Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2005, Blaðsíða 54

Læknablaðið - 15.03.2005, Blaðsíða 54
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LÆKNADAGAR Læknar bera ábyrgð á tóbaksvörnum Rætt við Göran Boethius um bann við reykingum á sænskum veitingahúsum og fleira Cöran Boethius í anddyri Nordica hótels áður en tóbaksreykurinn flœmdi hann í burtu. Þröstur Haraldsson Einn af erlendum gestum Læknadaga var sænsk- ur lungnalæknir og baráttumaður gegn tóbaks- reykingum, Göran Boethius. Hann fjallaði í fyrirlestri sínum um heilsufarsleg áhrif óbeinna reykinga og aðferðir Svía við að draga úr reyking- um á vinnustöðum. Á reyklausa deginum í fyrra fékk hann sérstaka viðurkenningu Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar, WHO, fyrir starf sitt að tóbaksvörnum. Læknablaðið tók Göran tali og innti hann eftir því hvernig baráttan gegn óbeinum reykingum gengi í Svíþjóð og víðar. Göran Boethius er yfirlæknir tóbaksvarna- deildar lénssjúkrahúss Jamtlands í Östersund. „Ég hef ekki sinnt klínískri vinnu í nokkur ár en notið þeirra forréttinda að helga mig tóbaksvörnum, bæði í héraði en þó einkum á landsvísu þar sem ég hef starfað fyrir sex samtök heilbrigðisstarfsmanna og fleiri stétta sem vinna saman að tóbaksvörnum. Starfssvið þessara samtaka er tvíþætt, annars veg- ar veitum við stjórnvöldum aðhald í því að efla tóbaksvarnir, hins vegar styðjum við félagsmenn okkar í að vinna að tóbaksvörnum hver á sínum vettvangi,“ segir hann. Stærsta viðfangsefni samtakanna og þar með einnig Göran Boethius þessi misserin er að undir- búa bann við reykingum á veitingahúsum sem tekur gildi í Svíþjóð 1. júní í sumar. „Þar er ábyrgð okkar lækna mikil vegna þess að við búum yfir svo mikilli þekkingu á áhrifum óbeinna reykinga á heilsufar fólks. Það er því óviðunandi að hafa eina starfsstétt út undan og láta hana búa við starfsumhverfi sem við vitum að eykur líkurnar á sjúkdómum meðan aðrar stéttir starfa á reyklausum vinnustöðum. Eins og gerðist hér á landi þá voru reykingar bannaðar á vinnustöðum í Svíþjóð árið 1993 en þá voru veitingastaðir undanþegnir banninu. Það var skiljanlegt á þeim tíma því bæði var ekki eins mikið vitað um áhrif óbeinna reykinga og svo var andstaðan gegn banninu mun harðari en nú er.“ Það reyndist hægt Göran bendir á að reykleysi á veitingastöðum breiðist ört út. „írland var fyrsta Evrópuríkið sem bannaði reykingar á veitingastöðum, Noregur fylgdi í kjölfarið og meira að segja ítalir hafa bannað þær. I Bandaríkjunum eru reykingar á veit- ingastöðum bannaðar í sjö fylkjum. Reynslan af þessu banni sýnir að þetta er hægt en að það krefst öflugrar forystu á sviði heilbrigðismála. Þetta kom glöggt í ljós á írlandi þar sem heilbrigðisráðherrann tók forystuna og leiddi málið fram til sigurs þótt hart væri að honum sótt. Sömu sögu er að segja frá Noregi. Þessi barátta tekur á sig ýmsar myndir. Víðast hvar hafa eigendur veitingastaða barist hart gegn banni og oftar en ekki tekist að fá starfsfólk í lið með sér. I Danmörku vildi hins vegar svo til að eigendurnir og starfsfólkið fóru þess á leit við heilbrigðisráðherrann að hann bannaði reykingar á veitingastöðum en ráðherrann neitaði. Hann sagði andstöðu almennings það mikla eins og sjá mætti í skoðanakönnunum að hann vildi ekki ganga gegn straumnum. Þessi afstaða ráðherrans er að vissu leyti skilj- anleg því það gengur ekki að setja lög sem ganga í berhögg við vilja almennings. Hins vegar er þetta brýning fyrir heilbrigðisstarfsmenn að þeir beiti sér í umræðunni og reyni að hafa áhrif á viðhorf almennings til tóbaksreykinga. Þar hefur læknastéttin sterka stöðu því hún nýtur trausts og býr yfir miklum upplýsingum.“ Hann bætir því við að fæstir hafi trúað sínum eigin eyrum þegar írskar krár urðu reyklausar, 278 Læknablaðið 2005/91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.