Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.2005, Page 45

Læknablaðið - 15.03.2005, Page 45
ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA / ÁGRIP ERINDA styðja þessar niðurstöður því núverandi flokkunarkerfi nýrna- æxla. Lífshorfur þessara sjúklinga eru þegar til lengri tíma er litið mjög góðar og brottnám alls nýrans því sennilega of mikil meðferð, að minnsta kosti í þeim tilvikum þar sem um lítil æxli er að ræða. Á hinn bóginn er erfitt með nútímaaðferðum að fá fram nákvæma vefjagreiningu á rauðkirningaæxli áður en aðgerð er framkvæmd og greining því oftast gerð eftir að búið er að fjarlægja æxlið. E 27 Áhrif vasopressíns á blóðflæði í lifur og brisi í sýkla- sóttarlosti Gísli H. Sigurðsson1 Vladimir Krejci2 Luzius Hiltebrand3 'Svæfinga- og gjörgæsludeild, Landspítala og læknadeild HÍ, 2Svæfinga- og gjörgæsludeild, Inselspital Háskólasjúkrahús í Bern, Sviss, 3Svæfingadeild, Washington University, St Louis, USA gislihs@landspitali.is Inngangur: Vasopressín er stundum notað hjá sjúklingum í sýklasóttar (septísku) losti sem ekki svara adrenalíni eða nor- adrenalíni. f>að er þekkt að þéttni VI viðtaka er mikil á iðra (splanchnicus) svæðinu enda var lyfið lengi notað til að stöðva blæðingar frá meltingarvegi. Vasopressín tengist VI viðtökun- um mjög sterkum böndum sem eru óháðir súrefnisþurrð í við- komandi vef. Þetta veldur öflugri æðaherpingu sem getur leitt til dreps í vefjum. Áhrif vasopressíns á blóðflæði í lifur og brisi hafa ekki verið könnuð áður, en sá var einmitt tilgangur þessarar rannsóknar. Aðferðir: Sextán svín voru svæfð og lögð í öndunarvél. Sýkla- sóttarlost var framkallað með saur í kviðarholi. Hópur V (n=8) fékk vasopressín og hópur S (n=8) lyfleysu. Eftir fjögurra klukkustunda sýklasótt var báðum hópunum gefinn vökvi í æð til þess að hækka miðbláæðaþrýsting upp í eðlileg gildi á 60 mín- útum. Síðan fékk hópur V vasopressín 0,06 U/kg/mín en S fékk lyfleysu. Blóðþrýstingur, hjartaútfall, blóðflæði í portabláæð og lifrarslagæð voru mæld stöðugt í þrjár klukkustundir á eftir. Jafnframt var smáæðablóðflæði í lifur og brisi mælt með laser Doppler flæðimæli (LDF). Niðurstöður: Blóðþrýstingur hækkaði um 20 mmHg en hjartaút- fall lækkaði um 30% í hópnum sem fékk vasopressín en báðir þættir héldust óbreyttir í ómeðhöndlaða hópnum. Blóðflæði í portabláæð minnkaði um helming hjá þeim sem fengu vasopress- ín miðað við fjórðungs minnkun hjá hinum (p<0,01). í lifrar- slagæð tvöfaldaðist blóðflæðið hjá þeim sem fengu vasopressín meðan það var 20% minnkun í viðmiðunarhópnum (p<0,01). Smáæðablóðflæði í brisi minnkaði mun meira í vasopressín hópnum en í viðmiðunarhópnum (p<0,01). Ályktanir: Vasopressín hækkar blóðþrýsting en dregur úr hjarta- útfalli og blóðflæði í brisi. Minnkun á porta blóðflæði jafnaðist upp að hluta vegna aukningar á blóðflæði í lifrarslagæð þannig að smáæðablóðflæði í lifur minnkaði lítíð meira en í viðmiðun- arhópnum. Tónómetrískar mælingar bentu til súrefnisþurrðar í smáþörmum. Þessar niðurstöður benda til að æðaherping af völdum vasopressíns geti verið varasöm og