Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2005, Blaðsíða 73

Læknablaðið - 15.03.2005, Blaðsíða 73
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SAGA LÆKNISFRÆÐINNAR manna í vaxandi mæli beinst að transfitusýrunum en þær eru víða taldar sambærilegar við mettaða fitu sem álitin er eiga þátt í kölkun æðaveggja. í mörgum löndum er fólki ráðlagt að draga úr neyslu á transfitusýrum. I Danmörku hafa menn stigið einu skrefi lengra. Ef til vill á þetta sinn þátt í því að dregið hefur úr tíðni bráðs hjartadreps. Kransæðasjúkdómar í framtíðinni Vonandi munu heilbrigðari lífshættir draga úr tíðni kransæðasjúkdóma sem tengjast æðakölkun. Til þeirra heyra aukin líkamleg hreyfing og hollt mataræði sem stuðlar að lækkaðri blóðfitu. Breyttir lífshættir eru einnig til þess fallnir að vinna gegn offitufaraldrinum sem nú gengur yfir og aukinni tíðni sykursýki sem honum tengist. Sykursýkisjúklingar eru með alvarlegri og meiri æðakölkun í kransæðum hjartans. Röksemdafærsla sem þessi einkennir umræð- urnar á Vesturlöndum. Eitt af alvarlegri vanda- málum heims er útbreiðsla vestrænna lífshátta í þriðja heiminum með minni hreyfingu og aukinni fituneyslu. Þess vegna er gífurlega mikilvægt að gripið sé til forvarnaraðgerða gegn æðakölkun á alheimsvísu. Eflaust á hátæknilæknisfræði eftir að vinna frekari lönd og ný áhrifarík lyf að líta dagsins ljós í framtíðinni. Öll þessi nýja þekking leiðir til auk- innar sérhæfingar og henni fylgir sú hætta að sjúk- lingurinn verði afgangsstærð. Margir læknar kvarta undan því að hafa ekki tíma til að sinna sjúklingum sínum eins og þeir vildu geta gert. Einföld aðferð til að spara tíma, bæði fyrir lækni og læknaritara, er að stytta sjúkraskrár og sjúkdómslýsingar. Þar eru íslendingasögurnar lýsandi fordæmi með orð- knöppum en áhrifamiklum lýsingum. Saga læknisfræðinnar kennir okkur hversu mikilvægt er að sjúklingurinn sé ávallt miðpunkt- ur athyglinnar. Hippókrates benti á þetta fyrir meira en 2000 árum og enn er þörf á að ítreka það. Bandaríski hjartalæknirinn J. Willis Hurst skrifaði bók sem hann gaf heitið Essays from the Heart. Hann undirstrikar að titill bókarinnar sé „from the heart“ en ekki „about the heart“ (frá hjartanu en ekki um hjartað). Á einum stað lætur hann Sir William Osler heimsækja nútíma hjarta- deild en hann var þekktur hjartalæknir um næstsíð- ustu aldamót. Osler gefur mönnum góð ráð og er opinn fyrir nútímatækni læknisfræðinnar sem hann álítur stórkostlegt hjálpartæki. En svo bætir hann við: „Hafið þó hugfast að vél getur ekki haldið í höndina á sjúklingi, það getur enginn gert nema þið sjálf.“ Heimildir 1. Johansson BW. Hjártat - Inblickar i Svensk Cardiologihistoria. Historiska Media AB 1997. 2. Preussische Medicinalzeitung, Herausgeben von den Verein fiir Heilkunde in Preussen unter Benutzung amtlicher Mittheil- ungen des Königl. Ministeriums der geistlichen, Unterrichts- und Medicinal-Angelegenheiten und der Königl. Provinzial- Behörden. IV. Jahrgang, 270-1, Berlín 1861. 3. Hansen O, Johansson BW. Epidemiologic Aspects of Coronary Heart Disease in Malmö, Sweden, 1935-1988. Am J Epidemiol 1991; 133: 721-33. 4. Rose et al. J Epidem Comm Health 1982; 36:102-8. Orlof 2005 - læknar athugið! Enn lausar vikur í sumar á Alicante og í Barsilóna. Umsóknarfrestur fyrir innlendar umsóknir í sumar rennur út 7. mars. Meldið ykkur til Guðrúnar Arnardóttur á skrifstofu læknafélaganna í síma 564 4100 eða gunna@lis.is Læknablaðið 2005/91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.