem
svara vel verkjalyfjameðferð. Enginn hefur þurft á
frekari enduraðgerðum að halda á eftirlitstímabil-
inu sem er 6-78 mánuðir.
Umræða
Við ýmsar þvaglekaaðgerðir hjá konum er notað
einhvers konar aðskotaefni eða -hlutur til þess að
leiðrétta það sem úrskeiðis hefur farið hjá sjúk-
lingnum með þvaglekann. Aðskotahluturinn er þá
yfirleitt gerður úr efni sem eyðist eigi og má þar
nefna mismunandi ofin nælonefni, sem líkjast neti
eða bandi, sauma og bandvefslík efni. Líklegt er að
slík efni verði áfram mest notuð við þessar aðgerð-
ir en jafn ljóst að hið endanlega efni er ekki fundið.
Pessar umbreytingar á aðgerðum hafa orðið til
þess að fleiri konur kjósa að undirgangast þvag-
lekaaðgerðir, þar sem árangur er almennt betri og
afturbati fljótari (1).
Afar takmarkaður efniviður er í læknisfræðirit-
um um sams konar efnivið og lýst er í grein þessari
og rétt að velta því upp hvort tíðni slíkra fylgikvilla
sé meiri en rannsóknir almennt sýna. Yfirleitt er
Mynd 3. Steinmyndun á
óuppleysanlegum þrœði
innan blöðruveggs við
blöðruspeglun.
um að ræða stök tilfelli (2) eða samsafn tilfella
(3). Hins vegar hefur verið gerð grein fyrir algengi
helstu fylgikvilla eftir hinar mismunandi þvag-
lekaaðgerðir eins og til dæmis togfrítt skeiðarband
(4, 5), Burch aðgerð (6, 7) og nálarupphengingar
(7, 8). Algengast er að aðskotaefni, net, bönd eða
saumar hafi annaðhvort fyrir slysni verið skilin
eftir innan þvagvega eða brotið sér leið þangað
með tíð og tíma. Áverkar á neðri þvagfæri vegna
óeðlilegra sauma eru taldir koma fyrir í 3-4%
tilfella eftir Burch aðgerð og allt að 7% eftir nálar-
upphengingar (7). Við ísetningu togfrís skeiðar-
bands getur bandið farið inn í þvagblöðru og hefur
því verið lýst hjá 5,8% (4) og 6,9% (9) í nýlegum
Mynd 4. Steinmyndun
eftir togfrítt skeiðarband
innan þvagblöðru,
rétt ofan við vinstra
þvagálsopið (plastleggur í
opinu).
Læknablaðið 2005/91 239