Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2005, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 15.03.2005, Blaðsíða 22
FRÆÐIGREINAR / AUGNLÆKNINGAR Síðkomnir fylgikvillar: Velþekktur síðbúinn fylgikvilli makúlugatsaðgerða er skýmyndun í augasteini (cataract). Meðferð skýmyndunar í augasteini er augasteinaskipti og því þarf að taka tillit til þess hvort skipt hafi verið um augastein þegar sjónbati eftir makúlu- gatsaðgerð er metinn. í rannsókninni var skipt um augastein í samtals 12 augum af 29. í fjórum augum var búið að skipta um augastein áður en makúlugatsaðgerðin var gerð, var því sjón fyrir og eftir makúlugatsaðgerðina (pre- og post-op sjón) mæld eftir augasteinaskiptin, og hjá tveimur þeirra batnaði sjónin um >2 línur (50%). I átta augum var skipt um augastein eftir að mak- úlugatsaðgerðin var gerð og því var sjón fyrir aðgerð (pre-op sjón) mæld áður en skipt var um augastein, en sú sjón sem var mæld eftir makúlugatsaðgerð (post-op sjón) var mæld eftir að skipt hafði verið um augastein einnig. Hjá fjórum af þessum augum batnaði sjón um tvær línur eða meira (50%). Umræða I rannsókninni kom í ljós að í heildina var anatóm- ískur árangur (það er að gat grói) 79%. Þetta er heldur betri árangur en í rannsóknum birtum 1993 og 1997 þar sem var sýnt fram á 69-73% (3, 24), en nýrri rannsóknir hafa sýnt fram á enn betri árangur eða 88-95% (20-22). Sjón batnaði um tvær línur eða meira hjá 38% augna sem er lakara en þegar borið er saman við erlendar rannsóknir þar sem sjónbati var 72-92% en munurinn kann að stafa af því að í þeim rannsóknum var algengara að sjúklingar færu í augasteinaskipti um leið og makúlugatsaðgerðin var gerð (20,21). I tveimur augum versnaði sjón um tvær línur eða meira og var það annars vegar sjúklingur sem fór úr 0,4 í 0,2 og makúlugatið greri ekki, og hins vegar sjúklingur sem fór úr 0,2 í fingurtalningu en sá sjúklingur fékk sjónhimnulos eftir makúlugats- aðgerðina þar sem makúla var af og þurfti tvær aðgerðir til að festa hana niður. í því tilfelli greri gatið í makúlu, en sjónversnun má að öllum líkind- um rekja til sjónhimnuloss. 111 tilfellum batnaði sjón um tvær línur eða meira. í öllum tilfellum greri makúlugatið og virð- ist því vera mikilvægt að gat grói til að sjón batni. Mjög svipuð tíðni var á gróanda á gati hvort sem notaðar voru blóðflögur eða Indocyanide Green, eða 83,3% á móti 75%. Aftur á móti virtist vera tilhneiging til að sjónbati væri meiri í blóð- flöguhóp en í Indocyanide Green hóp, því í blóð- flöguhóp batnaði sjón um s2 línur í sex af tólf sjúklingum (50%) en í Indocyanide Green batnaði sjón einungis hjá einum sjúkling af átta (13%) en þessi munur var ekki marktækur (p=0,211). Ekki var tekið tillit til þess hvort að beyglusjón batnaði eða ekki, en það er vitað að það er til mik- illa bóta fyrir sjúklinginn þegar tekst að laga hana þó svo að sjón batni ekki samkvæmt mælingum á Snellenspjaldi. Astæðan fyrir því að ekki var tekið tillit til bata á beyglusjón var hve illa það var skráð, það er hvort hún hafi verið til staðar fyrir aðgerð og síðan hvort hún hafi batnað. Það kom töluvert á óvart í þessari rannsókn að fjarlæging himnu á yfirborði sjónu og/eða mem- brana limitans interna virðist skipta litlu máli í bæði sjónbata og gatgróanda samanber töflu II. Þetta er í ósamræmi við nýlegar rannsóknir þar sem sýnt er fram á að fjarlæging á yfirborðshimnu og/eða membrana limitans interna sé til bóta (21, 22). Hins vegar eru aðrar rannsóknir sem hvorki sýna fram á meiri sjónbata né að gat grói betur þó svo að himna sé fjarlægð (20, 26). Á undanförnum misserum hafa nokkrar rann- sóknir leitt að því líkur að Indocyanide Green kunni að hafa eiturhrif á sjónhimnu (20-22) og getur það skýrt að einhverju leyti þennan mun sem var á sjónbata hjá blóðflöguhópi annars vegar og hjá Indocyanide Green hóp hins vegar. Önnur skýring gæti einnig verið sú að Indo- cyanide Green var notað meira í seinni hluta rann- sóknartímabilsins og því var styttri tími sem þeim sjúklingum var fylgt eftir. Makúlugatsaðgerðir á Islandi hafa einungis verið gerðar síðustu átta ár og enn sem komið er er sjúklingahópurinn lítill. Það er þó ljóst að skurðaðgerð við makúlugati er góður kostur hvort sem tekið er tillit til anatómísks bata eða sjónbata. Einnig er vel þekkt að makúlugats- aðgerðir laga oft á tíðum beyglusjón sem í mörgum tilfellum er jafnvel meira truflandi en sjónminnk- unin sem slík. Ekki fékkst svar við spurningunni um hvort viðbótarmeðferð bæti árangur aðgerða hér á landi þar sem munur milli meðferðarhópa var ekki marktækur. Heimildir 1. Knapp H. Uber isolierte zerreissungen der aderhaut in folge von traumen auf dem augapfel. Arch Aug Ohrenheilk 1869; 1:6. 2. Wendel RT, Patel AC, Kelly NE, Salzano TC, Wells JW, Novack GD. Vitreous surgery for macular holes. Ophthalmology 1993; 100:1671-6. 3. Gass JD. Idiopathic senile macular hole: Its early stages and pathogenesis. Arch Ophthalmol 1988; 106: 629-39. 4. Johnson RN, Gass JD. Idiopathic macular holes: Observations, stages of formation, and implications for surgical intervention. Ophthalmology 1988; 95: 917-24. 5. Morgan CM, Schatz H. Idiopathic macular holes. Am J Ophthalmol 1985; 99: 437-44. 6. Quillen DA, Blodi BA. Clinical Retina. AMA press 2002. 7. Bidwell AE, Jampol LM, Goldberg ME Macular holes and excellent visual acuity. Case report. Arch Ophthalmol 1988; 106:1350-1. 8. Kelly NE, Wendel RT. Vitreous surgery for idiopathic macular holes. Results of a pilot study. Arch Ophthalmol 1991; 109:654 9. 9. Smiddy WE, Glaser BM, Thompson JT, Sjaarda RN, Flynn HW Jr, Hanham A, et al. Transforming growth factor-beta 2 significantly enhances the ability to flatten the rim of sub- retinal fluid surrounding macular holes. Preliminary anatomic 246 Læknablaðið 2005/91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.