Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2005, Blaðsíða 60

Læknablaðið - 15.03.2005, Blaðsíða 60
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LÆKNABLAÐIÐ 90 ÁRA Þorvaldur Veigar var í ritstjórn Fréttabréfs lœkna 1983-1985, Hannes Petersen hefur setið í ritstjórn Lœknablaðsins frá 1997, Sigurður Guðmundsson og Árni Kristinsson. Sigurbjörn Sveinsson formaður LÍ og Guðrún Jónsdóttir. umræða um það hvernig ætti að haga ritrýninni. Við Birna sóttum fund í Bretlandi þar sem rætt var hvort ritrýnin ætti að vera tvíblind, það er að höfundar og ritrýnar viti ekki hverjir af öðrum. Um þetta hafa verið skiptar skoðanir og engin algild regla við lýði. Við höfum kosið að halda uppi tvíblindri ritrýni þótt auðvitað sé erfitt að halda hlutunum leyndum í þessum fámennu sérfræðinga- hópum. Sú regla er þó alls staðar í gildi að öll sam- skipti milli ritrýna og höfunda fer fram í gegnum ritstjórn sem er einskonar eldveggur á milli þeirra. Vandi okkar er sá að gæta þess að ekki sé hætta á hagsmunaárekstrum á milli ritrýna og höfunda. Birna: Ég er svo mikill formalisti og finnst mikill kostur að hafa fastar reglur því þá vita allir hvern- ig þeir eiga að haga sér. Ég gat oft skýlt mér á bak við regluna um tvíblinda ritrýni og sagt höfundum að þeir fengju ekki að vita hver ritrýndi og mér þótti það gott, jafnvel þótt allir vissu hver var að fjalla um helicobacter pylorí. Þetta skiptir máli því reglurnar tryggja höfundum að þeir hljóti réttláta málsmeðferð og að ekki sé gerður mannamunur. Védís: Ég finn að þetta er orðið inngróið enda margir höfundar farnir að skrifa greinar í erlend blöð þar sem sömu reglur gilda. Það gerist aldrei núorðið að menn séu að forvitnast um það hver ritrýni. Vilhjálmur: Það er skiljanlegt því þetta er skýrt tekið fram í Vancouver-reglunum. En við megum ekki gleyma því að ábyrgð ritrýnis er mikil. Hann er oft að fjalla um margra ára vinnu hóps manna og verður að sýna höfundum fulla virðingu, gæta þess að laða fram það besta og leiða menn fram á veginn en ekki víkja þeim burt með þótta. Hagsmunir og persónuvernd Vilhjálmur minntist á hagsmunaárekstra og þess eru jafnvel dæmi að læknablöð hafi orðið fyrir barðinu á svindlurum. Er þetta mikið vandamál? Örn: Ég man að menn höfðu víða miklar áhyggj- ur af því að ritrýnar væru að stinga greinum undir stól eða fá lánaðar hugmyndir annarra í leyfisleysi og birta sem sínar eigin. Þessu höfðum við ekki miklar áhyggjur af hér í fámenninu en ef það kom fyrir að ritrýnar skiluðu greinum ekki á tilsettum tíma þá var bara fenginn annar ritrýnir. Hinn vandinn er svo að menn séu að ljúga. Því fylgir hins vegar sú hætta að menn fái lygina í hausinn aftur af því aðrir geta ekki sannprófað niðurstöðurnar. Vilhjálmur: Hagsmunaárekstrar hafa alltaf ver- ið til en umræðan um þá hefur verið mikil á síðustu árum. Fyrir utan svindlið sem Örn nefndi þá óttast menn aðallega að fjárhagsleg tengsl vísindamanna og fyrirtækja skekki mat manna á niðurstöðunum. Tengslin þurfa ekki að gera það en vitneskjan um að tengsl séu til staðar er nóg til þess að svipta menn trúverðugleikanum sem er nauðsynlegur í vísindum. Þess vegna er svo brýnt að greina frá öllum slíkum tengslum í upphafi því ef þau koma ekki fram fyrr en eftir birtingu er skaðinn skeður. Oft eru þessi tengsl skýr, menn eru á launum hjá einhverjum fyrirtækjum. En tengslin geta verið af ýmsum toga, persónuleg, trúarleg og svo fram- vegis. - Lögin um gagnagrunninn voru mikið í umræð- unni og breyttu bæði reglum og viðhorfum fólks til persónuverndar. Hefur sú breyting haft einhver áhrif á útgáfu Læknablaðsins, jafnvel takmarkað möguleika þess á að birta efni? Birna: Ekki fannst mér það meðan ég var hér. Vitaskuld hefur margt breyst, ekki síst tæknin við skráningu upplýsinga sem veldur því að hlutir sem áður voru ekkert sérlega viðkvæmir eru orðnir að púðurtunnu. Nú hafa möguleikarnir á að stilla hlutum saman aukist svo mikið að einstaklingurinn er eins og allsbert barn frammi fyrir Stóra bróður. Þessar siðferðislegu spurningar hafa orðið meira knýjandi en þær voru. Örn: Þessar umræður hófust fyrr úti í Evrópu því árið 1996 var samþykktur Evrópusáttmáli um lífsiðfræði í Strasbourg. Hann hafði þau áhrif að menn vissu að ekki var hægt að setja lög sem stönguðust á við hann. Það reyndu menn samt en að sjálfsögðu vildi enginn verða fyrir skakkaföllum vegna þess að upplýsingar um hann færu á flakk. Meirihluti lækna var á móti þessu og Læknablaðið hélt uppi menningarlegri umræðu um málið. Þar kom málgagnið að góðum notum. Vilhjálmur: Ég held ekki að gagnagrunnsum- ræðan hafi breytt miklu fyrir blaðið, hvorki hvað varðar afstöðu blaðsins eða aðstreymi fræðigreina og umfjöllun um þær. Ég held að íslenskir læknar hafi í stórum dráttum farið að alþjóðlega viður- kenndum siðferðisreglum um persónuvernd þótt eflaust megi finna undantekningar frá því. Yfir- völd persónuverndarmála og vísindasiðanefndir leysa ritstjórnina ekki frá ábyrgðinni að meta aðsent efni frá persónuverndar- og siðfræðilegum sjónarmiðum. 284 Læknablaðið 2005/91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.