ætti því að nota lyfið af mikilli varkárni þar til klínískar rannsóknir hafa verið gerðar. E 28 Aðgerðir við sáraristilbólgu (colitis ulcerosa) á Land- spítala á árunum 1980-2004 Hannes Jón Lárusson', Tryggvi B. Stefánsson', Tómas Jónsson1, Sigurður Björnsson2 ‘Skurðlækningadeild, 2meltingarsjúkdómadeild Landspítala hannesl@landspitaii.is Inngangur: Sáraristilbólga er langvinnur sjúkdómur í ristli. Aðalmeðferð er lyfjameðferð. Eina lækningin er að fjarlægja alla ristilslímhúð með brottnámi á ristli og endaþarmi (BRE). Það er aukin áhætta á ristilkrabbameini hjá sjúklingum sem hafa haft sjúkdóminn í meira en 10 ár. Samkvæmt íslenskum rannsóknum hefur nýgengi sáraristilbólgu aukist úr 2,8/100 þús í 16,9 á árunum 1950 til 1990. Farið var að gera BRE með smágirnisraufun (SR) fyrir meira en 50 árum og hefur skurðlæknismeðferð sjúkdómsins ekkert breyst síðan þá. Allar breytingar á aðgerðum hafa miðað að því að forða sjúklingum frá því að fá SR. Seinni ár hefur sjúklingum staðið til boða að fá innri garnapoka (J-poka) sem eru tengdir í endaþarmsop í stað SR. Tilgangur rannsóknarinnar er að athuga fjölda sjúklinga sem farið hafa í ristilnám vegna sáraristilbólgu frá 1980-2004, tegund aðgerða og árangur þeirra. Efniviður og aðferðir: Upplýsingar fengust úr sjúkraskrám sjúk- linga með greiningarnúmerið K51.x sem leituðu á Landspítala (BSP, LSP og LDK) á tímabilinu 1980-2004 og fóru í aðgerð á ristli. Alls fengu 392 sjúklingar greininguna K51.x á tímabilinu. Af þeim fara 99 sjúklingar í ristilnám, (BRE+SR 17, BRE+J- poki 4, brottnám á ristli (BR)+SR 60, BR+Ileorectal anastomos- is 11), 1980-1984:3,1985-1989:9,1990-1994:21,1995-2000:37 og 2000-2004:27. Ekki fengust upplýsingar um aðgerðir hjá tveimur sjúklingum. 28 garnapokaaðgerðir hafa verið gerðar, einungis tvær fyrir 1995. Ályktanir: Brottnám ristils vegna sáraristilbólgu hefur á rann- sóknartímanum aukist meir en sem nemur aukningu í fólks- fjölda á tímabilinu og er í samræmi við rannsóknir á nýgengi meðal íslendinga á sama tíma. Fyrir árið 1995 voru flestir með- höndlaðir með BRE+SR en eftir þann tíma eru flestir meðhöndl- aðir með BRE+J-poka og tengingu niður í endaþarmsop. E 29 Verkjameðferð eftir gerviliðaaðgerð á hné Girish Hirlekar. Sigurður E. Sigurðsson, Helga Kristín Magnúsdóttir, Jón Steingrímsson Svæfinga- og gjörgæsludeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri girish@fsa.is Inngangur: Verkir eftir gerviliðaaðgerð eru oft miklir og ýmsar aðferðir eru notaðar til að lina þær. Þar á meðal má nefna mið- taugadeyfingar, svo sem utanbastsdeyfingar, mænuvökvadeyfing- ar með staðdeyfilyfjum og sterkum verkjalyfjum (opiöt), auk hefðbundinnar verkjameðferðar með töflum, stflum og lyfjum í æð. Hægt er að nota sídreypi og jafnvel sjúklingastýrða verkja- meðferð (PCA). Á FSA höfum við notað úttaugadeyfingar í nokkur ár til verkjastillingar. Síðustu tvö ár hafa sjúklingar feng- ið lærtaugadeyfingu (N.Femoralis) með legg auk deyfingar á settaug (N.Ischiaticus) með einum skammti. Læknablaðið 2005/91 269

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.